Greindist með ágengt krabbamein og fór í tvöfalt brjóstnám Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. mars 2024 18:45 Læknirinn Thais Aliabadi hugheysti Munn áður en hún fór í brjóstnámið. Ákvörðun Aliabadi um að framkvæma brjóstakrabbameinsáhættumat á Munn leiddi til þess að æxli fundust í báðum brjóstum hennar. Instagram Bandaríska leikkonan Olivia Munn greindist með brjóstakrabbamein í apríl í fyrra og þurfti að fara í tvöfalt brjóstnám í kjölfarið. Hún hefur farið í fjórar aðgerðir vegna krabbameinsins á undanförnum tíu mánuðum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hin 43 ára Munn birti á Instagram-síðu sinni í gær. Þar segir hún að í febrúar 2023 hafi hún farið í genarannsókn til að sjá hvort hún bæri eitthvað af níutíu mögulegum krabbameinsgenum. Munn birti nokkrar myndir af sér úr ferlinu.Instagram Hún greindist ekki með neitt genanna (þar með talið BRCA-genið sem er sennilega þekktast slíkra gena) og var systir hennar, Sara Potts, einnig laus við öll genin. Skömmu síðar hafi Munn farið í brjóstaskimun og þar hafi ekkert óvenjulegt sést. Hins vegar segir Munn að læknirinn sinn, Dr. Thais Aliabadi, hafi ákveðið að reikna út svokallað brjóstakrabbameinsáhættumat fyrir Munn. Aliabadi hafi skoðað aldur hennar, sjúkrasögu fjölskyldu hennar og aldur hennar þegar hún eignaðist fyrsta barn sitt. Niðurstaða matsins var að líkurnar á að Munn fengi krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni væru 37 prósent. Fundu ágeng æxli í báðum brjóstum Aliabadi sendi Munn í kjölfarið í segulómun og þaðan í ómskoðun. Loks hafi verið tekið úr henni vefjasýni sem staðfesti að hún væri með Luminal B-æxli í báðum brjóstum en slík æxli eru mjög ágeng og stækka hratt. Mánuði eftir greininguna fór Munn í tvöfalt brjóstnám og hefur í heildina farið í fjórar skurðaðgerðir á síðustu tíu mánuðum. Sem betur hafi æxlin uppgötvast í tæka tíð og segist Munn vera lækni sínum ævinlega þakklát. Einnig segist Munn þakklát maka sínum, grínistanum John Mulaney. Þau hafa verið kærustupar frá árinu 2021 eftir að Mulaney fór frá Anne Marie Tendler, eiginkonu sinni til sjö ára. Síðar sama ár eignuðust Munn og Mulaney soninn Malcolm. View this post on Instagram A post shared by o l i v i a (@oliviamunn) Krabbamein Hollywood Bandaríkin Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu sem hin 43 ára Munn birti á Instagram-síðu sinni í gær. Þar segir hún að í febrúar 2023 hafi hún farið í genarannsókn til að sjá hvort hún bæri eitthvað af níutíu mögulegum krabbameinsgenum. Munn birti nokkrar myndir af sér úr ferlinu.Instagram Hún greindist ekki með neitt genanna (þar með talið BRCA-genið sem er sennilega þekktast slíkra gena) og var systir hennar, Sara Potts, einnig laus við öll genin. Skömmu síðar hafi Munn farið í brjóstaskimun og þar hafi ekkert óvenjulegt sést. Hins vegar segir Munn að læknirinn sinn, Dr. Thais Aliabadi, hafi ákveðið að reikna út svokallað brjóstakrabbameinsáhættumat fyrir Munn. Aliabadi hafi skoðað aldur hennar, sjúkrasögu fjölskyldu hennar og aldur hennar þegar hún eignaðist fyrsta barn sitt. Niðurstaða matsins var að líkurnar á að Munn fengi krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni væru 37 prósent. Fundu ágeng æxli í báðum brjóstum Aliabadi sendi Munn í kjölfarið í segulómun og þaðan í ómskoðun. Loks hafi verið tekið úr henni vefjasýni sem staðfesti að hún væri með Luminal B-æxli í báðum brjóstum en slík æxli eru mjög ágeng og stækka hratt. Mánuði eftir greininguna fór Munn í tvöfalt brjóstnám og hefur í heildina farið í fjórar skurðaðgerðir á síðustu tíu mánuðum. Sem betur hafi æxlin uppgötvast í tæka tíð og segist Munn vera lækni sínum ævinlega þakklát. Einnig segist Munn þakklát maka sínum, grínistanum John Mulaney. Þau hafa verið kærustupar frá árinu 2021 eftir að Mulaney fór frá Anne Marie Tendler, eiginkonu sinni til sjö ára. Síðar sama ár eignuðust Munn og Mulaney soninn Malcolm. View this post on Instagram A post shared by o l i v i a (@oliviamunn)
Krabbamein Hollywood Bandaríkin Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Sjá meira