Innlent

Enn fundað í Karp­húsinu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari lagði innanhússtillögu fyrir samninganefndir Samtaka atvinnulífsins og verslunarmanna vegna deilu þeirra um kjör starfsmanna Icelandair á Keflavíkurflugvelli.
Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari lagði innanhússtillögu fyrir samninganefndir Samtaka atvinnulífsins og verslunarmanna vegna deilu þeirra um kjör starfsmanna Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm

Enn funda samninganefndir Samtaka atvinnulífsins og verslunarmanna í Karphúsinu. Nefndirnar ræða nú innanhústillögu sem ríkissáttsemjari lagði fyrir þær fyrr í dag eftir margra daga málamiðlun.

Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari lagði fram svokallaða innanhússtillögu til lausnar deilu VR og Samtaka atvinnulífsins um kjör félagsfólks VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Ástráður hafði gefið deiluaðilum frest til klukkan átta í kvöld til að taka afstöðu til tillögunnar. 

Deilan um kjör um 150 starfsmanna Icelandair á Keflavíkurflugvelli hefur verið erfiðasti hjallinn í viðræðum VR og SA um nýjan kjarasamning til næstu fjögurra ára. Undanfarna daga hefur ríkissáttasemjari lagt sig allan fram við að miðla málum og borið hugmyndir milli samningsaðila. 

Samningsnefndirnar komu aftur til fundar í Karphúsinu klukkan rúmlega átta eftir að VR hafði gert sér ferð á Keflavíkurflugvöll til að leggja tillöguna fyrir félagsmenn VR sem málið varðar. Nefndirnar hafa fundað um tillöguna síðan þá og sitja enn. Líklegt má telja að fundir muni dragast inn í nóttina.


Tengdar fréttir

Ríkissáttasemjari hefur lagt fram innanhússtillögu

Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari hefur lagt fram svo kallaða innanhússtillögu til lausnar deilu VR og Samtaka atvinnulífsins um kjör félagsfólks VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Deiluaðilar hafa frest fram til klukkan átta í kvöld til að taka afstöðu til tillögunnar.

Fagfélögin fordæma verkbann

Fagfélögin fordæma ákvörðun stjórnar Samtaka atvinnulífsins að boða vinnubann gagnvart félaga VR vegna kjaradeilu samtakanna við framlínufólk hjá Icelandair.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×