Hámhorfið: Hvað eru listakonur landsins að horfa á? Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 17. mars 2024 12:31 Lífið á Vísi ræddi við hóp listakvenna í Hámhorfinu. SAMSETT Sunnudagar og sjónvarp eru prýðileg blanda fyrir þau sem vilja nýta hvíldardaginn vel. Lífið á Vísi heldur áfram að rannsaka sjónvarpsefni þar sem gríðarlegt magn er í boði og oft getur valið því orðið yfirþyrmandi. Í dag deila nokkrar öflugar listakonur landsins því hvað þær eru að horfa á þessa dagana. Júlíanna Ósk Hafberg: Júlíanna Ósk Hafberg er myndlistarkona og skartgripahönnuður. Aðsend „Ég varð ástfangin af Poor Things. Sá hana í bíó og þarf að horfa á hana aftur sem fyrst. Femínisminn, húmorinn og guð minn góður, búningarnir og leikmyndahönnunin er eitthvað annað. Svo hressandi og geggjað, mæli með að allir taki sér góðan tíma í að horfa almennilega á hana, ekki svona hanga í símanum á meðan mynd stendur. Svo kláraði ég þættina Jury Duty mjög hratt, ótrúlega fyndnir og skemmtilegir, smá svona The Office víbrur með raunveruleikaþátta ívafi. Mjög gott stöff. Ég reyndi við The Curse eftir meðmælum, en gat ekki klárað. Þeir voru ekki að ná mér, ég skil pælinguna en skildi samt einhvern veginn ekki nógu vel? Náði aldrei að fylgjast alveg nógu vel með, datt út og hékk í símanum eða braut saman þvott - sem er ekki endilega gott merki. Ég var svolítið sein á IceGuys lestina, en jesús minn hvað þetta er gott stöff! Ég átti virkilega ekki von á því en ég held að ég hafi aldrei séð jafn gott íslenskt efni. Karakter sköpunin í kringum strákana er geggjuð og bara ótrúlega vel gerðir og skrifaðir. Krossa fingur fyrir framhaldi! Svo fylgist ég alltaf jafn og þétt með Ru Paul’s Drag Race. Það er svo gott að gleyma sér aðeins í sköpunargleðinni og innblæstrinum frá þessum æðislega heimi sem drag er, alltaf gott!“ Saga Sigurðardóttir: Saga Sigurðardóttir er myndlistarkona, ljósmyndari og leikstjóri. Vísir/Vilhelm „Ég er með einn eins árs heima sem leyfir ekki mikið hámhorf þessa dagana en ég set oft eitthvað á og leyfi því að ganga á meðan að ég elti hann um húsið. Síðasta hámhorfið var Iceguys og Húsó sem mér fannst frábærir. Kærasti minn er að horfa aftur á Fargo sem ég horfi á með honum með öðru auganu og svo þar á undan var það Yellowstone. Er spennt að sjá Skvíz sem eru þættir sem koma á sjónvarpi símans um páskana.“ María Guðjohnsen: María Guðjohnsen er þrívíddarhönnuður.Vísir/Einar „Ég hef ótrúlega lítinn tíma til að horfa á hluti en ég er búin að vera að endurhorfa á languppáhaldsþættina mína „How to with John Wilson“ sem eru svona slice of life heimildaþættir eftir John Wilson um lífið í New York. Þeir eru líka pródúseraðir af Nathan Fielder sem gerði Nathan for you, sem eru líka í uppáhaldi, þannig að þeir eru ótrúlega fyndnir, fallegir og vel gerðir. Ég er mjög djúpt inn í öllum raunveruleikaþáttum. Ég er með svona tíu mismunandi þannig þætti í gangi. Einna helst þar er ég að horfa á nýjustu seríuna af Jersey Shore Family Vacation. Ég elska að fylgjast með þeim prökkurum. Svo er ég alltaf með eina Survivor seríu á kantinum. Sem svona þæginda (e. comfort) þætti set ég The Office í gang og ég er reyndar núna að vinna með að horfa á lengri útgáfur (e. extended version) af þeim.“ Rebekka Ashley: Rebekka Ashley er vöruhönnuður sem sérhæfir sig í vistvænum aðferðum. Vísir/Vilhelm „Nú er ég mikil bíókona og á vini sem elska að fara mikið í bíó svo mér finnst ég ægilega lánsöm hvað það varðar. Poor Things og Dune eru skylduáhorf og er sú síðarnefnda alveg ekta bíó-bíómynd. Þegar kemur að sjónvarpsseríum þá erum við unnustinn byrjuð á Traitors (bresku útgáfunni) og það er svo mikið drama og gaman enda byggt á leiknum varúlfi. Svo horfa ég og vinkona mín á Survivor og nýjasta serían er einmitt í gangi núna. Mér finnst svo áhugavert að fylgjast með mannlegri hegðun og hvernig rosalega ólíkt fólk neyðist til að vinna saman og treysta hvort öðru og stinga svo hvort annað í bakið. Love the drama. Talandi um drama, Love is blind. Serían af Love is blind sem er í gangi núna er náttúrulega alveg svakaleg. Mæli með!“ Anna Maggý: Anna Maggý er ljósmyndari, listakona og leikstjóri.Vísir/Vilhelm „Ég á ekki sjónvarp og er ekki mikið að horfa. Ef ég er að horfa er það yfirleitt með öðru auganu og að hlusta. Síðasta sem ég hámhorfði á var White Lotus, sería eitt og tvö. Annars hef ég gaman af agalegu raunveruleika efni, til dæmis Love is blind og The Ultimatum; Queer Love. Ég elska sjónvarpsefni sem að sjokkerar mig.“ Berglind Rögnvaldsdóttir: Berglind Rögnvaldsdóttir er ljósmyndari og listakona. Vísir/Vilhelm „Þetta er það sem ég er að horfa á núna, annað þá en bökunarmyndbönd á Youtube og reels á Instagram sem ég spamma á vini. Ég er eiginlega alltaf bara að horfa á Buffy The Vampire Slayer. Punktur. Annars er það The Simple Life með Paris og Nicole þegar mig vantar iconic væbs í lífið. Scream Queens horfi ég á útaf tískunni, já bleikt, pastel og faux fur! Þessir þættir eru mesta augnakonfektið. Svo eru það þættirnir Work of art: The Next Great artist, fyrir inspó. Ég og Markús kærastinn minn vorum að klára þriðju seríu af Dave og ég mæli bara frekar mikið með þessum þáttum. Þeir fjalla um rapparann Lil Dicky og hans líf. Þetta er svo fyndið og fallegt og einlægt í bland við lífsins alvöru og mjólkunarbekki. Það sem ég mæli hins vegar ekki með er að byrja að horfa nýja þætti með makanum sínum, sem var sá sem fann áðurnefnda þætti, stakk upp á því að horfa saman á þá og er ekki með aðgang að þeim heima hjá sér (þetta er punktur sem honum finnst mjög mikilvægt að fylgi sögunni) og horfa svo á þrjá fjórðu af þætti, ókei max einn og hálfan þátt án hans. Það var eins og ég hefði staðið í stífu framhjáhaldi eða bara tekið hjartað hans ásamt tilfinningum, hent ofan í ferðatösku og kastað útí sjó. Svo djúpt var sárið. Ég efast um að ég muni ná að bæta upp fyrir þennan glæpsamlega verknað í náinni framtíð. Allavega við vorum að klára og ég vona svo heitt og innilega að fjórða sería verði gerð.“ Hámhorfið Netflix Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Hámhorfið: Hvað er kvikmyndagerðafólkið að horfa á? Sjónvarpsglápið nær gjarnan hámarki á sunnudögum og eru einhverjir sem bíða í mikilli eftirvæntingu eftir heilaga hvíldardeginum til að geta loks lagst í sófann og hámhorft. Í dag tekur Lífið á Vísi púlsinn á sérfræðingum þegar það kemur að afþreyingarefni, kvikmyndagerðarfólki. 10. mars 2024 12:31 Hámhorfið: Hvað eru Æði strákarnir að horfa á? Marsmánuður er genginn í garð og stöðugt flæðir nýtt sjónvarpsefni inn á hinar ýmsu streymisveitur. Valkvíði þeirra sem elska að horfa á sjónvarp getur verið mikill í takt við offramboð af efni og þá eru góð ráð dýr. Lífið á Vísi heldur því áfram að taka púlsinn á fjölbreyttum hópi fólks um hvað það er að horfa á. Í dag eru það strákarnir úr raunveruleikaþáttunum Æði sem deila sínu uppáhalds sjónvarpsefni. 3. mars 2024 12:30 Hámhorfið: Hvað eru plötusnúðar að horfa á? 25. febrúar 2024 12:30 Hámhorfið: Hvað eru barþjónar að horfa á? Sunnudagar eru til sælu fyrir suma, til svefns fyrir aðra og svo mætti jafnvel segja sunnudagar eru til sjónvarpsgláps. Lífið á Vísi heldur áfram að taka púlsinn á fjölbreyttum hópi fólks og spyrja það hvað það er að horfa á þessa dagana. Í dag var rætt við starfsstétt sem stendur jafnan vaktina fram eftir nóttu um helgar, barþjóna, og luma þeir á ýmsum hugmyndum. 18. febrúar 2024 12:31 Hámhorfið: Hvað eru leikkonur landsins að horfa á? Sunnudagar eru vinsælir sjónvarpsdagar á mörgum heimilum og einhverjir leyfa sér jafnvel að liggja við áhorf allan daginn undir teppi og slaka vel á til að hlaða batteríin fyrir komandi viku. Lífið á Vísi heldur áfram að taka púlsinn á fjölbreyttum hópi þekktra einstaklinga og fá ýmis ráð að góðu glápi. 11. febrúar 2024 12:31 Hámhorfið: Hvað eru grínistar landsins að horfa á? Gular viðvaranir, frost og snjókoma heiðra landsmenn og sófinn og sjónvarpsgláp eru að mati margra hinn prýðilegasti sunnudagskostur. Lífið á Vísi heldur áfram að heyra í fjölbreyttum hópi fólks með mikilvæga spurningu: Hvað ertu að horfa á þessa dagana? 4. febrúar 2024 12:30 Hámhorfið: Hvað eru stjórnmálakonur að horfa á? Sunnudagar eru að öllum líkindum vinsælustu dagarnir fyrir sjónvarpsgláp og huggulegheit. Smekkur fólks á afþreyingarefni er fjölbreyttur og geta nýjar og/eða áður óþekktar þáttaseríur oft komið skemmtilega á óvart. Lífið á Vísi heldur áfram að taka púlsinn á þekktum einstaklingum samfélagsins og heyra hvað þeir eru að horfa á þessa dagana. 28. janúar 2024 12:31 Hámhorfið: Hvað eru handboltastrákarnir að horfa á? Strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu hafa staðið í ströngu í Þýskalandi síðustu daga og hafa margir landsmenn fylgst vel með. Blaðamaður náði tali af nokkrum leikmönnum þegar þeir áttu stund milli stríða og fékk að forvitnast um hvort þeir væru að horfa á eitthvað skemmtilegt sjónvarpsefni á milli æfinga. 21. janúar 2024 13:00 Hámhorfið: Hvað eru rithöfundar og rapparar að horfa á? Fyrir mörgum eru sunnudagar fyrir sjónvarpsgláp og stundum eru góð ráð dýr þegar það kemur að því að vita hvaða efni er skemmtilegast. Lífið á Vísi heldur áfram að ræða við fólk úr fjölbreyttum áttum um hvað það er að horfa á þessa dagana og í dag eru álitsgjafarnir annað hvort rithöfundar eða rapparar. 14. janúar 2024 13:01 Hámhorfið: Þetta eru íslenskir áhrifavaldar að horfa á Í skammdegi, roki, veðurviðvörunum og öðru slíku er freistandi að enda daginn á að leggjast upp í sófa og kveikja á góðu sjónvarpsefni. Spurningin sem þvælist fyrir hvað flestum er þá: „Hvað eigum við að horfa á?“ og getur ákvörðunin verið furðu erfið. 9. janúar 2024 15:30 Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Fleiri fréttir „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Júlíanna Ósk Hafberg: Júlíanna Ósk Hafberg er myndlistarkona og skartgripahönnuður. Aðsend „Ég varð ástfangin af Poor Things. Sá hana í bíó og þarf að horfa á hana aftur sem fyrst. Femínisminn, húmorinn og guð minn góður, búningarnir og leikmyndahönnunin er eitthvað annað. Svo hressandi og geggjað, mæli með að allir taki sér góðan tíma í að horfa almennilega á hana, ekki svona hanga í símanum á meðan mynd stendur. Svo kláraði ég þættina Jury Duty mjög hratt, ótrúlega fyndnir og skemmtilegir, smá svona The Office víbrur með raunveruleikaþátta ívafi. Mjög gott stöff. Ég reyndi við The Curse eftir meðmælum, en gat ekki klárað. Þeir voru ekki að ná mér, ég skil pælinguna en skildi samt einhvern veginn ekki nógu vel? Náði aldrei að fylgjast alveg nógu vel með, datt út og hékk í símanum eða braut saman þvott - sem er ekki endilega gott merki. Ég var svolítið sein á IceGuys lestina, en jesús minn hvað þetta er gott stöff! Ég átti virkilega ekki von á því en ég held að ég hafi aldrei séð jafn gott íslenskt efni. Karakter sköpunin í kringum strákana er geggjuð og bara ótrúlega vel gerðir og skrifaðir. Krossa fingur fyrir framhaldi! Svo fylgist ég alltaf jafn og þétt með Ru Paul’s Drag Race. Það er svo gott að gleyma sér aðeins í sköpunargleðinni og innblæstrinum frá þessum æðislega heimi sem drag er, alltaf gott!“ Saga Sigurðardóttir: Saga Sigurðardóttir er myndlistarkona, ljósmyndari og leikstjóri. Vísir/Vilhelm „Ég er með einn eins árs heima sem leyfir ekki mikið hámhorf þessa dagana en ég set oft eitthvað á og leyfi því að ganga á meðan að ég elti hann um húsið. Síðasta hámhorfið var Iceguys og Húsó sem mér fannst frábærir. Kærasti minn er að horfa aftur á Fargo sem ég horfi á með honum með öðru auganu og svo þar á undan var það Yellowstone. Er spennt að sjá Skvíz sem eru þættir sem koma á sjónvarpi símans um páskana.“ María Guðjohnsen: María Guðjohnsen er þrívíddarhönnuður.Vísir/Einar „Ég hef ótrúlega lítinn tíma til að horfa á hluti en ég er búin að vera að endurhorfa á languppáhaldsþættina mína „How to with John Wilson“ sem eru svona slice of life heimildaþættir eftir John Wilson um lífið í New York. Þeir eru líka pródúseraðir af Nathan Fielder sem gerði Nathan for you, sem eru líka í uppáhaldi, þannig að þeir eru ótrúlega fyndnir, fallegir og vel gerðir. Ég er mjög djúpt inn í öllum raunveruleikaþáttum. Ég er með svona tíu mismunandi þannig þætti í gangi. Einna helst þar er ég að horfa á nýjustu seríuna af Jersey Shore Family Vacation. Ég elska að fylgjast með þeim prökkurum. Svo er ég alltaf með eina Survivor seríu á kantinum. Sem svona þæginda (e. comfort) þætti set ég The Office í gang og ég er reyndar núna að vinna með að horfa á lengri útgáfur (e. extended version) af þeim.