Óboðinn gestur færir sig upp á skaftið á Nesinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. mars 2024 12:03 Minkurinn virðist horfa í kringum sig eins og versti þjófur. Mögulega er markmiðið að komast í hænsnabú á meðan vinnandi fólk er að heiman. Myndin er tekin við Bakkavör. Sólveig Þórhallsdóttir Íbúar á Seltjarnarnesinu hafa um árabil haft áhyggjur af mink enda kríuvarpið á Gróttu eitt einkennistákn bæjarins. Það vakti því athygli þegar sást til minks skokkandi á milli húsa í bænum í morgun. „Hann fer í fuglana, fer í varpið. Hann eyðilagði það í fyrravor og aðeins örfáar kríur sem náðu flugi. Það er ferlegt að fá hann á Nesið.“ Þetta segir Sólveig Þórhallsdóttir, hjúkrunarfræðingur og íbúi á Nesinu, í samtali við Vísi. Hún var á göngu í morgun og varð vör við hreyfingu. Ekki var það köttur og því síður lítill hvolpur, þó mikið sé af á Nesinu. Minkur var á ferð og fylgdi Sólveig honum eftir vopnuð myndavél. Hún útskýrir fyrir blaðamanni að minnkurinn virðist lifa góðu lífi í fjörunni úti á Nesi þó hann sjáist sjaldan í grennd við einbýlishúsin. Mögulega sé fátt um fína drætti í fjörunni hvað snertir næringu og því sé hann farinn að taka meiri áhættu. Meðvitaður eða ekki um óvinsældir sínar á Nesinu. Minkurinn gjöreyðilagði kríuvarpið á Nesinu 2022 svo ekkert varð úr. Varpið hafði litið vel út framan af vori en úr varð lítið sem ekkert. Minknum var kennt um og skyttu nokkuri gefið skotleyfi frá Umhverfisstofnun til að fækka í minkahópnum. Úr varð að varpið í fyrra var aftur blómlegt. Óðum styttist í komu kríunnar til landsins. Hún lætur yfirleitt sjá sig öðru hvoru megin við mánaðamótin apríl maí. Fjölmargir landsmenn blóta kríunni, þessum hvíta og svarta fugli sem gaggar í hausa ef hún telur sér og sínum ógnað. Krían er hins vegar elskuð á Nesinu. „Krían er yndislegt. Hún tilheyrir Nesinu. Við viljum hafa hana og að hún fái að vera í friði,“ segir Sólveig. Hún segist vona að íbúar sem haldi hænur séu á varðbergi nú þegar minkurinn sé farinn að nánast banka upp á. Dýr Fuglar Seltjarnarnes Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
„Hann fer í fuglana, fer í varpið. Hann eyðilagði það í fyrravor og aðeins örfáar kríur sem náðu flugi. Það er ferlegt að fá hann á Nesið.“ Þetta segir Sólveig Þórhallsdóttir, hjúkrunarfræðingur og íbúi á Nesinu, í samtali við Vísi. Hún var á göngu í morgun og varð vör við hreyfingu. Ekki var það köttur og því síður lítill hvolpur, þó mikið sé af á Nesinu. Minkur var á ferð og fylgdi Sólveig honum eftir vopnuð myndavél. Hún útskýrir fyrir blaðamanni að minnkurinn virðist lifa góðu lífi í fjörunni úti á Nesi þó hann sjáist sjaldan í grennd við einbýlishúsin. Mögulega sé fátt um fína drætti í fjörunni hvað snertir næringu og því sé hann farinn að taka meiri áhættu. Meðvitaður eða ekki um óvinsældir sínar á Nesinu. Minkurinn gjöreyðilagði kríuvarpið á Nesinu 2022 svo ekkert varð úr. Varpið hafði litið vel út framan af vori en úr varð lítið sem ekkert. Minknum var kennt um og skyttu nokkuri gefið skotleyfi frá Umhverfisstofnun til að fækka í minkahópnum. Úr varð að varpið í fyrra var aftur blómlegt. Óðum styttist í komu kríunnar til landsins. Hún lætur yfirleitt sjá sig öðru hvoru megin við mánaðamótin apríl maí. Fjölmargir landsmenn blóta kríunni, þessum hvíta og svarta fugli sem gaggar í hausa ef hún telur sér og sínum ógnað. Krían er hins vegar elskuð á Nesinu. „Krían er yndislegt. Hún tilheyrir Nesinu. Við viljum hafa hana og að hún fái að vera í friði,“ segir Sólveig. Hún segist vona að íbúar sem haldi hænur séu á varðbergi nú þegar minkurinn sé farinn að nánast banka upp á.
Dýr Fuglar Seltjarnarnes Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent