Fjárhagsleg heilsa í umslagi Jón Guðni Ómarsson skrifar 14. mars 2024 15:01 Í byrjun febrúarmánaðar fögnuðu Kínverjar nýju ári og þá er hefðin sú að gefa peningaseðla í gjöf. Eldra fólk gefur yngra og gift fólk gefur einhleypum, en hugsunin er fyrst og fremst sú að færa viðkomandi gæfu með umslaginu. Ég man að mér þótti þetta sérstök hefð þegar ég var námsmaður í Kína, enda var ekki mikið af peningaumslögum á lofti þegar við fjölskyldan borðuðum saman á gamlárskvöldi. Þó þetta hafi verið sjaldséð sjón á þeim tíma þá er hún það enn frekar í dag þegar seðlanotkun er á undanhaldi. Það er margt annað sem hefur breyst frá þeim tíma þegar ég var námsmaður. Umræða um peninga og fjárfestingar var ekki jafn opinská og hún er í dag og lítið um skemmtilegt efni um fjármál til að vekja áhuga hjá ungu fólki. Í dag sækist ungt fólk eftir upplýsingum um hvernig eigi að taka fyrstu skrefin í fjárfestingum og fleiri vilja skilja heim fjármála. Við sjáum þetta á útgáfu efnis um peninga og umræðum á samfélagsmiðlum, en sérstakir hópar sérhæfa sig í þessari umræðu. Þetta er mjög jákvæð þróun og sífellt fleiri sem vilja leggja áherslu á að auka fjármálalæsi og fræðast um fjármál á mannamáli. Á sama tíma hafa áhyggjur af fjárhagslegri heilsu hins vegar aukist samkvæmt kynslóðamælingu Prósents, miðað við sama tíma í fyrra. Þessar áhyggjur aukast hjá öllum kynslóðum en þó mest hjá Z kynslóðinni sem eru árgangar 1997 til 2008. Ef horft er í efnahagsaðstæður þá verður að telja það skiljanlegt þegar verðbólga hefur mælst há og greiðslubyrði lána þyngst með hækkun stýrivaxta. Við höfum þó ekki séð vanskil aukast en það er alveg ljóst að þrengt hefur að heimilum sem kemur skýrt fram í þessari könnun er snýr að fjárhagslegri heilsu. Fleiri velta fyrir sér hvort betra sé að vera með verðtryggð eða óverðtryggð lán, sérstaklega núna þegar fastir vextir eru að losna hjá stórum hóp og þörf er á upplýsingum áður en farið er í endurfjármögnun. Fólk sem er að ljúka starfsævinni veltir því fyrir sér hvernig sé best að haga lífeyri sínum og hafa fundirnir okkar um fjármál við starfslok verið best sóttu fundir bankans um langt skeið. Ungt fólk á leið í fæðingarorlof vill síðan njóta þess að fara í orlof án þess að fjárhagsáhyggjur séu efst í huga og eru í kringum 300 manns að sækja þá fundi rafrænt í hvert skipti. Önnur sem eru að fjárfesta á markaði reyna að sýna þolinmæði í erfiðu árferði og það er mitt mat að við þurfum að halda úti öflugri upplýsingagjöf sem aðstoðar jafnt þá viðskiptavini sem eru að taka sín fyrstu skref í fjárfestingum og sem og þau sem eru lengra komin. Við sjáum sem betur fer birta til á þessu ári með hjaðnandi verðbólgu og í síðustu viku voru stór tíðindi þegar fréttir bárust af kjarasamningum stórra hópa á vinnumarkaði. Árið 2024 verður því vonandi gott fjárhagslegt heilsuár. En sama hvað hæðum og lægðum líður á markaði þá er ljós nauðsyn þess að til séu upplýsingar og þjónusta sem grípur þá sem hafa áhuga á að læra meira og skilja fjármál betur. Við hjá Íslandsbanka höfum fundið verulega fyrir aukinni eftirspurn eftir einföldum upplýsingum og leggjum okkur fram um að veita slíkt í gegnum vef, samfélagsmiðla og á fræðslufundum þar sem færri komast að en vilja. Á síðasta ári mættu yfir 2.000 manns á fundi hjá okkur og það sem af er þessu ári hafa nú þegar um 1.000 manns sótt slíka fundi hjá okkur. Áhugasvið fólks er ólíkt og fjárhagsleg heilsa og aðstæður fólks misjafnar, en án efa þýðir fjárhagsleg heilsa í huga flestra að við viljum hafa yfirsýn yfir fjármálin og geta tekið upplýstar ákvarðanir. Rautt umslag er skemmtileg hefð, en áhugaverð og gagnleg fræðsla er nauðsynleg til að tryggja sem best að farið sé vel með aurana í umslaginu. Í því er fólgin mikil gæfa. Höfundur er bankastjóri Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Í byrjun febrúarmánaðar fögnuðu Kínverjar nýju ári og þá er hefðin sú að gefa peningaseðla í gjöf. Eldra fólk gefur yngra og gift fólk gefur einhleypum, en hugsunin er fyrst og fremst sú að færa viðkomandi gæfu með umslaginu. Ég man að mér þótti þetta sérstök hefð þegar ég var námsmaður í Kína, enda var ekki mikið af peningaumslögum á lofti þegar við fjölskyldan borðuðum saman á gamlárskvöldi. Þó þetta hafi verið sjaldséð sjón á þeim tíma þá er hún það enn frekar í dag þegar seðlanotkun er á undanhaldi. Það er margt annað sem hefur breyst frá þeim tíma þegar ég var námsmaður. Umræða um peninga og fjárfestingar var ekki jafn opinská og hún er í dag og lítið um skemmtilegt efni um fjármál til að vekja áhuga hjá ungu fólki. Í dag sækist ungt fólk eftir upplýsingum um hvernig eigi að taka fyrstu skrefin í fjárfestingum og fleiri vilja skilja heim fjármála. Við sjáum þetta á útgáfu efnis um peninga og umræðum á samfélagsmiðlum, en sérstakir hópar sérhæfa sig í þessari umræðu. Þetta er mjög jákvæð þróun og sífellt fleiri sem vilja leggja áherslu á að auka fjármálalæsi og fræðast um fjármál á mannamáli. Á sama tíma hafa áhyggjur af fjárhagslegri heilsu hins vegar aukist samkvæmt kynslóðamælingu Prósents, miðað við sama tíma í fyrra. Þessar áhyggjur aukast hjá öllum kynslóðum en þó mest hjá Z kynslóðinni sem eru árgangar 1997 til 2008. Ef horft er í efnahagsaðstæður þá verður að telja það skiljanlegt þegar verðbólga hefur mælst há og greiðslubyrði lána þyngst með hækkun stýrivaxta. Við höfum þó ekki séð vanskil aukast en það er alveg ljóst að þrengt hefur að heimilum sem kemur skýrt fram í þessari könnun er snýr að fjárhagslegri heilsu. Fleiri velta fyrir sér hvort betra sé að vera með verðtryggð eða óverðtryggð lán, sérstaklega núna þegar fastir vextir eru að losna hjá stórum hóp og þörf er á upplýsingum áður en farið er í endurfjármögnun. Fólk sem er að ljúka starfsævinni veltir því fyrir sér hvernig sé best að haga lífeyri sínum og hafa fundirnir okkar um fjármál við starfslok verið best sóttu fundir bankans um langt skeið. Ungt fólk á leið í fæðingarorlof vill síðan njóta þess að fara í orlof án þess að fjárhagsáhyggjur séu efst í huga og eru í kringum 300 manns að sækja þá fundi rafrænt í hvert skipti. Önnur sem eru að fjárfesta á markaði reyna að sýna þolinmæði í erfiðu árferði og það er mitt mat að við þurfum að halda úti öflugri upplýsingagjöf sem aðstoðar jafnt þá viðskiptavini sem eru að taka sín fyrstu skref í fjárfestingum og sem og þau sem eru lengra komin. Við sjáum sem betur fer birta til á þessu ári með hjaðnandi verðbólgu og í síðustu viku voru stór tíðindi þegar fréttir bárust af kjarasamningum stórra hópa á vinnumarkaði. Árið 2024 verður því vonandi gott fjárhagslegt heilsuár. En sama hvað hæðum og lægðum líður á markaði þá er ljós nauðsyn þess að til séu upplýsingar og þjónusta sem grípur þá sem hafa áhuga á að læra meira og skilja fjármál betur. Við hjá Íslandsbanka höfum fundið verulega fyrir aukinni eftirspurn eftir einföldum upplýsingum og leggjum okkur fram um að veita slíkt í gegnum vef, samfélagsmiðla og á fræðslufundum þar sem færri komast að en vilja. Á síðasta ári mættu yfir 2.000 manns á fundi hjá okkur og það sem af er þessu ári hafa nú þegar um 1.000 manns sótt slíka fundi hjá okkur. Áhugasvið fólks er ólíkt og fjárhagsleg heilsa og aðstæður fólks misjafnar, en án efa þýðir fjárhagsleg heilsa í huga flestra að við viljum hafa yfirsýn yfir fjármálin og geta tekið upplýstar ákvarðanir. Rautt umslag er skemmtileg hefð, en áhugaverð og gagnleg fræðsla er nauðsynleg til að tryggja sem best að farið sé vel með aurana í umslaginu. Í því er fólgin mikil gæfa. Höfundur er bankastjóri Íslandsbanka.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun