Sýnir ást sína með Weetos-kaupum seint að kvöldi Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 15. mars 2024 08:45 Elísabet og Áki eiga von á sínu öðru barni saman á næstu vikum. Elísabet Metta Hjónin Elísabet Metta Svan Ásgeirsdóttir og Ágúst Freyr Hallsson, betur þekktur sem Áki, eigendur heilsustaðarins Maikai, kynntust í gegnum Instagram fyrir um átta árum þegar Elísabet fór að fylgja honum á miðlinum. Elísabet og Áki létu pússa sig saman í desember í fyrra, nánar tiltekið 22. desember, við litla athöfn en stefna á stærri veislu árið 2026. Hjónin eiga von á sínu öðru barni á næstu vikum en Elísabet er gengin 36 vikur á leið með ófædda dóttur þeirra. Fyrir eiga þau Viktor fimm ára. View this post on Instagram A post shared by Eli sabet Metta Svan A sgeirsd (@elisabmetta) Elísabet lýsir eiginmanni sínum sem metnaðarfullum, fyndnum og hrikalega góðum manni. Elísabet er viðmælandi í viðtalsliðnum Ást er. Hjónin reka saman heilsustaðinn Maikai.Elísabet Metta Hvort ykkar tók fyrsta skrefið: Ég myndi segja að það hafi verið ég þar sem ég byrjaði að followa hann. Svo byrjuðum við að spjalla út frá því. Fyrsti kossinn okkar: Heima í gamla herberginu mínu, sem varð svo okkar herbergi í þrjú ár. Mér finnst rómantískt stefnumót vera: Fara út að borða og fá okkur góðan mat og drykk, og detta í gott spjall. Uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín er: P.S I love you. Uppáhalds break up ballaðan mín er: A case of you met Joni Mitchell sem ég elska. Lagið okkar: 7 years með Lukas Graham. Það var nýkomið út þegar að við vorum að byrja að deita. Við hlustum mikið á það saman og elskum það bæði ennþá í dag. Maturinn: Við elskum bæði góðan mat og Áki er alltaf að verða betri og betri í eldhúsinu. Myndi segja að við elskum góða steik og gott meðlæti. Eruði rómantísk: Sko, já ég myndi alveg segja það, en auðvitað dettum við oft bara í rútínu og vinnu og þar sem við rekum fyrirtæki saman sem tekur mikinn tíma frá okkur. Enn við elskum það bæði svo við njótum þess bara að geta verið mikið saman. Elísabet og Áki trúlofuðu sig í París í Frakklandi.Elísabet Metta Fyrsta gjöfin sem ég gaf manninum mínum: Ég man þetta mjög vel þar sem við vorum nýbyrjuð að deita þarna rétt fyrir sumar 2016 og hann á afmæli 4. júní. Ég var ekki alveg viss hvort ég ætti að gefa honum afmælisgjöf eða ekki en ég endaði á því að gefa honum skyrtu. Fyrsta gjöfin sem maðurinn minn gaf mér: Hálsmen, sem mig minnir að hafi verið afmælisgjöf. Maðurinn minn er: Það besta sem hefur komið fyrir mig. Elísabet Metta Rómantískasti staður á landinu: Úff ég veit það ekki alveg. Við erum ekki mikið í því að fara eitthvað út á land heldur förum við meira til útlanda. En ég myndi segja að okkur finnist alveg mjög rómó að fara í eina nótt á hótel niðri í bæ t.d. Við eigum heima uppi á Vatnsenda þar sem allt er mjög rólegt svo okkur finnst alveg gaman að fara í bæinn og njóta þar. Fyndnasta minningin af ykkur saman: Þær eru hrikalega margar en það var eitt atvik sem kom upp þegar við vorum nýbyrjuð saman sem okkur finnst ennþá mjög fyndið í dag. Mér fannst það ekki eins fyndið þá þar sem ég varð frekar vandræðileg. Ég lá á maganum á gólfinu þar sem Áki var að fara braka í bakinu á mér og ég prumpa rosalega. Á þessu tímabili vorum við ekki alveg komin á þann stað að þetta væri orðið „þæginlegt“ fyrir framan hann. Þetta var því mjög fyndið. Manninum mínum finnst prump líka ofboðslega fyndið (eins og 5 ára krakka) svo honum fannst þetta hrikalega fyndið. Hver væri titillinn á ævisögu ykkar: Við getum allt saman. Hvað gerið þið til að gera ykkur dagamun: Við förum t.d. og fáum okkur góðan hádegismat saman. Elísabet, Áki og Viktor sonur þeirra.Elísabet Metta Hvernig myndir þú lýsa sambandinu ykkar? Ég myndi segja að við værum mjög heppin með hvort annað og að við erum í góðu og heilbrigðu sambandi. Við erum bestu vinir og peppum hvort annað þegar við þurfum á því að halda. Lýstu manninum þínum í þremur orðum: Metnaðarfullur, fyndinn og bara hrikalega góður maður. Hvar sérðu ykkur eftir tíu ár? Ég sé fyrir mér að við værum komin í okkar framtíðar/drauma eign og koma okkur vel fyrir þar. Við verðum ábyggilega að gera svipaða hluti og við erum að gera núna en vonandi komin á þann stað að við þurfum ekki að hugsa um vinnu 24/7 og gætum verið meira að fara með börnin okkar t.d. þar sem sólin skín. Við elskum að vera í góðu veðri og sleikja sólina. Hvernig viðhaldið þið neistanum? Ég myndi halda bara með svona litlum hlutum. Við erum alls ekki mikið að plana svakaleg deit. Við þurfum að munað við erum líka hjón en ekki bara vinnufélagar eða foreldrar. Við plönum stundum kosý kvöld saman og dettum í gott spjall. Við elskum þegar það gerist. Elísabet Metta Ást er ... Akkúrat núna, þar sem ég er gengin 36 vikur á leið með okkar annað barn, myndi ég segja það væri að fara út í búð fyrir mig kl 22:00 að kvöldi til að kaupa Weetos því það er það eina sem mig langar í. Ást er er viðtalsliður á Lífinu á Vísi þar sem við ræðum við ástfangin pör á öllum aldri. Endilega sendið ábendingar um einstaklinga sem gætu átt heima í Ást er á svavam@stod2.is. Ást er... Barnalán Ástin og lífið Tímamót Matur Tengdar fréttir Elísabet og Áki tilkynna kynið: „Ég er svo stressuð“ Hjónin og eigendur heilsustaðarins Maikai, Elísabet Metta Ásgeirsdóttir og Ágúst Freyr Hallsson, betur þekktur sem Áki, eiga von á stúlku í byrjun næsta árs. 27. desember 2023 14:24 Elísabet Metta og Áki trúlofuð í París Parið Elísabet Metta Ásgeirsdóttir og Ágúst Freyr Hallsson, betur þekktur sem Áki, deildu fréttum af trúlofun sinni í París á Instagram. Saman reka þau staðinn Maikai og hafa verið par í sex ár. Ágúst bað hennar með hring ömmu Elísabetar sem hún hefur haft augastað á frá unga aldri. 19. október 2022 12:01 Eldaði hafragraut á fyrsta stefnumóti: „Þetta var það síðasta sem mig langaði í“ Á skömmum tíma hafa þau Metta og Áki stimplað sig inn í íslenskan veitingabransa með keðjunni Maikai sem hófst sem ástríðuverkefni í eldhúsinu heima. Þau eru þó ekki einungis viðskiptafélagar, heldur eru þau einnig par. Ástarsaga þeirra byrjaði eins og margar nútíma ástarsögur, með „followi“ á Instagram. 24. nóvember 2021 22:00 Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Hefur þú orðið ástfangin(n) í gegnum netið? Makamál „Mér fannst hann fallegastur í heimi“ Makamál Ríma-búið-bless Makamál Kynlífsklúbbar á Kanarí: „Það er mjög mikið hægt að prakkarast hérna“ Makamál Spurning vikunnar: Hver er helsta ástæða rifrildis við maka? Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Elísabet og Áki létu pússa sig saman í desember í fyrra, nánar tiltekið 22. desember, við litla athöfn en stefna á stærri veislu árið 2026. Hjónin eiga von á sínu öðru barni á næstu vikum en Elísabet er gengin 36 vikur á leið með ófædda dóttur þeirra. Fyrir eiga þau Viktor fimm ára. View this post on Instagram A post shared by Eli sabet Metta Svan A sgeirsd (@elisabmetta) Elísabet lýsir eiginmanni sínum sem metnaðarfullum, fyndnum og hrikalega góðum manni. Elísabet er viðmælandi í viðtalsliðnum Ást er. Hjónin reka saman heilsustaðinn Maikai.Elísabet Metta Hvort ykkar tók fyrsta skrefið: Ég myndi segja að það hafi verið ég þar sem ég byrjaði að followa hann. Svo byrjuðum við að spjalla út frá því. Fyrsti kossinn okkar: Heima í gamla herberginu mínu, sem varð svo okkar herbergi í þrjú ár. Mér finnst rómantískt stefnumót vera: Fara út að borða og fá okkur góðan mat og drykk, og detta í gott spjall. Uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín