Hver sér um okkur á meðan við sjáum um ykkur? Kristrún Vala Ólafsdóttir skrifar 14. mars 2024 09:30 Klukkan er 7:10 á fimmtudagsmorgni. Það er mars, ég er langt komin með verknámið og önnin er alveg að klárast. Það eru bara nokkrar vikur eftir. Vekjaraklukkan hringir og ég þarf að rífa mig á fætur, sem væri allt í lagi, en ég veit að manneklan er svo mikil á spítalanum að við nemarnir erum settir á sjúklinga sem við eigum svo að bera ábyrgð á. Það má reyndar ekki – en hey, það er bara svo næs að láta okkur sjá um þetta fyrst við erum mætt á annað borð. Það er fátt betra en frír starfskraftur, nema kannski fyrir fría starfskraftinn sjálfan. Á meðan spítalinn sparar, lærum við minna og keyrum okkur út. Málið er að háskólanám er full vinna. Svo mikið er víst. Raunin er þó sú að vinnan verður oft meiri en það sem samsvarar „fullri vinnu“. Sá tími sem ekki fer í fyrirlestra á að fara í lestur, klínískt nám eða verkefnavinnu. Það er gott og blessað þegar góður stuðningur við námsmenn er til staðar, til dæmis í formi námslánakerfis sem styður raunverulega við stúdenta. Svo er þó ekki raunin hér á Íslandi, því miður. Námslánakerfið hefur meira að segja reynst svo stuðningslítið að í kringum 70% stúdenta vinna samhliða námi. Þá er hlutastarf komið ofan á fulla starfið sem stúdentar eru nú þegar að vinna í náminu sjálfu. Það er margt sem gæti útskýrt hvers vegna svo fá nýta þetta kerfi; lánin duga tæplega fyrir leigu og mat, hvað þá ef stúdentar hafa dirfst til að halda uppi markaðinum með afleysingum yfir sumartímann og fá því skert námslán vegna lágs frítekjumarks. Það er blóðugt. Í mörgum námsgreinum á Heilbrigðisvísindasviði er þetta aukna álag ólaunað þrátt fyrir að vera bráðnauðsynlegt fyrir heilbrigðisstofnanir. En við erum að keyra okkur út. Á meðan við fáum ekki launað verknám þurfum við flest öll að vinna líka sem skilar sér í rúmlega 16 tíma vinnudögum á spítalanum, þreytu, vanlíðan og streitu og í ofanálag er námið sjálft sem við þurfum að sinna. Sem á endanum skilar sér í kulnun og heilbrigðiskerfið missir hvern starfskraftinn á eftir öðrum sem skilar sér í enn meiri manneklu sem leiðir af sér enn meira álag og koll af kolli. Við erum föst í vítahring. Það er vel hægt að laga þetta ástand en það þarf vinnu og fjármagn til. Við erum í lykilstöðu til þess að hlúa betur að nemum í heilbrigðisgreinum, en allt of mörg dæmi eru um það að nýútskrifað fólk komi í kulnun út á vinnumarkaðinn. Of há prósenta hjúkrunarfræðinga hætta að vinna við hjúkrun fimm árum eftir útskrift. Það er staðreynd að nemar í heilbrigðisgeiranum halda heilbrigðiskerfinu uppi. Við getum ekki borið alla þá ábyrgð sem á okkur er lögð, ekki ólaunað. Röskva krefst þess fyrir stúdenta í heilbrigðisgreinum og sjúklinga að gerðar verði markvissar breytingar á núverandi fyrirkomulagi. Heilbrigðiskerfið er undir og það varðar okkur öll. Höfundur er í 1. sæti á lista Röskvu á Heilbrigðisvísindasviði í komandi kosningum til Stúdentaráðs Háskóla Íslands sem fara fram á Uglunni 20. og 21. mars næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Klukkan er 7:10 á fimmtudagsmorgni. Það er mars, ég er langt komin með verknámið og önnin er alveg að klárast. Það eru bara nokkrar vikur eftir. Vekjaraklukkan hringir og ég þarf að rífa mig á fætur, sem væri allt í lagi, en ég veit að manneklan er svo mikil á spítalanum að við nemarnir erum settir á sjúklinga sem við eigum svo að bera ábyrgð á. Það má reyndar ekki – en hey, það er bara svo næs að láta okkur sjá um þetta fyrst við erum mætt á annað borð. Það er fátt betra en frír starfskraftur, nema kannski fyrir fría starfskraftinn sjálfan. Á meðan spítalinn sparar, lærum við minna og keyrum okkur út. Málið er að háskólanám er full vinna. Svo mikið er víst. Raunin er þó sú að vinnan verður oft meiri en það sem samsvarar „fullri vinnu“. Sá tími sem ekki fer í fyrirlestra á að fara í lestur, klínískt nám eða verkefnavinnu. Það er gott og blessað þegar góður stuðningur við námsmenn er til staðar, til dæmis í formi námslánakerfis sem styður raunverulega við stúdenta. Svo er þó ekki raunin hér á Íslandi, því miður. Námslánakerfið hefur meira að segja reynst svo stuðningslítið að í kringum 70% stúdenta vinna samhliða námi. Þá er hlutastarf komið ofan á fulla starfið sem stúdentar eru nú þegar að vinna í náminu sjálfu. Það er margt sem gæti útskýrt hvers vegna svo fá nýta þetta kerfi; lánin duga tæplega fyrir leigu og mat, hvað þá ef stúdentar hafa dirfst til að halda uppi markaðinum með afleysingum yfir sumartímann og fá því skert námslán vegna lágs frítekjumarks. Það er blóðugt. Í mörgum námsgreinum á Heilbrigðisvísindasviði er þetta aukna álag ólaunað þrátt fyrir að vera bráðnauðsynlegt fyrir heilbrigðisstofnanir. En við erum að keyra okkur út. Á meðan við fáum ekki launað verknám þurfum við flest öll að vinna líka sem skilar sér í rúmlega 16 tíma vinnudögum á spítalanum, þreytu, vanlíðan og streitu og í ofanálag er námið sjálft sem við þurfum að sinna. Sem á endanum skilar sér í kulnun og heilbrigðiskerfið missir hvern starfskraftinn á eftir öðrum sem skilar sér í enn meiri manneklu sem leiðir af sér enn meira álag og koll af kolli. Við erum föst í vítahring. Það er vel hægt að laga þetta ástand en það þarf vinnu og fjármagn til. Við erum í lykilstöðu til þess að hlúa betur að nemum í heilbrigðisgreinum, en allt of mörg dæmi eru um það að nýútskrifað fólk komi í kulnun út á vinnumarkaðinn. Of há prósenta hjúkrunarfræðinga hætta að vinna við hjúkrun fimm árum eftir útskrift. Það er staðreynd að nemar í heilbrigðisgeiranum halda heilbrigðiskerfinu uppi. Við getum ekki borið alla þá ábyrgð sem á okkur er lögð, ekki ólaunað. Röskva krefst þess fyrir stúdenta í heilbrigðisgreinum og sjúklinga að gerðar verði markvissar breytingar á núverandi fyrirkomulagi. Heilbrigðiskerfið er undir og það varðar okkur öll. Höfundur er í 1. sæti á lista Röskvu á Heilbrigðisvísindasviði í komandi kosningum til Stúdentaráðs Háskóla Íslands sem fara fram á Uglunni 20. og 21. mars næstkomandi.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun