Árskort í World Class eða ólögmætt skrásetningargjald? Katla Ólafsdóttir skrifar 13. mars 2024 08:31 Þegar ég á erfitt með að einbeita mér við lærdóminn hugsa ég stundum til Gumma Emils og staðfestu hans. Gummi Emil heldur oft til í World Class í Vatnsmýrinni en ég er ekki svo lánsöm að eiga árskort og get því ekki varið tíma mínum þar. Á meðan hann kurrar í köldum potti og vekur víkinga er ég að læra við Háskóla Íslands, sem rukkar mig 75.000 krónur á ári í ólögmæt skrásetningargjöld, sem samsvarar rúmlega einu World Class árskorti í Vatnsmýrinni með stúdentaafslætti. Ef ég kæmist hjá því að borga þessi ólögmætu skrásetningargjöld gæti ég fjárfest í slíku árskorti og ég ætti rúmar 5.000 krónur eftir. Þó svo að ólögmæti skrásetningargjaldanna sé illskiljanlegt málefni skiptir máli að stúdentar skilji hvar vandinn liggur. Hér er því tilraun að útskýra í hverju brot skólans felst: Þegar stjórnvöld innheimta þjónustugjöld eru þau, eins og nafnið gefur til kynna, að rukka fyrir þjónustu. Þjónustugjöld geta t.d. verið fyrir bifreiðaskoðun, prentun á pappír eða aðra þjónustu sem ríkið veitir. Skólinn má ekki rukka gjald sem er hærra en kostnaðurinn við þjónustuna sem hann veitir. Gjaldið má ekki fara í rannsóknir eða kennslu. Einnig verður skólinn að reikna út raunkostnaðinn eða áætla hann með traustum hætti. Þessa útreikninga verða stjórnvöld síðan að birta opinberlega, þannig að hægt sé að sjá með skýrum hætti fyrir hvað er verið að greiða. Fyrirmyndardæmi um þetta er gjaldskrá Þjóðskrár Íslands, þar sem kemur skýrlega fram að tiltekin þjónusta kostar X krónur. Fyrst og fremst var það á þessu atriði sem HÍ fór út af sporinu. Kostnaðarliðir skrásetningargjaldsins eru allir lagðir saman í eitt, þannig að nemendur borga m.a. fyrir þjónustu sem þeir nota aldrei. Þessa gagnrýni má líka einfaldlega orða þannig að skrásetningargjöld HÍ eru falin skólagjöld sem eru lögð á nemendur eins og hver annar skattur. Allir nemendur borga gjaldið og það er notað til að greiða fyrir almennan rekstur skólans, skrásetning er bara lítill hluti af því. Þar að auki dregst hluti af tekjum skólans af skrásetningargjöldunum á hverju ári frá því fjármagni sem HÍ fær frá ríkinu á fjárlögum. Með öðrum orðum breytist fjármagnið sem HÍ fær ekki með skrásetningargjaldinu, en það lækkar útgjöld ríkisins. Stúdentar eru að borga úr sínum vösum til brúa bilið á milli fjármagnsins sem þennan opinbera háskóla vantar og þess sem hann fær frá stjórnvöldum. Það eru ekki skrásetningargjöld í neinum öðrum opinberum háskóla á Norðurlöndunum. Því hefur Röskva lengi talað um að skrásetningargjaldið verði endurskoðað með tilliti til lækkunar eða hreinlega afnáms. Við getum haft skiptar skoðanir á réttmæti þess að hafa skrásetningargjöld við opinbera háskóla, en nemendum verður að vera ljóst fyrir hvað þau eru að greiða. Ef ekki er áhugi fyrir slíku gagnsæi hjá háskólanum, hvers vegna sýna þau ekki þann heiðarleika að kalla gjöldin réttu nafni? Þetta eru bara skólagjöld! Höfundur er í 1. sæti á lista Röskvu á Félagsvísindasviði í komandi kosningum til Stúdentaráðs Háskóla Íslands sem fara fram á Uglunni 20. og 21. mars næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Háskólar Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Þegar ég á erfitt með að einbeita mér við lærdóminn hugsa ég stundum til Gumma Emils og staðfestu hans. Gummi Emil heldur oft til í World Class í Vatnsmýrinni en ég er ekki svo lánsöm að eiga árskort og get því ekki varið tíma mínum þar. Á meðan hann kurrar í köldum potti og vekur víkinga er ég að læra við Háskóla Íslands, sem rukkar mig 75.000 krónur á ári í ólögmæt skrásetningargjöld, sem samsvarar rúmlega einu World Class árskorti í Vatnsmýrinni með stúdentaafslætti. Ef ég kæmist hjá því að borga þessi ólögmætu skrásetningargjöld gæti ég fjárfest í slíku árskorti og ég ætti rúmar 5.000 krónur eftir. Þó svo að ólögmæti skrásetningargjaldanna sé illskiljanlegt málefni skiptir máli að stúdentar skilji hvar vandinn liggur. Hér er því tilraun að útskýra í hverju brot skólans felst: Þegar stjórnvöld innheimta þjónustugjöld eru þau, eins og nafnið gefur til kynna, að rukka fyrir þjónustu. Þjónustugjöld geta t.d. verið fyrir bifreiðaskoðun, prentun á pappír eða aðra þjónustu sem ríkið veitir. Skólinn má ekki rukka gjald sem er hærra en kostnaðurinn við þjónustuna sem hann veitir. Gjaldið má ekki fara í rannsóknir eða kennslu. Einnig verður skólinn að reikna út raunkostnaðinn eða áætla hann með traustum hætti. Þessa útreikninga verða stjórnvöld síðan að birta opinberlega, þannig að hægt sé að sjá með skýrum hætti fyrir hvað er verið að greiða. Fyrirmyndardæmi um þetta er gjaldskrá Þjóðskrár Íslands, þar sem kemur skýrlega fram að tiltekin þjónusta kostar X krónur. Fyrst og fremst var það á þessu atriði sem HÍ fór út af sporinu. Kostnaðarliðir skrásetningargjaldsins eru allir lagðir saman í eitt, þannig að nemendur borga m.a. fyrir þjónustu sem þeir nota aldrei. Þessa gagnrýni má líka einfaldlega orða þannig að skrásetningargjöld HÍ eru falin skólagjöld sem eru lögð á nemendur eins og hver annar skattur. Allir nemendur borga gjaldið og það er notað til að greiða fyrir almennan rekstur skólans, skrásetning er bara lítill hluti af því. Þar að auki dregst hluti af tekjum skólans af skrásetningargjöldunum á hverju ári frá því fjármagni sem HÍ fær frá ríkinu á fjárlögum. Með öðrum orðum breytist fjármagnið sem HÍ fær ekki með skrásetningargjaldinu, en það lækkar útgjöld ríkisins. Stúdentar eru að borga úr sínum vösum til brúa bilið á milli fjármagnsins sem þennan opinbera háskóla vantar og þess sem hann fær frá stjórnvöldum. Það eru ekki skrásetningargjöld í neinum öðrum opinberum háskóla á Norðurlöndunum. Því hefur Röskva lengi talað um að skrásetningargjaldið verði endurskoðað með tilliti til lækkunar eða hreinlega afnáms. Við getum haft skiptar skoðanir á réttmæti þess að hafa skrásetningargjöld við opinbera háskóla, en nemendum verður að vera ljóst fyrir hvað þau eru að greiða. Ef ekki er áhugi fyrir slíku gagnsæi hjá háskólanum, hvers vegna sýna þau ekki þann heiðarleika að kalla gjöldin réttu nafni? Þetta eru bara skólagjöld! Höfundur er í 1. sæti á lista Röskvu á Félagsvísindasviði í komandi kosningum til Stúdentaráðs Háskóla Íslands sem fara fram á Uglunni 20. og 21. mars næstkomandi.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun