Í fréttatilkynningu frá Fagfélögunum, sem samanstanda af Byggiðn, MATVÍS, RSÍ og VM, segir að barátta starfsfólks á Keflavíkurflugvelli sé sjálfsögð. Hún snúist um réttlátan vinnutíma í takt við það sem almennt gerist á markaði.
Viðbrögð SA séu í engu samræmi við stöðu deilunnar og hvorki til þess fallin að skapa stöðugleika á vinnumarkaði né gefa gott fordæmi til framtíðar.
Fagfélögin styðji VR í kjarabaráttu þeirra og skora á SA að sýna meiri metnað við samningaborðið og vilja til að semja við umræddan hóp.