Ástþór eyðir milljónum en næsti frambjóðandi þúsundköllum: „Það væsir ekkert um mig fjárhagslega“ Jón Þór Stefánsson skrifar 18. mars 2024 08:01 Ástþór Magnússon segir myndband sem hann birti á Facbook af teiknimyndafígúru vera háðslega ádeilu. Ástþór Magnússon hefur 28 ára reynslu af því að bjóða sig fram til forseta og hann er hvergi nærri hættur. Hann er byrjaður snemma að auglýsa framboð sitt að þessu sinni og notar samfélagsmiðla til þess. „Áður hafði ég mjög takmarkaðan aðgang að því að koma boðskapnum á framfæri. Það var þannig með RÚV að það var engin kynning á frambjóðendum fyrr en rétt fyrir kosningar, og þá var fólk búið að gera upp hug sinn,“ segir hann í samtali við fréttastofu um tilkomu samfélagsmiðla í kosningabaráttuna. „Þetta er gjörbreytt landslag. Því núna get ég komið út og fólk kynnst þessum boðskap því hann komst aldrei til skila,“ segir Ástþór sem vill meina að skilaboð hans hafi verið mikið afskræmd í gegnum tíðina. „Núna get ég gert þetta meira beint.“ Ástþór efstur á lista Facebook Auglýsingar frá Ástþóri hafa sést á Facebook, Google og YouTube. Samkvæmt gögnum frá Meta, móðurfyrirtæki Facebook, hefur Ástþór greitt 3.556.903 króna fyrir auglýsingar á þeim miðli á síðustu níutíu dögum. Á lista yfir þá sem hafa auglýst mest á Facebook á Íslandi síðustu þrjá mánuði er Ástþór efstur með áðurnefndar 3,5 milljónir. Og á öðrum sambærilegum lista sem sýnir síðasta dag (tíunda mars) er hann líka á toppnum með 105 þúsund krónur. Einungis einn annar forsetaframbjóðandi er á þeim lista, það er Sigríður Hrund Pétursdóttir, en hún eyddi 376 krónum í auglýsingar á Facebook þennan sama dag. Síðastu þrjátíu daga hefur Ástþór eytt 2,3 milljónum samkvæmt Meta, en Sigríður Hrund 23 þúsund krónum. Rétt er að geta þess að listinn sýnir einungis þá auglýsendur sem auglýsa eitthvað er varða kosningar, stjórnmál, eða samfélagsmál. Aðspurður um hvort ekki sé dýrt að fara í forsetaframboð segir Ástþór svo vissulega vera. „Jújú, auðvitað kostar það hellingspeninga.“ „En í dag er ég með ágætt fyrirtæki sem gengur vel og allt það. Það væsir ekkert um mig fjárhagslega. Ég á þrjú hús og fullt af bílum. Ég þarf ekki að verða forseti til að fá fjárhagslegan stuðning.“ Ástþór segir tilkomu samfélagsmiðlanna ekki gera forsetaframboðin dýrari. 1996 segist Ástþór hafa eytt tæplega hundrað milljónum í framboðið á núvirði, en þá seldi hann einkaþotuna sína til að fjármagna framboðið. Eldflaugaregn í munn Guterres viðlíking Á meðal þeirra Facebook-auglýsinga sem Ástþór hefur borgað fyrir er myndband af teiknimyndafígúru, sem á að sýna António Guterres framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Yfirskriftin er „Látum ekki þagga niður friðarframboðið“. Munnurinn á Guterres er í aðalhlutverki í myndbandinu. Munnurinn opnast og þá sést að upp í honum er hvít lítil friðardúfa. Foringi Sameinuðu þjóðanna lyftir upp vísifingri, en í sömu andrá skjótast eldflaugar í tuga tali upp í munninn á honum. Þegar eldlaugaárásinni er lokið sést friðardúfan aftur, nú titrandi af skelfingu, ekki lengur hvít heldur kolsvört eftir sprengjuregnið. „Þetta er náttúrulega sett fram í smá háðslegri ádeilu á það hvernig þetta hefur gengið. Ég hef mátt búa við þetta í 28 ár. Það er búið að skjóta allan boðskapinn niður með allskonar leiðum. Þessi teiknimynd sýnir það svolítið í hnotskurn hvernig þetta hefur verið,“ segir Ástþór sem útskýrir að pælingin með myndbandinu sé að sýna að skilaboð hans hafi verið skotin niður og afskræmd. Ástþór hefur einnig verið duglegur að nota gamalt myndbandsefni í kosningabaráttunni. „Það gerði ég mjög viljandi. Mér fannst það vera minn styrkur að sína að þetta sé ekki ný hugmynd.