er: P.S I love you. Uppáhalds break up ballaðan mín er: A case of you met Joni Mitchell sem ég elska. Lagið okkar: 7 years með Lukas Graham. Það var nýkomið út þegar að við vorum að byrja að deita. Við hlustum mikið á það saman og elskum það bæði ennþá í dag. Maturinn: Við elskum bæði góðan mat og Áki er alltaf að verða betri og betri í eldhúsinu. Myndi segja að við elskum góða steik og gott meðlæti. Eruði rómantísk: Sko, já ég myndi alveg segja það, en auðvitað dettum við oft bara í rútínu og vinnu og þar sem við rekum fyrirtæki saman sem tekur mikinn tíma frá okkur. Enn við elskum það bæði svo við njótum þess bara að geta verið mikið saman. Elísabet og Áki trúlofuðu sig í París í Frakklandi.Elísabet Metta Fyrsta gjöfin sem ég gaf manninum mínum: Ég man þetta mjög vel þar sem við vorum nýbyrjuð að deita þarna rétt fyrir sumar 2016 og hann á afmæli 4. júní. Ég var ekki alveg viss hvort ég ætti að gefa honum afmælisgjöf eða ekki en ég endaði á því að gefa honum skyrtu. Fyrsta gjöfin sem maðurinn minn gaf mér: Hálsmen, sem mig minnir að hafi verið afmælisgjöf. Maðurinn minn er: Það besta sem hefur komið fyrir mig. Elísabet Metta Rómantískasti staður á landinu: Úff ég veit það ekki alveg. Við erum ekki mikið í því að fara eitthvað út á land heldur förum við meira til útlanda. En ég myndi segja að okkur finnist alveg mjög rómó að fara í eina nótt á hótel niðri í bæ t.d. Við eigum heima uppi á Vatnsenda þar sem allt er mjög rólegt svo okkur finnst alveg gaman að fara í bæinn og njóta þar. Fyndnasta minningin af ykkur saman: Þær eru hrikalega margar en það var eitt atvik sem kom upp þegar við vorum nýbyrjuð saman sem okkur finnst ennþá mjög fyndið í dag. Mér fannst það ekki eins fyndið þá þar sem ég varð frekar vandræðileg. Ég lá á maganum á gólfinu þar sem Áki var að fara braka í bakinu á mér og ég prumpa rosalega. Á þessu tímabili vorum við ekki alveg komin á þann stað að þetta væri orðið „þæginlegt“ fyrir framan hann. Þetta var því mjög fyndið. Manninum mínum finnst prump líka ofboðslega fyndið (eins og 5 ára krakka) svo honum fannst þetta hrikalega fyndið. Hver væri titillinn á ævisögu ykkar: Við getum allt saman. Hvað gerið þið til að gera ykkur dagamun: Við förum t.d. og fáum okkur góðan hádegismat saman. Elísabet, Áki og Viktor sonur þeirra.Elísabet Metta Hvernig myndir þú lýsa sambandinu ykkar? Ég myndi segja að við værum mjög heppin með hvort annað og að við erum í góðu og heilbrigðu sambandi. Við erum bestu vinir og peppum hvort annað þegar við þurfum á því að halda. Lýstu manninum þínum í þremur orðum: Metnaðarfullur, fyndinn og bara hrikalega góður maður. Hvar sérðu ykkur eftir tíu ár? Ég sé fyrir mér að við værum komin í okkar framtíðar/drauma eign og koma okkur vel fyrir þar. Við verðum ábyggilega að gera svipaða hluti og við erum að gera núna en vonandi komin á þann stað að við þurfum ekki að hugsa um vinnu 24/7 og gætum verið meira að fara með börnin okkar t.d. þar sem sólin skín. Við elskum að vera í góðu veðri og sleikja sólina. Hvernig viðhaldið þið neistanum? Ég myndi halda bara með svona litlum hlutum. Við erum alls ekki mikið að plana svakaleg deit. Við þurfum að munað við erum líka hjón en ekki bara vinnufélagar eða foreldrar. Við plönum stundum kosý kvöld saman og dettum í gott spjall. Við elskum þegar það gerist. Elísabet Metta Ást er ... Akkúrat núna, þar sem ég er gengin 36 vikur á leið með okkar annað barn, myndi ég segja það væri að fara út í búð fyrir mig kl 22:00 að kvöldi til að kaupa Weetos því það er það eina sem mig langar í. Ást er er viðtalsliður á Lífinu á Vísi þar sem við ræðum við ástfangin pör á öllum aldri. Endilega sendið ábendingar um einstaklinga sem gætu átt heima í Ást er á svavam@stod2.is.