“ Rebekka Ashley: Rebekka Ashley er vöruhönnuður sem sérhæfir sig í vistvænum aðferðum. Vísir/Vilhelm „Nú er ég mikil bíókona og á vini sem elska að fara mikið í bíó svo mér finnst ég ægilega lánsöm hvað það varðar. Poor Things og Dune eru skylduáhorf og er sú síðarnefnda alveg ekta bíó-bíómynd. Þegar kemur að sjónvarpsseríum þá erum við unnustinn byrjuð á Traitors (bresku útgáfunni) og það er svo mikið drama og gaman enda byggt á leiknum varúlfi. Svo horfa ég og vinkona mín á Survivor og nýjasta serían er einmitt í gangi núna. Mér finnst svo áhugavert að fylgjast með mannlegri hegðun og hvernig rosalega ólíkt fólk neyðist til að vinna saman og treysta hvort öðru og stinga svo hvort annað í bakið. Love the drama. Talandi um drama, Love is blind. Serían af Love is blind sem er í gangi núna er náttúrulega alveg svakaleg. Mæli með!“ Anna Maggý: Anna Maggý er ljósmyndari, listakona og leikstjóri.Vísir/Vilhelm „Ég á ekki sjónvarp og er ekki mikið að horfa. Ef ég er að horfa er það yfirleitt með öðru auganu og að hlusta. Síðasta sem ég hámhorfði á var White Lotus, sería eitt og tvö. Annars hef ég gaman af agalegu raunveruleika efni, til dæmis Love is blind og The Ultimatum; Queer Love. Ég elska sjónvarpsefni sem að sjokkerar mig.“ Berglind Rögnvaldsdóttir: Berglind Rögnvaldsdóttir er ljósmyndari og listakona. Vísir/Vilhelm „Þetta er það sem ég er að horfa á núna, annað þá en bökunarmyndbönd á Youtube og reels á Instagram sem ég spamma á vini. Ég er eiginlega alltaf bara að horfa á Buffy The Vampire Slayer. Punktur. Annars er það The Simple Life með Paris og Nicole þegar mig vantar iconic væbs í lífið. Scream Queens horfi ég á útaf tískunni, já bleikt, pastel og faux fur! Þessir þættir eru mesta augnakonfektið. Svo eru það þættirnir Work of art: The Next Great artist, fyrir inspó. Ég og Markús kærastinn minn vorum að klára þriðju seríu af Dave og ég mæli bara frekar mikið með þessum þáttum. Þeir fjalla um rapparann Lil Dicky og hans líf. Þetta er svo fyndið og fallegt og einlægt í bland við lífsins alvöru og mjólkunarbekki. Það sem ég mæli hins vegar ekki með er að byrja að horfa nýja þætti með makanum sínum, sem var sá sem fann áðurnefnda þætti, stakk upp á því að horfa saman á þá og er ekki með aðgang að þeim heima hjá sér (þetta er punktur sem honum finnst mjög mikilvægt að fylgi sögunni) og horfa svo á þrjá fjórðu af þætti, ókei max einn og hálfan þátt án hans. Það var eins og ég hefði staðið í stífu framhjáhaldi eða bara tekið hjartað hans ásamt tilfinningum, hent ofan í ferðatösku og kastað útí sjó. Svo djúpt var sárið. Ég efast um að ég muni ná að bæta upp fyrir þennan glæpsamlega verknað í náinni framtíð. Allavega við vorum að klára og ég vona svo heitt og innilega að fjórða sería verði gerð.“
Hámhorfið Netflix Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Hámhorfið: Hvað er kvikmyndagerðafólkið að horfa á? Sjónvarpsglápið nær gjarnan hámarki á sunnudögum og eru einhverjir sem bíða í mikilli eftirvæntingu eftir heilaga hvíldardeginum til að geta loks lagst í sófann og hámhorft. Í dag tekur Lífið á Vísi púlsinn á sérfræðingum þegar það kemur að afþreyingarefni, kvikmyndagerðarfólki. 10. mars 2024 12:31 Hámhorfið: Hvað eru Æði strákarnir að horfa á? Marsmánuður er genginn í garð og stöðugt flæðir nýtt sjónvarpsefni inn á hinar ýmsu streymisveitur. Valkvíði þeirra sem elska að horfa á sjónvarp getur verið mikill í takt við offramboð af efni og þá eru góð ráð dýr. Lífið á Vísi heldur því áfram að taka púlsinn á fjölbreyttum hópi fólks um hvað það er að horfa á. Í dag eru það strákarnir úr raunveruleikaþáttunum Æði sem deila sínu uppáhalds sjónvarpsefni. 3. mars 2024 12:30 Hámhorfið: Hvað eru plötusnúðar að horfa á? 25. febrúar 2024 12:30 Hámhorfið: Hvað eru barþjónar að horfa á? Sunnudagar eru til sælu fyrir suma, til svefns fyrir aðra og svo mætti jafnvel segja sunnudagar eru til sjónvarpsgláps. Lífið á Vísi heldur áfram að taka púlsinn á fjölbreyttum hópi fólks og spyrja það hvað það er að horfa á þessa dagana. Í dag var rætt við starfsstétt sem stendur jafnan vaktina fram eftir nóttu um helgar, barþjóna, og luma þeir á ýmsum hugmyndum. 18. febrúar 2024 12:31 Hámhorfið: Hvað eru leikkonur landsins að horfa á? Sunnudagar eru vinsælir sjónvarpsdagar á mörgum heimilum og einhverjir leyfa sér jafnvel að liggja við áhorf allan daginn undir teppi og slaka vel á til að hlaða batteríin fyrir komandi viku. Lífið á Vísi heldur áfram að taka púlsinn á fjölbreyttum hópi þekktra einstaklinga og fá ýmis ráð að góðu glápi. 11. febrúar 2024 12:31 Hámhorfið: Hvað eru grínistar landsins að horfa á? Gular viðvaranir, frost og snjókoma heiðra landsmenn og sófinn og sjónvarpsgláp eru að mati margra hinn prýðilegasti sunnudagskostur. Lífið á Vísi heldur áfram að heyra í fjölbreyttum hópi fólks með mikilvæga spurningu: Hvað ertu að horfa á þessa dagana? 4. febrúar 2024 12:30 Hámhorfið: Hvað eru stjórnmálakonur að horfa á? Sunnudagar eru að öllum líkindum vinsælustu dagarnir fyrir sjónvarpsgláp og huggulegheit. Smekkur fólks á afþreyingarefni er fjölbreyttur og geta nýjar og/eða áður óþekktar þáttaseríur oft komið skemmtilega á óvart. Lífið á Vísi heldur áfram að taka púlsinn á þekktum einstaklingum samfélagsins og heyra hvað þeir eru að horfa á þessa dagana. 28. janúar 2024 12:31 Hámhorfið: Hvað eru handboltastrákarnir að horfa á? Strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu hafa staðið í ströngu í Þýskalandi síðustu daga og hafa margir landsmenn fylgst vel með. Blaðamaður náði tali af nokkrum leikmönnum þegar þeir áttu stund milli stríða og fékk að forvitnast um hvort þeir væru að horfa á eitthvað skemmtilegt sjónvarpsefni á milli æfinga. 21. janúar 2024 13:00 Hámhorfið: Hvað eru rithöfundar og rapparar að horfa á? Fyrir mörgum eru sunnudagar fyrir sjónvarpsgláp og stundum eru góð ráð dýr þegar það kemur að því að vita hvaða efni er skemmtilegast. Lífið á Vísi heldur áfram að ræða við fólk úr fjölbreyttum áttum um hvað það er að horfa á þessa dagana og í dag eru álitsgjafarnir annað hvort rithöfundar eða rapparar. 14. janúar 2024 13:01 Hámhorfið: Þetta eru íslenskir áhrifavaldar að horfa á Í skammdegi, roki, veðurviðvörunum og öðru slíku er freistandi að enda daginn á að leggjast upp í sófa og kveikja á góðu sjónvarpsefni. Spurningin sem þvælist fyrir hvað flestum er þá: „Hvað eigum við að horfa á?“ og getur ákvörðunin verið furðu erfið. 9. janúar 2024 15:30 Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Fleiri fréttir „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Hámhorfið: Hvað er kvikmyndagerðafólkið að horfa á? Sjónvarpsglápið nær gjarnan hámarki á sunnudögum og eru einhverjir sem bíða í mikilli eftirvæntingu eftir heilaga hvíldardeginum til að geta loks lagst í sófann og hámhorft. Í dag tekur Lífið á Vísi púlsinn á sérfræðingum þegar það kemur að afþreyingarefni, kvikmyndagerðarfólki. 10. mars 2024 12:31
