Savic, sem er varnarmaður Atlético Madrid, var í baráttu við Marcus Thuram, sóknarmann Inter, þegar Thuram kleip hann allt í einu á viðkvæmasta stað.
Eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan var Savic ekki skemmt en dómarar leiksins virtust ekki sjá atvikið og Thuram hlaut enga refsingu.
Atvikið átti sér stað í framlengingu, í afar spennandi einvígi liðanna sem lauk ekki fyrr en í vítaspyrnukeppni. Þar vann Atlético og komst áfram í 8-liða úrslit.
Eftir að hafa fagnað sigri vildi Savic ekki gera of mikið úr málinu þegar hann ræddi við fjölmiðla.
„Mér fannst þetta skrýtið því ég er ekki vanur þessu! En þetta er allt í lagi. Svona lagað getur gerst í leikjum. Þetta er í lagi. Við hlógum að þessu eftir á og ég veit ekki… þetta er furðulegt en þetta skiptir ekki svo miklu máli,“ sagði Savic.