Er ríkissaksóknari að grínast? Viðar Hjartarson skrifar 13. mars 2024 10:31 Fyrir fáeinum árum voru 5 ungmenni handtekin vegna mótmælasetu í anddyri dómsmálaráðuneytisins og í framhaldinu fylgdi kæra lögreglu og 5 samhljóða ákærur frá ákærusviði lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, gefnar út með nokkurra vikna millibili, þannig að hver og einn sakborningur þurfti að útvega sér verjanda með tilheyrandi kostnaði, sem ætla má að hafi alls numið nærri 3 milljónum króna, eða um 600 þúsund á mann. Í lögum um meðferð sakamála nr 88/2008 segir í 143.grein: „Ef fleiri menn en einn eru sóttir til saka fyrir þátttöku í sama verknaði SKAL það gert í einu máli, nema annað þyki hagkvæmara“ og 33.gr. sömu laga hljóðar svo; „Nú eru fleiri en einn maður hafður fyrir sökum í sama máli og er þá heimilt að skipa eða tilnefna sama mann verjanda beggja eða allra, ef telja má að hagsmunir þeirra rekist ekki á“ Ekki taldi ákæruvaldið sig þurfa að hlýta þessum ákvæðum laganna, heldur valdi aðra og mjög iþyngjandi leið fyrir sakborninga,eins og áður er getið. Öll eru ungmennin ólöglærð og var ekki kunnugt um ofannefndar lagagreinar fyrr en eftir uppkvaðningu dóma. Sendu þá erindi til ákærusviðs lögreglustjóra og óskuðu eftir rökstuðningi fyrir því að 143.greinin hefði verið virt að vettugi við útgáfu ákæra og hvernig hagkvæmni sjónarmiðið í sömu grein hafi samrýmst slíkum vinnubrögðum. Engin svör bárust í 25 mánuði, eða þar til umboðsmaður alþingis spurðist fyrir um málið og krafðist svara innan 14 daga. Það dugði! Í svarinu er beiðni um röksemdir hafnað með þeim orðum „að handhafar lögreglu-og ákæruvalds njóti, að lögum,verulegs sjálfstæðis til alls ákæruvalds í landinu…“ . M.ö.o , það kom sakborningum ekkert við hversvegna ákærandi olli þeim verulegu fjárhagstjóni, að ástæðulausu. Þáttur ríkissaksóknara: Eðlilega var ekki unað við þessa niðurstöðu og því leitað álits ríkissaksóknara á túlkun ákærusviðsins á 143.greininni,en hann hefur, lögum samkvæmt, eftirlit með framkvæmd ákæruvalds hjá öðrum ákærendum. Svar barst 14.febrúar s.l. og er það tilefni þessa pistils, en þar segir m.a.: „Ríkissaksóknari bendir á að í þeim málum sem um er fjallað í erindinu var ekki um það að ræða að sakborningar hefðu tekið þátt í sama verknaði, enda var sú háttsemi að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu um að yfirgefa anddyri dómsmálaráðuneytisins…. sbr. ákærulýsingar, sjálfstætt brot hvers og eins sakbornings…“. Túlkun ríkissaksóknara líkist fremur einhvers konar orðhengilshætti en alvöru lögskýringu. Auðvitað var þarna um einn sameiginlegan verknað að ræða, þ.e. sakborningarnir sátu saman á gólfinu , með „handleggi krækta saman“, eins og segir í dómsskjölum og óhlýðnuðust fyrirmælum lögreglu um að yfirgefa anddyri ráðuneytisins. Engar skemmdir unnar og enginn meiddur. Öll voru þau að mótmæla langvarandi aðgerðaleysi dómsmálaráðherra í einum ákveðnum málaflokki. Ákærurnar sem fylgdu í kjölfarið voru allar efnislega samhljóða (þ.e. brot á 19.gr. lögreglulaga), enda verknaðurinn sá sami í öllum tilvikum, framinn á sama stað á sama tíma og af sömu ástæðu, fellur því að umræddri 143.grein, eins og flís að rassi. Það var annars dapurlegt að horfa upp á, í réttarsal, afleiðingar „herkænsku“ ákærusviðsins um aðskilin réttarhöld, þar sem dómþingin fimm urðu eins og endurteknar leiksýningar : Ákæruvaldið og allir verjendur fluttu efnislega sömu ítarlegu ræðurnar, aftur og aftur, sömu vitnin kölluð úr vinnu ítrekað til að endurtaka (eðlilega) fyrri framburð, að ógleymdum dómurunum, sem hver og einn eyddi dýrmætum tíma í að rökstyðja úrskurði sína, sem allir reyndust svo af sama meiði, enda verknaðurinn einn og hinn sami, hvað sem líður áliti ríkissaksóknara. Er þetta kannski „hagkvæmnin“ sem kemur í veg fyrir beitingu 143.greinarinnar í málinu? Héraðsdómur hlýtur að hrósa happi yfir því að sakborningarnir voru „aðeins“ fimm, en ekki fimmtán! Að sjálfsögðu var vitað fyrirfram að hinir ákærðu yrðu dæmdir í málamynda sektargreiðslur (sem og varð), en margfaldur verjenda kostnaður kæmi hinsvegar illa við buddu þeirra, enda efnalitlir námsmenn. Víða um lönd beita valdhafar ýmiskonar bellibrögðum til að koma í veg fyrir allskonar andóf, sem er þeim ekki að skapi, en vonandi nær slíkur stjórnunarstíll ekki fótfestu hér á landi. Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir fáeinum árum voru 5 ungmenni handtekin vegna mótmælasetu í anddyri dómsmálaráðuneytisins og í framhaldinu fylgdi kæra lögreglu og 5 samhljóða ákærur frá ákærusviði lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, gefnar út með nokkurra vikna millibili, þannig að hver og einn sakborningur þurfti að útvega sér verjanda með tilheyrandi kostnaði, sem ætla má að hafi alls numið nærri 3 milljónum króna, eða um 600 þúsund á mann. Í lögum um meðferð sakamála nr 88/2008 segir í 143.grein: „Ef fleiri menn en einn eru sóttir til saka fyrir þátttöku í sama verknaði SKAL það gert í einu máli, nema annað þyki hagkvæmara“ og 33.gr. sömu laga hljóðar svo; „Nú eru fleiri en einn maður hafður fyrir sökum í sama máli og er þá heimilt að skipa eða tilnefna sama mann verjanda beggja eða allra, ef telja má að hagsmunir þeirra rekist ekki á“ Ekki taldi ákæruvaldið sig þurfa að hlýta þessum ákvæðum laganna, heldur valdi aðra og mjög iþyngjandi leið fyrir sakborninga,eins og áður er getið. Öll eru ungmennin ólöglærð og var ekki kunnugt um ofannefndar lagagreinar fyrr en eftir uppkvaðningu dóma. Sendu þá erindi til ákærusviðs lögreglustjóra og óskuðu eftir rökstuðningi fyrir því að 143.greinin hefði verið virt að vettugi við útgáfu ákæra og hvernig hagkvæmni sjónarmiðið í sömu grein hafi samrýmst slíkum vinnubrögðum. Engin svör bárust í 25 mánuði, eða þar til umboðsmaður alþingis spurðist fyrir um málið og krafðist svara innan 14 daga. Það dugði! Í svarinu er beiðni um röksemdir hafnað með þeim orðum „að handhafar lögreglu-og ákæruvalds njóti, að lögum,verulegs sjálfstæðis til alls ákæruvalds í landinu…“ . M.ö.o , það kom sakborningum ekkert við hversvegna ákærandi olli þeim verulegu fjárhagstjóni, að ástæðulausu. Þáttur ríkissaksóknara: Eðlilega var ekki unað við þessa niðurstöðu og því leitað álits ríkissaksóknara á túlkun ákærusviðsins á 143.greininni,en hann hefur, lögum samkvæmt, eftirlit með framkvæmd ákæruvalds hjá öðrum ákærendum. Svar barst 14.febrúar s.l. og er það tilefni þessa pistils, en þar segir m.a.: „Ríkissaksóknari bendir á að í þeim málum sem um er fjallað í erindinu var ekki um það að ræða að sakborningar hefðu tekið þátt í sama verknaði, enda var sú háttsemi að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu um að yfirgefa anddyri dómsmálaráðuneytisins…. sbr. ákærulýsingar, sjálfstætt brot hvers og eins sakbornings…“. Túlkun ríkissaksóknara líkist fremur einhvers konar orðhengilshætti en alvöru lögskýringu. Auðvitað var þarna um einn sameiginlegan verknað að ræða, þ.e. sakborningarnir sátu saman á gólfinu , með „handleggi krækta saman“, eins og segir í dómsskjölum og óhlýðnuðust fyrirmælum lögreglu um að yfirgefa anddyri ráðuneytisins. Engar skemmdir unnar og enginn meiddur. Öll voru þau að mótmæla langvarandi aðgerðaleysi dómsmálaráðherra í einum ákveðnum málaflokki. Ákærurnar sem fylgdu í kjölfarið voru allar efnislega samhljóða (þ.e. brot á 19.gr. lögreglulaga), enda verknaðurinn sá sami í öllum tilvikum, framinn á sama stað á sama tíma og af sömu ástæðu, fellur því að umræddri 143.grein, eins og flís að rassi. Það var annars dapurlegt að horfa upp á, í réttarsal, afleiðingar „herkænsku“ ákærusviðsins um aðskilin réttarhöld, þar sem dómþingin fimm urðu eins og endurteknar leiksýningar : Ákæruvaldið og allir verjendur fluttu efnislega sömu ítarlegu ræðurnar, aftur og aftur, sömu vitnin kölluð úr vinnu ítrekað til að endurtaka (eðlilega) fyrri framburð, að ógleymdum dómurunum, sem hver og einn eyddi dýrmætum tíma í að rökstyðja úrskurði sína, sem allir reyndust svo af sama meiði, enda verknaðurinn einn og hinn sami, hvað sem líður áliti ríkissaksóknara. Er þetta kannski „hagkvæmnin“ sem kemur í veg fyrir beitingu 143.greinarinnar í málinu? Héraðsdómur hlýtur að hrósa happi yfir því að sakborningarnir voru „aðeins“ fimm, en ekki fimmtán! Að sjálfsögðu var vitað fyrirfram að hinir ákærðu yrðu dæmdir í málamynda sektargreiðslur (sem og varð), en margfaldur verjenda kostnaður kæmi hinsvegar illa við buddu þeirra, enda efnalitlir námsmenn. Víða um lönd beita valdhafar ýmiskonar bellibrögðum til að koma í veg fyrir allskonar andóf, sem er þeim ekki að skapi, en vonandi nær slíkur stjórnunarstíll ekki fótfestu hér á landi. Höfundur er læknir.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar