Ársmiðarnir rjúka út: „Það er allt brjálað“ Valur Páll Eiríksson skrifar 14. mars 2024 16:16 Gylfi Þór hefur hresst vel upp á ársmiðasölu á Hlíðarenda. Valur Árskort á heimaleiki hjá Val í sumar rjúka út í ljósi nýjustu tíðinda. Gylfi Þór Sigurðsson samdi við félagið í morgun. Óhætt er að segja að sala á fótboltakortum hjá Knattspyrnudeild Vals hafi tekið kipp í morgun þegar félagið kynnti um komu Gylfa Þórs Sigurðssonar til félagsins. Styrmir Þór Bragason, framkvæmdastjóri Vals, er með karlaliði félagsins í för í æfingaferð á Spáni og hefur unnið hörðum höndum að því að ná samningum við Gylfa síðustu daga. Hann var léttur þegar Vísir sló á þráðinn síðdegis. „Það er allt brjálað og við erum að setja sölumet í ársmiðum eins og staðan er núna. Það virðist sem mannskapurinn sé spenntur fyrir komu Gylfa. Það er auðvitað ekkert skrýtið, deildin er að fara að lyftast á næsta plan með hans komu,“ segir Styrmir. Styrmir Þór Bragason er framkvæmdastjóri Vals.Valur Valsmenn eru með afslátt á ársmiðunum sem verður í gildi næstu daga og það virðist skila sér samhliða tíðindunum. Ársmiðarnir eru á 50 prósenta afslætti og kosta því aðeins 9.500 kr. sem er töluvert lægra en sést annars staðar í Bestu deildinni. „Það er algjör metsala á kortum og rauk af stað í dag þegar tilkynnt var að Gylfi væri að koma. Við vonumst auðvitað til að sjá foreldra mæta með iðkendum á völlinn. Þetta er einstakt tækifæri.“ „Ég fékk tölur í hádeginu. Við erum að sjá tölur sem við höfum aldrei séð. Það sem við seldum fyrir hádegi í dag er á við það sem við seljum á einu ári,“ segir Styrmir. Valsmenn hefja leik í Bestu deildinni þann 7. apríl er ÍA kemur í heimsókn á Hlíðarenda og kann að vera að Gylfi þreyti frumraun sína þá. Besta deildin hefst degi fyrr með leik Víkings og Stjörnunnar. Öllu mótinu verður fylgt eftir á Vísi og allir leikir sýndir beint á rásum Stöðvar 2 Sport. Valur Besta deild karla Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Sjá meira
Óhætt er að segja að sala á fótboltakortum hjá Knattspyrnudeild Vals hafi tekið kipp í morgun þegar félagið kynnti um komu Gylfa Þórs Sigurðssonar til félagsins. Styrmir Þór Bragason, framkvæmdastjóri Vals, er með karlaliði félagsins í för í æfingaferð á Spáni og hefur unnið hörðum höndum að því að ná samningum við Gylfa síðustu daga. Hann var léttur þegar Vísir sló á þráðinn síðdegis. „Það er allt brjálað og við erum að setja sölumet í ársmiðum eins og staðan er núna. Það virðist sem mannskapurinn sé spenntur fyrir komu Gylfa. Það er auðvitað ekkert skrýtið, deildin er að fara að lyftast á næsta plan með hans komu,“ segir Styrmir. Styrmir Þór Bragason er framkvæmdastjóri Vals.Valur Valsmenn eru með afslátt á ársmiðunum sem verður í gildi næstu daga og það virðist skila sér samhliða tíðindunum. Ársmiðarnir eru á 50 prósenta afslætti og kosta því aðeins 9.500 kr. sem er töluvert lægra en sést annars staðar í Bestu deildinni. „Það er algjör metsala á kortum og rauk af stað í dag þegar tilkynnt var að Gylfi væri að koma. Við vonumst auðvitað til að sjá foreldra mæta með iðkendum á völlinn. Þetta er einstakt tækifæri.“ „Ég fékk tölur í hádeginu. Við erum að sjá tölur sem við höfum aldrei séð. Það sem við seldum fyrir hádegi í dag er á við það sem við seljum á einu ári,“ segir Styrmir. Valsmenn hefja leik í Bestu deildinni þann 7. apríl er ÍA kemur í heimsókn á Hlíðarenda og kann að vera að Gylfi þreyti frumraun sína þá. Besta deildin hefst degi fyrr með leik Víkings og Stjörnunnar. Öllu mótinu verður fylgt eftir á Vísi og allir leikir sýndir beint á rásum Stöðvar 2 Sport.
Valur Besta deild karla Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Sjá meira