Fimmtíu milljónir árlega í rekstur bílastæða við HÍ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. mars 2024 14:07 Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. Vísir/Ívar Fannar Gjaldtaka á bílastæðum við Háskóla Íslands hefst í haust. Rektor háskólans segir tilganginn að draga úr bílaumferð um svæðið og auka kostnaðarvitund starfsfólks og nemenda um bílastæðin en Háskólinn hefur borgað fimmtíu milljónir árlega fyrir rekstur stæðanna. Gjald verður tekið fyrir notkun bílastæða milli átta og fjögur á virkum dögum og verður bílastæðum skipt í tvö gjaldsvæði. Á völdum stæðum næst byggingum Háskólans verður alltaf tekið gjald líkt og verið hefur í skeifunni, svokölluðu, við Aðalbyggingu og við Gimli. Önnur stæði verða í gjaldflokki P3 og þar verður einnig tekið almennt gjald en nemendur og starfsfólk munu geta skráð bíla sína til að fá heimild til að leggja í þau stæði með mánaðarlegri áskrift upp á fimmtán hundruð krónur. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir að gjaldtaka hafi verið til umræðu í árafjöld. „Við erum að huga að umhverfismálum fyrir það fyrsta, það er hérna að rísa spítali og háskólinn er að stækka og við verðum að bregðast við varðandi þessa umferð sem er að aukast mjög á Hringbrautinni. Við erum líka að horfa á það að háskólinn er að greiða talsverðan kostnað, tugi milljóna á ári í að sjá um bílastæðið.“ Rekstur bílastæðanna kostar Háskólann um fimmtíu milljónir árlega. Jón Atli segir að fólk hafi gagnrýnt Háskólaráð fyrir að skrefið sé ekki nógu stórt en þetta sé aðeins fyrsta skrefið. „Síðan í framhaldinu getum við farið í frekari aðgerðir svo þetta er fyrsta skrefið í að bregðast við þessum vanda.“ Stúdentaráð Háskóla Íslands vildi mótvægisaðgerðir og að strætókort yrðu niðurgreidd. „Því miður, fjárhagur Háskóla Íslands er þannig að við getum ekki gert það og það hefur líka áhrif á það að við tökum þetta litla skref, sem er 1500 krónur á mánuði til þess að byrja þetta, bregðast við vandanum að einhverju leyti en síðan höfum við í hyggju að halda áfram og reyna að koma með einhverjar mótvægisaðgerðir fyrir stúdenta og starfsfólk svo við getum hjálpað þeim.“ Bílastæði Háskólar Reykjavík Hagsmunir stúdenta Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Gjaldtaka hefst á bílastæðum HÍ í haust Gjaldtaka mun hefjast á bílastæðum við Háskóla Íslands í haust. Gjald verður tekið fyrir notkun bílastæða milli átta og fjögur á virkum dögum og verður bílastæðum skipt í tvö gjaldsvæði. 13. mars 2024 18:16 Mest lesið Vaktin: Hraunið að ná bílastæði Bláa lónsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Fleiri fréttir Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Hraunið að ná bílastæði Bláa lónsins Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Sjá meira
Gjald verður tekið fyrir notkun bílastæða milli átta og fjögur á virkum dögum og verður bílastæðum skipt í tvö gjaldsvæði. Á völdum stæðum næst byggingum Háskólans verður alltaf tekið gjald líkt og verið hefur í skeifunni, svokölluðu, við Aðalbyggingu og við Gimli. Önnur stæði verða í gjaldflokki P3 og þar verður einnig tekið almennt gjald en nemendur og starfsfólk munu geta skráð bíla sína til að fá heimild til að leggja í þau stæði með mánaðarlegri áskrift upp á fimmtán hundruð krónur. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir að gjaldtaka hafi verið til umræðu í árafjöld. „Við erum að huga að umhverfismálum fyrir það fyrsta, það er hérna að rísa spítali og háskólinn er að stækka og við verðum að bregðast við varðandi þessa umferð sem er að aukast mjög á Hringbrautinni. Við erum líka að horfa á það að háskólinn er að greiða talsverðan kostnað, tugi milljóna á ári í að sjá um bílastæðið.“ Rekstur bílastæðanna kostar Háskólann um fimmtíu milljónir árlega. Jón Atli segir að fólk hafi gagnrýnt Háskólaráð fyrir að skrefið sé ekki nógu stórt en þetta sé aðeins fyrsta skrefið. „Síðan í framhaldinu getum við farið í frekari aðgerðir svo þetta er fyrsta skrefið í að bregðast við þessum vanda.“ Stúdentaráð Háskóla Íslands vildi mótvægisaðgerðir og að strætókort yrðu niðurgreidd. „Því miður, fjárhagur Háskóla Íslands er þannig að við getum ekki gert það og það hefur líka áhrif á það að við tökum þetta litla skref, sem er 1500 krónur á mánuði til þess að byrja þetta, bregðast við vandanum að einhverju leyti en síðan höfum við í hyggju að halda áfram og reyna að koma með einhverjar mótvægisaðgerðir fyrir stúdenta og starfsfólk svo við getum hjálpað þeim.“
Bílastæði Háskólar Reykjavík Hagsmunir stúdenta Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Gjaldtaka hefst á bílastæðum HÍ í haust Gjaldtaka mun hefjast á bílastæðum við Háskóla Íslands í haust. Gjald verður tekið fyrir notkun bílastæða milli átta og fjögur á virkum dögum og verður bílastæðum skipt í tvö gjaldsvæði. 13. mars 2024 18:16 Mest lesið Vaktin: Hraunið að ná bílastæði Bláa lónsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Fleiri fréttir Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Hraunið að ná bílastæði Bláa lónsins Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Sjá meira
Gjaldtaka hefst á bílastæðum HÍ í haust Gjaldtaka mun hefjast á bílastæðum við Háskóla Íslands í haust. Gjald verður tekið fyrir notkun bílastæða milli átta og fjögur á virkum dögum og verður bílastæðum skipt í tvö gjaldsvæði. 13. mars 2024 18:16