Breiðablik áttu leik gegn ÍBV þar sem Blikar höfðu öruggan sigur. Liðin kepptu á Mirage og Overpass þar sem Breiðablik hafði sigur úr báðum leikjum, 2-0.
Ármann sópaði HiTech sömuleiðis 2-0. Fyrri leikurinn fór í framlengingu á Vertigo þar sem Ármann sigraði 16-13 en yfirburðirnir hjá þeim bláu var meiri í seinni leiknum á Anubis sem þeir sigruðu 13-2.
Leikur Young Prodigies og Vallea var þó ögn jafnari, en Young Prodigies rústuðu fyrsta leiknum, 13-1. Vallea beit fast til baka og sigraði leikina tvo sem eftir fylgdu örugglega og tóku sigur úr viðureigninni, lokatölur 1-2.
Vallea, Breiðablik og Ármann tryggðu sig því áfram í útsláttarkeppni mótsins. Þar bíða þeirra lið Þórs, NOCCO Dusty, FH, Sögu og Aurora. Uppsetningu útsláttarkeppninnar og komandi leiki má nálgast á síðu Frag.is