Gæsahúð merki um gott vín Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 13. mars 2024 23:03 Jónas Árnason erfði vínáhuga föður síns, en einnig smekk hans. Hann getur því gengið að því vísu að nánast allt vín í vínkjallaranum góða sé honum að skapi. Vísir/Steingrímur Dúi Eitt glæsilegasta vínsafn landsins leynist í sérútbúnum vínkjallara í Kópavogi. Yfir þúsund flöskur eru í kjallaranum í dag en hafa oft verið fleiri, enda ekki keyptar til að vera til sýnis heldur til að njóta. Einbýlishús við Skjólbraut 18 í Vesturbæ Kópavogs var sett á sölu á dögunum. Það var í eigu hjónanna Árna Björns Jónassonar og Guðrúnar Ragnarsdóttur, sem nú eru bæði fallin frá. Árni var mikill vínáhugamaður og safnaði vínum í um þrjátíu ár. Safnið byrjaði smátt en vatt fljótlega upp á sig. Árni byrjaði á því að innrétta herbergi inni í húsinu undir safnið en þegar það hafði sprungið utan af sér dugði ekkert annað en að byggja tæplega sjötíu fermetra vínkjallara með bílskúr ofan á. „Þetta var auðvitað algjörlega sturluð hugmynd, en þetta vildi kallinn,“ segir Jónas Árnason, sonur hjónanna. „Hérna var hann alveg í essinu sínu, og sá aldrei eftir þessari framkvæmd.“ Geymdi tappana og jafnvel miðana Í dag eru í kringum þúsund flöskur í kjallaranum en þær hafa oft verið fleiri. Að sögn Jónasar var vínið enda ekki keypt til að vera til sýnis, heldur til að njóta. „Hér voru margar góðar veislur haldnar af foreldrum mínum. Þá var farið hingað niður og eitthvað gott vín valið til að hafa með.“ Hjónin Árni Björn Jónasson og Guðrún Ragnarsdóttir á góðri stundu.Aðsend Árni ferðaðist mikið og greip oftar en ekki með sér nokkrar flöskur heim af ferðalögum. Sú elsta í kjallaranum er frá árinu 1927 en Jónas segir aldurinn ekki endilega merki um gæði. „Ég var viðstaddur fyrir nokkrum árum þegar hann opnaði vín frá 1929, það var ekki frábært. Svo það er ekki eins og þeir segja að vín verði betra með aldrinum, það eru takmörk.“ Jónas segir ekkert samasem merki á milli þess að vín sé dýr og að þau séu góð. Sjálfur miðar hann við að ef hann fái gæsahúð, þá sé vínið gott. Vísir/Steingrímur Dúi Tapparnir voru geymdir, og í kjallaranum má finna stóra tunnu fulla af töppum og aðra ríflega hálfa. En tapparnir voru ekki það eina sem Árni hélt eftir, heldur hafði hann stundum fyrir því að leysa upp miðana á flöskunum og líma í úrklippubók. „Þar var skrifað niður hvar flaskan var drukkin, með hverjum og hvernig hún bragðaðist. Jafnvel hvaða matur var með og svona. Það var alveg haldin skrá yfir þetta.“ Gæsahúð merki um gott vín Húsið við Skjólbraut er nú selt en að sögn Jónasar hyggjast nýir eigendur ekki nýta vínkjallarann áfram heldur nota rýmið undir annarskonar tómstundir. Vínsafnið skiptist á milli systkinanna sem erfðu vínáhuga föður síns. En hvað er það sem einkennir gott vín að mati Jónasar? „Þumalputtareglan er að þegar ég helli í glasið og lykta af því og fæ gæsahúð á hendina, þá er það merki um gott vín.“ Árni var mikill vínáhugamaður og safnari. Hann hafði einnig óbilandi áhuga á veiðum. Aðsend Matur Áfengi og tóbak Kópavogur Hús og heimili Tengdar fréttir Stærðarinnar vínkjallari undir enn stærra húsi Á fasteignavefjum landsins kennir ýmissa grasa og oft má rekast á áhugaverðar eignir þar. Eina slíka er að finna í Kópavogi. Um er að ræða einbýlishús með 65 fermetra vínkjallara. Eignin hefur verið seld með fyrirvara. 11. mars 2024 20:50 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Sjá meira
