Fjárfestum í öflugum rannsóknarinnviðum Margrét Helga Ögmundsdóttir skrifar 13. mars 2024 11:31 Mikilvægi vísindastarfs hefur orðið ljóst í áskorunum síðustu ára, þar sem helst má nefna eldsumbrot á Reykjanesskaga og veirufaraldur. Við höfum orðið vitni að viðbrögðum sem hafa skipt sköpum og byggja á vísindalegri nálgun. Þessi skjótu viðbrögð eru vegna þess öfluga vísindastarfs sem stundað er við háskóla og rannsóknastofnanir á Íslandi og í góðu samstarfi við fyrirtæki í landinu. Öflugar rannsóknir eru forsenda þess að við verðum viðbúin næstu áskorunum og getum komið í veg fyrir einhverjar. Rannsóknir á Íslandi eru fjölbreyttar og margar á heimsmælikvarða hvað varðar áhrif og gæði. Rannsóknirnar eiga það sameiginlegt að skilja betur virkni lífs og hluta, umhverfis okkar og samfélags, til þess að geta haft áhrif til góðs. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að fjárfesting í vísindastarfi skilar sér í óbeinum verðmætum sem geta komið í ljós árum og jafnvel áratugum síðar. Vísindastarfið þarf að vera í samfellu og af miklum gæðum til þess að hafa raunveruleg áhrif. Rannsóknarinnviðir eru undirstaða þess að hægt sé að stunda rannsóknir. Slíkir innviðir geta verið tæki eins og smásjár og mælitæki en einnig rafrænir innviðir þar sem gögn eru tekin saman á þann hátt að hægt sé að varpa á þau rannsóknarspurningum. Mikið hefur unnist hér á landi undanfarna áratugi við að byggja upp góða rannsóknarinnviði, og ber einkum að þakka þrotlausu hugsjónastarfi frumkvöðla innan háskóla og rannsóknastofnana. Sem dæmi má nefna þá frumkvöðla sem stóðu að stofnun Krabbameinsskrár sem hefur að geyma upplýsingar um öll greind krabbamein á Íslandi frá 1955. Skráin hefur gegnt mikilvægu hlutverki í því að Ísland hefur verið leiðandi á heimsvísu þegar kemur að krabbameinsrannsóknum. Innviðasjóður styrkir uppbyggingu stærri rannsóknarinnviða hér á landi. Slíkir sjóðir eru grundvöllur rannsókna og vísindastarfs í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Í Evrópulöndum eru margir rannsóknarinnviðir í hverju landi tengdir í gegnum samstarfsverkefni til þess að tryggja heildstæða uppbyggingu sem nýtist sem flestum á landsvísu. Slík verkefni hafa verið kölluð vegvísaverkefni (e. Research Infrastructure Roadmaps). Vegvísaverkefni ólíkra landa tengjast jafnframt í samevrópsk verkefni. Komið hefur berlega í ljós að uppbygging rannsóknarinnviða er sterkust með góðri samvinnu. Hér á landi var gerður fyrsti vegvísir um rannsóknarinnviði fyrir þremur árum, með það að markmiði að efla samstarf vísindafólks, auka aðgengi að rannsóknarinnviðum og auka þannig gæði og áhrif þeirra rannsókna sem stundaðar eru á Íslandi. Til þess að halda þessari vegferð áfram var ánægjulegt að sjá að Innviðasjóður hefur nú auglýst að uppfæra skuli vegvísinn og óskar eftir hugmyndum um nýja rannsóknarinnviði og samstarfsverkefni. Það er lykilatriði að við endurskoðum sífellt áherslur, metum árangur og bætum þau verkefni sem við vinnum að. En uppbyggingu þurfa að fylgja fjármunir. Það er því von mín að um mistök sé að ræða þegar í fjármálaáætlun er gert ráð fyrir verulegum niðurskurði í Innviðasjóð úr þeim rúmu 500 milljónum sem varið hefur verið í hann árlega undanfarin ár. Uppbygging viðamikilla rannsóknarinnviða í gegnum Innviðasjóð byggir á gegnsæi og traustu gæðamati. Þetta er lykilatriði til þess að við endurmetum sífellt hvar best er að áherslur liggi og hverju rannsóknir skila. Þróun samstarfsverkefna í gegnum Innviðasjóð tryggir auk þess samstarf allra háskóla, stofnana og fyrirtækja í landinu. Þetta hefur strax skilað auknum árangri. Til þess að geta brugðist skjótt við þurfum við að hafa trausta og samhæfða rannsóknarinnviði. Ekki er síður mikilvægt að hafa slíka rannsóknarinnviði til þess að búa okkur undir óvænta atburði. Verum ekki bara viðbúin þegar áföllin dynja á heldur komum líka í veg fyrir þau sem hægt er að koma í veg fyrir. Til þess þurfum við sem samfélag að fjárfesta í rannsóknarinnviðum og vísindum. Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Vísindi Skóla - og menntamál Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mikilvægi vísindastarfs hefur orðið ljóst í áskorunum síðustu ára, þar sem helst má nefna eldsumbrot á Reykjanesskaga og veirufaraldur. Við höfum orðið vitni að viðbrögðum sem hafa skipt sköpum og byggja á vísindalegri nálgun. Þessi skjótu viðbrögð eru vegna þess öfluga vísindastarfs sem stundað er við háskóla og rannsóknastofnanir á Íslandi og í góðu samstarfi við fyrirtæki í landinu. Öflugar rannsóknir eru forsenda þess að við verðum viðbúin næstu áskorunum og getum komið í veg fyrir einhverjar. Rannsóknir á Íslandi eru fjölbreyttar og margar á heimsmælikvarða hvað varðar áhrif og gæði. Rannsóknirnar eiga það sameiginlegt að skilja betur virkni lífs og hluta, umhverfis okkar og samfélags, til þess að geta haft áhrif til góðs. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að fjárfesting í vísindastarfi skilar sér í óbeinum verðmætum sem geta komið í ljós árum og jafnvel áratugum síðar. Vísindastarfið þarf að vera í samfellu og af miklum gæðum til þess að hafa raunveruleg áhrif. Rannsóknarinnviðir eru undirstaða þess að hægt sé að stunda rannsóknir. Slíkir innviðir geta verið tæki eins og smásjár og mælitæki en einnig rafrænir innviðir þar sem gögn eru tekin saman á þann hátt að hægt sé að varpa á þau rannsóknarspurningum. Mikið hefur unnist hér á landi undanfarna áratugi við að byggja upp góða rannsóknarinnviði, og ber einkum að þakka þrotlausu hugsjónastarfi frumkvöðla innan háskóla og rannsóknastofnana. Sem dæmi má nefna þá frumkvöðla sem stóðu að stofnun Krabbameinsskrár sem hefur að geyma upplýsingar um öll greind krabbamein á Íslandi frá 1955. Skráin hefur gegnt mikilvægu hlutverki í því að Ísland hefur verið leiðandi á heimsvísu þegar kemur að krabbameinsrannsóknum. Innviðasjóður styrkir uppbyggingu stærri rannsóknarinnviða hér á landi. Slíkir sjóðir eru grundvöllur rannsókna og vísindastarfs í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Í Evrópulöndum eru margir rannsóknarinnviðir í hverju landi tengdir í gegnum samstarfsverkefni til þess að tryggja heildstæða uppbyggingu sem nýtist sem flestum á landsvísu. Slík verkefni hafa verið kölluð vegvísaverkefni (e. Research Infrastructure Roadmaps). Vegvísaverkefni ólíkra landa tengjast jafnframt í samevrópsk verkefni. Komið hefur berlega í ljós að uppbygging rannsóknarinnviða er sterkust með góðri samvinnu. Hér á landi var gerður fyrsti vegvísir um rannsóknarinnviði fyrir þremur árum, með það að markmiði að efla samstarf vísindafólks, auka aðgengi að rannsóknarinnviðum og auka þannig gæði og áhrif þeirra rannsókna sem stundaðar eru á Íslandi. Til þess að halda þessari vegferð áfram var ánægjulegt að sjá að Innviðasjóður hefur nú auglýst að uppfæra skuli vegvísinn og óskar eftir hugmyndum um nýja rannsóknarinnviði og samstarfsverkefni. Það er lykilatriði að við endurskoðum sífellt áherslur, metum árangur og bætum þau verkefni sem við vinnum að. En uppbyggingu þurfa að fylgja fjármunir. Það er því von mín að um mistök sé að ræða þegar í fjármálaáætlun er gert ráð fyrir verulegum niðurskurði í Innviðasjóð úr þeim rúmu 500 milljónum sem varið hefur verið í hann árlega undanfarin ár. Uppbygging viðamikilla rannsóknarinnviða í gegnum Innviðasjóð byggir á gegnsæi og traustu gæðamati. Þetta er lykilatriði til þess að við endurmetum sífellt hvar best er að áherslur liggi og hverju rannsóknir skila. Þróun samstarfsverkefna í gegnum Innviðasjóð tryggir auk þess samstarf allra háskóla, stofnana og fyrirtækja í landinu. Þetta hefur strax skilað auknum árangri. Til þess að geta brugðist skjótt við þurfum við að hafa trausta og samhæfða rannsóknarinnviði. Ekki er síður mikilvægt að hafa slíka rannsóknarinnviði til þess að búa okkur undir óvænta atburði. Verum ekki bara viðbúin þegar áföllin dynja á heldur komum líka í veg fyrir þau sem hægt er að koma í veg fyrir. Til þess þurfum við sem samfélag að fjárfesta í rannsóknarinnviðum og vísindum. Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun