Erlent

Gefst upp á því að verða for­sætis­ráð­herra

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Búist er við því að það takist að mynda ríkisstjórn á næstu dögum.
Búist er við því að það takist að mynda ríkisstjórn á næstu dögum. AP/Peter Dejong

Geert Wilders, leiðtogi hins hollenska Frelsisflokks segist ekki munu verða næsti forsætisráðherra landsins vegna þess að mögulegir ríkisstjórnarflokkar styðja hann ekki.

„Ég get aðeins orðið forsætisráðherra ef allir flokkar stjórnarsamstarfið styðja það. Svo er ekki,“ skrifar hann í færslu á samfélagsmiðilinn X fyrr í kvöld.

„Ást mín á landi mínu og kjósendum er stærri og mikilvægari en eigið embætti,“ bætir hann við.

Frelsisflokkurinn sem hefur verið kallaður öfgafullur og popúlískur vann stórsigur í þingkosningum síðastliðinn nóvember, langt umfram allar spár. Síðan niðurstöður kosninganna lágu ljósar fyrir hefur Geert reynt að mynda ríkisstjórn.

Það hefur gengið brösuglega sökum ýmissa öfgafulla stefnumála Frelsisflokksins sem aðrir hægriflokkar styðja ekki svo sem bann á rekstur moska og kóraninn. Ásamt því að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu varðandi mögulega útgöngu Hollands úr Evrópusambandinu.

Frelsisflokkurinn hefur verið í viðræðum við Flokk fólks fyrir frelsi og lýðræði, Borgarahreyfingu Bænda og Nýjan samfélagssáttmála sem eru hægrisinnaðir flokkar á hollenska þinginu.

Hollenski ríkismiðillinn NOS hafði áður greint frá því að það væri til skoðunar að mynda utanþingsríkisstjórn án flokksformanna sem myndu þó halda sæti sínu á þingi. Ríkisstjórn gæti þá verið mynduð þar sem stjórnmálamenn og sérfræðingar sem eru ekki hluti af stjórnmálaflokki sætu í háum embættum.


Tengdar fréttir

Engin draumabyrjun á þreifingum Wilders

Hægrimaðurinn Geert Wilders, sigurvegari nýafstaðinna hollenskra þingkosninga, viðurkennir að stjórnarmyndunarviðræður hafi ekki hafist á neinni „draumabyrjun“.

Útgönguspár: Geert Wilders sigurvegari í Hollandi

Frelsisflokkur Geert Wilders er með flest þingsæti eftir þingkosningar í Hollandi í dag miðað við útgönguspár. Flokkurinn er lengst til hægri á pólitísku litrófi hollenskra stjórnmálaflokka og hefur Geert löngum barist gegn „íslamsvæðingu“ landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×