Einbýlishús við Skjólbraut 18 í Vesturbæ Kópavogs var sett á sölu á dögunum. Það var í eigu hjónanna Árna Björns Jónassonar og Guðrúnar Ragnarsdóttur, sem nú eru bæði fallin frá. Árni var mikill vínáhugamaður og safnaði vínum í um þrjátíu ár. Safnið byrjaði smátt en vatt fljótlega upp á sig. Árni byrjaði á því að innrétta herbergi inni í húsinu undir safnið en þegar það hafði sprungið utan af sér dugði ekkert annað en að byggja tæplega sjötíu fermetra vínkjallara með bílskúr ofan á. „Þetta var auðvitað algjörlega sturluð hugmynd, en þetta vildi kallinn,“ segir Jónas Árnason, sonur hjónanna. „Hérna var hann alveg í essinu sínu, og sá aldrei eftir þessari framkvæmd.“ Geymdi tappana og jafnvel miðana Í dag eru í kringum þúsund flöskur í kjallaranum en þær hafa oft verið fleiri. Að sögn Jónasar var vínið enda ekki keypt til að vera til sýnis, heldur til að njóta. „Hér voru margar góðar veislur haldnar af foreldrum mínum. Þá var farið hingað niður og eitthvað gott vín valið til að hafa með.“ Hjónin Árni Björn Jónasson og Guðrún Ragnarsdóttir á góðri stundu.Aðsend Árni ferðaðist mikið og greip oftar en ekki með sér nokkrar flöskur heim af ferðalögum. Sú elsta í kjallaranum er frá árinu 1927 en Jónas segir aldurinn ekki endilega merki um gæði. „Ég var viðstaddur fyrir nokkrum árum þegar hann opnaði vín frá 1929, það var ekki frábært. Svo það er ekki eins og þeir segja að vín verði betra með aldrinum, það eru takmörk.“ Jónas segir ekkert samasem merki á milli þess að vín sé dýr og að þau séu góð. Sjálfur miðar hann við að ef hann fái gæsahúð, þá sé vínið gott. Vísir/Steingrímur Dúi Tapparnir voru geymdir, og í kjallaranum má finna stóra tunnu fulla af töppum og aðra ríflega hálfa. En tapparnir voru ekki það eina sem Árni hélt eftir, heldur hafði hann stundum fyrir því að leysa upp miðana á flöskunum og líma í úrklippubók. „Þar var skrifað niður hvar flaskan var drukkin, með hverjum og hvernig hún bragðaðist. Jafnvel hvaða matur var með og svona. Það var alveg haldin skrá yfir þetta.“ Gæsahúð merki um gott vín Húsið við Skjólbraut er nú selt en að sögn Jónasar hyggjast nýir eigendur ekki nýta vínkjallarann áfram heldur nota rýmið undir annarskonar tómstundir. Vínsafnið skiptist á milli systkinanna sem erfðu vínáhuga föður síns. En hvað er það sem einkennir gott vín að mati Jónasar? „Þumalputtareglan er að þegar ég helli í glasið og lykta af því og fæ gæsahúð á hendina, þá er það merki um gott vín.“ Árni var mikill vínáhugamaður og safnari. Hann hafði einnig óbilandi áhuga á veiðum. Aðsend
Matur Áfengi og tóbak Kópavogur Hús og heimili Tengdar fréttir Stærðarinnar vínkjallari undir enn stærra húsi Á fasteignavefjum landsins kennir ýmissa grasa og oft má rekast á áhugaverðar eignir þar. Eina slíka er að finna í Kópavogi. Um er að ræða einbýlishús með 65 fermetra vínkjallara. Eignin hefur verið seld með fyrirvara. 11. mars 2024 20:50 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Sjá meira
Stærðarinnar vínkjallari undir enn stærra húsi Á fasteignavefjum landsins kennir ýmissa grasa og oft má rekast á áhugaverðar eignir þar. Eina slíka er að finna í Kópavogi. Um er að ræða einbýlishús með 65 fermetra vínkjallara. Eignin hefur verið seld með fyrirvara. 11. mars 2024 20:50