“ Auglýsir snemma svo aðrir geti gripið málið „Númer eitt hjá mér er að kynna friðarmálin,“ segir Ástþór aðspurður út í hvort það sé taktískt af hans hálfu að vekja svona snemma athygli á sínu framboði. Hann útskýrir að hann hafi verulegar áhyggjur af stríðinu í Úkraínu, sérstaklega varðandi mögulega notkun á kjarnorkuvopnum. Hann hafi fengið þrjár sýnir áður en hann bauð sig fyrst fram 1996 og segir að í bók sinni Virkjum Bessastaði sé að finna spádóm um að stórum áfanga verði náð í friðarmálum árið 2025. Ástþór telur að sá áfangi geti verið að friði verði komið á milli Rússlands og Úkraínu. „Það sem ég er að reyna að gera núna er að koma nægilega snemma fram, sem gefur þá öðrum frambjóðendum tækifæri til að taka þetta mál. Ég hef engan persónulegan áhuga á að vera forseti, en auðvitað myndi ég gera það til að vinna verkefnið. Ég myndi þá vona að ég þyrfti ekki að vera nema eitt kjörtímabil, til að brjóta ísinn og koma þessu í farveg. Svo tæku aðrir við.“ Ástþór segir undirskriftasöfnunina ganga vel. Hann segist búinn að safna nægilega mörgum undirskriftum á Norðurlandi og Austurlandi. Síðan segist hann eiga svolítið eftir í bænum og mjög lítið á Vesturlandi. „Þetta er mjög langt komið.“ Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Fleiri fréttir Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Sjá meira
„Áður hafði ég mjög takmarkaðan aðgang að því að koma boðskapnum á framfæri. Það var þannig með RÚV að það var engin kynning á frambjóðendum fyrr en rétt fyrir kosningar, og þá var fólk búið að gera upp hug sinn,“ segir hann í samtali við fréttastofu um tilkomu samfélagsmiðla í kosningabaráttuna. „Þetta er gjörbreytt landslag. Því núna get ég komið út og fólk kynnst þessum boðskap því hann komst aldrei til skila,“ segir Ástþór sem vill meina að skilaboð hans hafi verið mikið afskræmd í gegnum tíðina. „Núna get ég gert þetta meira beint.“ Ástþór efstur á lista Facebook Auglýsingar frá Ástþóri hafa sést á Facebook, Google og YouTube. Samkvæmt gögnum frá Meta, móðurfyrirtæki Facebook, hefur Ástþór greitt 3.556.903 króna fyrir auglýsingar á þeim miðli á síðustu níutíu dögum. Á lista yfir þá sem hafa auglýst mest á Facebook á Íslandi síðustu þrjá mánuði er Ástþór efstur með áðurnefndar 3,5 milljónir. Og á öðrum sambærilegum lista sem sýnir síðasta dag (tíunda mars) er hann líka á toppnum með 105 þúsund krónur. Einungis einn annar forsetaframbjóðandi er á þeim lista, það er Sigríður Hrund Pétursdóttir, en hún eyddi 376 krónum í auglýsingar á Facebook þennan sama dag. Síðastu þrjátíu daga hefur Ástþór eytt 2,3 milljónum samkvæmt Meta, en Sigríður Hrund 23 þúsund krónum. Rétt er að geta þess að listinn sýnir einungis þá auglýsendur sem auglýsa eitthvað er varða kosningar, stjórnmál, eða samfélagsmál. Aðspurður um hvort ekki sé dýrt að fara í forsetaframboð segir Ástþór svo vissulega vera. „Jújú, auðvitað kostar það hellingspeninga.