Hámhorfið: Hvað eru Æði strákarnir að horfa á? Marsmánuður er genginn í garð og stöðugt flæðir nýtt sjónvarpsefni inn á hinar ýmsu streymisveitur. Valkvíði þeirra sem elska að horfa á sjónvarp getur verið mikill í takt við offramboð af efni og þá eru góð ráð dýr. Lífið á Vísi heldur því áfram að taka púlsinn á fjölbreyttum hópi fólks um hvað það er að horfa á. Í dag eru það strákarnir úr raunveruleikaþáttunum Æði sem deila sínu uppáhalds sjónvarpsefni. 3. mars 2024 12:30
Hámhorfið: Hvað eru barþjónar að horfa á? Sunnudagar eru til sælu fyrir suma, til svefns fyrir aðra og svo mætti jafnvel segja sunnudagar eru til sjónvarpsgláps. Lífið á Vísi heldur áfram að taka púlsinn á fjölbreyttum hópi fólks og spyrja það hvað það er að horfa á þessa dagana. Í dag var rætt við starfsstétt sem stendur jafnan vaktina fram eftir nóttu um helgar, barþjóna, og luma þeir á ýmsum hugmyndum. 18. febrúar 2024 12:31
Hámhorfið: Hvað eru leikkonur landsins að horfa á? Sunnudagar eru vinsælir sjónvarpsdagar á mörgum heimilum og einhverjir leyfa sér jafnvel að liggja við áhorf allan daginn undir teppi og slaka vel á til að hlaða batteríin fyrir komandi viku. Lífið á Vísi heldur áfram að taka púlsinn á fjölbreyttum hópi þekktra einstaklinga og fá ýmis ráð að góðu glápi. 11. febrúar 2024 12:31
Hámhorfið: Hvað eru grínistar landsins að horfa á? Gular viðvaranir, frost og snjókoma heiðra landsmenn og sófinn og sjónvarpsgláp eru að mati margra hinn prýðilegasti sunnudagskostur. Lífið á Vísi heldur áfram að heyra í fjölbreyttum hópi fólks með mikilvæga spurningu: Hvað ertu að horfa á þessa dagana? 4. febrúar 2024 12:30
Hámhorfið: Hvað eru stjórnmálakonur að horfa á? Sunnudagar eru að öllum líkindum vinsælustu dagarnir fyrir sjónvarpsgláp og huggulegheit. Smekkur fólks á afþreyingarefni er fjölbreyttur og geta nýjar og/eða áður óþekktar þáttaseríur oft komið skemmtilega á óvart. Lífið á Vísi heldur áfram að taka púlsinn á þekktum einstaklingum samfélagsins og heyra hvað þeir eru að horfa á þessa dagana. 28. janúar 2024 12:31
Hámhorfið: Hvað eru handboltastrákarnir að horfa á? Strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu hafa staðið í ströngu í Þýskalandi síðustu daga og hafa margir landsmenn fylgst vel með. Blaðamaður náði tali af nokkrum leikmönnum þegar þeir áttu stund milli stríða og fékk að forvitnast um hvort þeir væru að horfa á eitthvað skemmtilegt sjónvarpsefni á milli æfinga. 21. janúar 2024 13:00
Hámhorfið: Hvað eru rithöfundar og rapparar að horfa á? Fyrir mörgum eru sunnudagar fyrir sjónvarpsgláp og stundum eru góð ráð dýr þegar það kemur að því að vita hvaða efni er skemmtilegast. Lífið á Vísi heldur áfram að ræða við fólk úr fjölbreyttum áttum um hvað það er að horfa á þessa dagana og í dag eru álitsgjafarnir annað hvort rithöfundar eða rapparar. 14. janúar 2024 13:01
Hámhorfið: Þetta eru íslenskir áhrifavaldar að horfa á Í skammdegi, roki, veðurviðvörunum og öðru slíku er freistandi að enda daginn á að leggjast upp í sófa og kveikja á góðu sjónvarpsefni. Spurningin sem þvælist fyrir hvað flestum er þá: „Hvað eigum við að horfa á?“ og getur ákvörðunin verið furðu erfið. 9. janúar 2024 15:30