Ást er... Barnalán Ástin og lífið Tímamót Matur Tengdar fréttir Elísabet og Áki tilkynna kynið: „Ég er svo stressuð“ Hjónin og eigendur heilsustaðarins Maikai, Elísabet Metta Ásgeirsdóttir og Ágúst Freyr Hallsson, betur þekktur sem Áki, eiga von á stúlku í byrjun næsta árs. 27. desember 2023 14:24 Elísabet Metta og Áki trúlofuð í París Parið Elísabet Metta Ásgeirsdóttir og Ágúst Freyr Hallsson, betur þekktur sem Áki, deildu fréttum af trúlofun sinni í París á Instagram. Saman reka þau staðinn Maikai og hafa verið par í sex ár. Ágúst bað hennar með hring ömmu Elísabetar sem hún hefur haft augastað á frá unga aldri. 19. október 2022 12:01 Eldaði hafragraut á fyrsta stefnumóti: „Þetta var það síðasta sem mig langaði í“ Á skömmum tíma hafa þau Metta og Áki stimplað sig inn í íslenskan veitingabransa með keðjunni Maikai sem hófst sem ástríðuverkefni í eldhúsinu heima. Þau eru þó ekki einungis viðskiptafélagar, heldur eru þau einnig par. Ástarsaga þeirra byrjaði eins og margar nútíma ástarsögur, með „followi“ á Instagram. 24. nóvember 2021 22:00 Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Hefur þú orðið ástfangin(n) í gegnum netið? Makamál „Mér fannst hann fallegastur í heimi“ Makamál Ríma-búið-bless Makamál Kynlífsklúbbar á Kanarí: „Það er mjög mikið hægt að prakkarast hérna“ Makamál Spurning vikunnar: Hver er helsta ástæða rifrildis við maka? Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Elísabet og Áki tilkynna kynið: „Ég er svo stressuð“ Hjónin og eigendur heilsustaðarins Maikai, Elísabet Metta Ásgeirsdóttir og Ágúst Freyr Hallsson, betur þekktur sem Áki, eiga von á stúlku í byrjun næsta árs. 27. desember 2023 14:24
Elísabet Metta og Áki trúlofuð í París Parið Elísabet Metta Ásgeirsdóttir og Ágúst Freyr Hallsson, betur þekktur sem Áki, deildu fréttum af trúlofun sinni í París á Instagram. Saman reka þau staðinn Maikai og hafa verið par í sex ár. Ágúst bað hennar með hring ömmu Elísabetar sem hún hefur haft augastað á frá unga aldri. 19. október 2022 12:01
Eldaði hafragraut á fyrsta stefnumóti: „Þetta var það síðasta sem mig langaði í“ Á skömmum tíma hafa þau Metta og Áki stimplað sig inn í íslenskan veitingabransa með keðjunni Maikai sem hófst sem ástríðuverkefni í eldhúsinu heima. Þau eru þó ekki einungis viðskiptafélagar, heldur eru þau einnig par. Ástarsaga þeirra byrjaði eins og margar nútíma ástarsögur, með „followi“ á Instagram. 24. nóvember 2021 22:00