“ „En í dag er ég með ágætt fyrirtæki sem gengur vel og allt það. Það væsir ekkert um mig fjárhagslega. Ég á þrjú hús og fullt af bílum. Ég þarf ekki að verða forseti til að fá fjárhagslegan stuðning.“ Ástþór segir tilkomu samfélagsmiðlanna ekki gera forsetaframboðin dýrari. 1996 segist Ástþór hafa eytt tæplega hundrað milljónum í framboðið á núvirði, en þá seldi hann einkaþotuna sína til að fjármagna framboðið. Eldflaugaregn í munn Guterres viðlíking Á meðal þeirra Facebook-auglýsinga sem Ástþór hefur borgað fyrir er myndband af teiknimyndafígúru, sem á að sýna António Guterres framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Yfirskriftin er „Látum ekki þagga niður friðarframboðið“. Munnurinn á Guterres er í aðalhlutverki í myndbandinu. Munnurinn opnast og þá sést að upp í honum er hvít lítil friðardúfa. Foringi Sameinuðu þjóðanna lyftir upp vísifingri, en í sömu andrá skjótast eldflaugar í tuga tali upp í munninn á honum. Þegar eldlaugaárásinni er lokið sést friðardúfan aftur, nú titrandi af skelfingu, ekki lengur hvít heldur kolsvört eftir sprengjuregnið. „Þetta er náttúrulega sett fram í smá háðslegri ádeilu á það hvernig þetta hefur gengið. Ég hef mátt búa við þetta í 28 ár. Það er búið að skjóta allan boðskapinn niður með allskonar leiðum. Þessi teiknimynd sýnir það svolítið í hnotskurn hvernig þetta hefur verið,“ segir Ástþór sem útskýrir að pælingin með myndbandinu sé að sýna að skilaboð hans hafi verið skotin niður og afskræmd. Ástþór hefur einnig verið duglegur að nota gamalt myndbandsefni í kosningabaráttunni. „Það gerði ég mjög viljandi. Mér fannst það vera minn styrkur að sína að þetta sé ekki ný hugmynd.“ Auglýsir snemma svo aðrir geti gripið málið „Númer eitt hjá mér er að kynna friðarmálin,“ segir Ástþór aðspurður út í hvort það sé taktískt af hans hálfu að vekja svona snemma athygli á sínu framboði. Hann útskýrir að hann hafi verulegar áhyggjur af stríðinu í Úkraínu, sérstaklega varðandi mögulega notkun á kjarnorkuvopnum. Hann hafi fengið þrjár sýnir áður en hann bauð sig fyrst fram 1996 og segir að í bók sinni Virkjum Bessastaði sé að finna spádóm um að stórum áfanga verði náð í friðarmálum árið 2025. Ástþór telur að sá áfangi geti verið að friði verði komið á milli Rússlands og Úkraínu. „Það sem ég er að reyna að gera núna er að koma nægilega snemma fram, sem gefur þá öðrum frambjóðendum tækifæri til að taka þetta mál. Ég hef engan persónulegan áhuga á að vera forseti, en auðvitað myndi ég gera það til að vinna verkefnið. Ég myndi þá vona að ég þyrfti ekki að vera nema eitt kjörtímabil, til að brjóta ísinn og koma þessu í farveg. Svo tæku aðrir við.“ Ástþór segir undirskriftasöfnunina ganga vel. Hann segist búinn að safna nægilega mörgum undirskriftum á Norðurlandi og Austurlandi. Síðan segist hann eiga svolítið eftir í bænum og mjög lítið á Vesturlandi. „Þetta er mjög langt komið.“
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Fleiri fréttir Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Sjá meira