Hindrar fríverzlun við Bandaríkin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 15. mars 2024 09:00 Flest bendir til þess að fríverzlunarsamningur við Bandaríkin sé ekki í kortunum á meðan Ísland er aðili að EES-samningnum. Vandséð er þannig að stjórnvöld í Washington væru reiðubúin til þess að fallast á það að innfluttar bandarískar vörur til Íslands þyrftu að taka mið af regluverki Evrópusambandsins sem oft er mjög ólíkt því sem gerist vestra og gjarnan beinlínis hannað til þess að vernda framleiðslu innan þess. Vert er að hafa í huga að Evrópusambandið er í grunninn tollabandalag en slík bandalög eru í eðli sínu andstaðan við frjáls milliríkjaviðskipti enda markmiðið með þeim að vernda framleiðslu innan þeirra fyrir utanaðkomandi samkeppni. Í seinni tíð, samhliða lækkun tolla á heimsvísu, hafa tæknilegar viðskiptahindranir í formi regluverks tekið við sem helzta leiðin til þess að viðhalda verndarhyggju í milliríkjaviðskiptum. Verulegur hluti regluverks Evrópusambandsins á sviði viðskipta er hannaður sem tæknilegar viðskiptahindranir til þess að vernda framleiðslu í ríkjum þess. Þar er allajafna um að ræða framleiðslu sem tengist á engan hátt íslenzkum hagsmunum. Misheppnaðar fríverzlunarviðræður Bandaríkjanna og sambandsins, sem náðu í raun aldrei flugi, snerust enda fyrst og fremst um slíkar tæknilegar viðskiptahindranir. Þegar Costco rakst á EES-samninginn Fram kemur í greinargerð matvælaráðuneytisins sem fylgdi drögum að reglugerð, sem breyta átti reglum um matvælamerkingar í frjálsræðisátt en náðu ekki fram að ganga vegna EES-samningsins, að regluverk sem tekið hafi verið upp í gegnum hann hafi „skapað viðskiptahindrun við nánustu viðskiptalönd Íslands utan EES og minnkað svigrúm EFTA-EES ríkjanna til að gera viðskiptasamninga við ríki utan EES.“ Til stóð upphaflega að Costco á Íslandi yrði útibú frá starfsemi fyrirtækisins í Kanada. Þegar stjórnendur Costco ráku sig hins vegar á EES-samninginn var ákveðið að í staðinn yrði um að ræða útibú frá Bretland sem þá var enn innan Evrópusambandsins. Fyrir vikið hafa fyrst og fremst evrópskar vörur verið í boði í Costco á Íslandi, ekki sízt brezkar, en mun minna af bandarískum og kanadískum en upphaflega stóð til. Hlutdeild vöruinnflutnings frá Bandaríkjunum í veltu heildsölufyrirtækisins Innnes hefur dregizt verulega saman á liðnum árum. Ástæðan er einkum regluverk Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn og mikill kostnaður vegna þess. Ekki sízt við endurmerkingar varnings. Til dæmis hætti Innnes að flytja inn bandarískt kex fyrir nokkrum árum af þeim sökum. Fleiri dæmi mætti hæglega nefna í þessum efnum. Samkeppnishæft eða samkeppnishæfara? Með öðrum orðum er EES-samningurinn, sem greiða átti fyrir viðskiptum við Evrópusambandið, í vaxandi mæli viðskiptahindrun gagnvart öðrum mörkuðum sem eru miklu fremur framtíðarmarkaðir. Ísland er utan tollamúra sambandsins en vegna aðildarinnar að samningnum innan regluverksmúra þess. Regluverkið sem taka þarf upp markar í raun svigrúmið sem íslenzk stjórnvöld hafa til þess að semja um fríverzlun. Við þetta bætist að regluverkið í gegnum EES-samninginn er þess utan gjarnan afar íþyngjandi fyrir íslenzkt atvinnulíf óháð allri gullhúðun. Raunar svo íþyngjandi að sjálf stjórnsýslan hefur kvartað undan því. Gjarnan er sagt að samningurinn þýði að íslenzkt atvinnulíf sé samkeppnishæft á við atvinnulíf annarra ríkja innan EES en nær er að segja að vegna hans sé hérlent atvinnulíf jafn ósamkeppnishæft og það. Hins vegar er leið út úr þessum aðstæðum sem ríki heimsins kjósa allajafna að fara þegar þau semja um viðskipti sín á milli. Ekki sízt stærstu efnahagsveldin með sína miklu viðskiptahagsmuni. Þar með talið Evrópusambandið. Víðtækur fríverzlunarsamningur. Leið sem, ólíkt EES-samningnum, felur ekki í sér hindranir í viðskiptum við önnur ríki, upptöku íþyngjandi regluverks eða vaxandi framsal valds yfir eigin málum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Bandaríkin Hjörtur J. Guðmundsson Utanríkismál Mest lesið Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Skoðun Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Sjá meira
Flest bendir til þess að fríverzlunarsamningur við Bandaríkin sé ekki í kortunum á meðan Ísland er aðili að EES-samningnum. Vandséð er þannig að stjórnvöld í Washington væru reiðubúin til þess að fallast á það að innfluttar bandarískar vörur til Íslands þyrftu að taka mið af regluverki Evrópusambandsins sem oft er mjög ólíkt því sem gerist vestra og gjarnan beinlínis hannað til þess að vernda framleiðslu innan þess. Vert er að hafa í huga að Evrópusambandið er í grunninn tollabandalag en slík bandalög eru í eðli sínu andstaðan við frjáls milliríkjaviðskipti enda markmiðið með þeim að vernda framleiðslu innan þeirra fyrir utanaðkomandi samkeppni. Í seinni tíð, samhliða lækkun tolla á heimsvísu, hafa tæknilegar viðskiptahindranir í formi regluverks tekið við sem helzta leiðin til þess að viðhalda verndarhyggju í milliríkjaviðskiptum. Verulegur hluti regluverks Evrópusambandsins á sviði viðskipta er hannaður sem tæknilegar viðskiptahindranir til þess að vernda framleiðslu í ríkjum þess. Þar er allajafna um að ræða framleiðslu sem tengist á engan hátt íslenzkum hagsmunum. Misheppnaðar fríverzlunarviðræður Bandaríkjanna og sambandsins, sem náðu í raun aldrei flugi, snerust enda fyrst og fremst um slíkar tæknilegar viðskiptahindranir. Þegar Costco rakst á EES-samninginn Fram kemur í greinargerð matvælaráðuneytisins sem fylgdi drögum að reglugerð, sem breyta átti reglum um matvælamerkingar í frjálsræðisátt en náðu ekki fram að ganga vegna EES-samningsins, að regluverk sem tekið hafi verið upp í gegnum hann hafi „skapað viðskiptahindrun við nánustu viðskiptalönd Íslands utan EES og minnkað svigrúm EFTA-EES ríkjanna til að gera viðskiptasamninga við ríki utan EES.“ Til stóð upphaflega að Costco á Íslandi yrði útibú frá starfsemi fyrirtækisins í Kanada. Þegar stjórnendur Costco ráku sig hins vegar á EES-samninginn var ákveðið að í staðinn yrði um að ræða útibú frá Bretland sem þá var enn innan Evrópusambandsins. Fyrir vikið hafa fyrst og fremst evrópskar vörur verið í boði í Costco á Íslandi, ekki sízt brezkar, en mun minna af bandarískum og kanadískum en upphaflega stóð til. Hlutdeild vöruinnflutnings frá Bandaríkjunum í veltu heildsölufyrirtækisins Innnes hefur dregizt verulega saman á liðnum árum. Ástæðan er einkum regluverk Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn og mikill kostnaður vegna þess. Ekki sízt við endurmerkingar varnings. Til dæmis hætti Innnes að flytja inn bandarískt kex fyrir nokkrum árum af þeim sökum. Fleiri dæmi mætti hæglega nefna í þessum efnum. Samkeppnishæft eða samkeppnishæfara? Með öðrum orðum er EES-samningurinn, sem greiða átti fyrir viðskiptum við Evrópusambandið, í vaxandi mæli viðskiptahindrun gagnvart öðrum mörkuðum sem eru miklu fremur framtíðarmarkaðir. Ísland er utan tollamúra sambandsins en vegna aðildarinnar að samningnum innan regluverksmúra þess. Regluverkið sem taka þarf upp markar í raun svigrúmið sem íslenzk stjórnvöld hafa til þess að semja um fríverzlun. Við þetta bætist að regluverkið í gegnum EES-samninginn er þess utan gjarnan afar íþyngjandi fyrir íslenzkt atvinnulíf óháð allri gullhúðun. Raunar svo íþyngjandi að sjálf stjórnsýslan hefur kvartað undan því. Gjarnan er sagt að samningurinn þýði að íslenzkt atvinnulíf sé samkeppnishæft á við atvinnulíf annarra ríkja innan EES en nær er að segja að vegna hans sé hérlent atvinnulíf jafn ósamkeppnishæft og það. Hins vegar er leið út úr þessum aðstæðum sem ríki heimsins kjósa allajafna að fara þegar þau semja um viðskipti sín á milli. Ekki sízt stærstu efnahagsveldin með sína miklu viðskiptahagsmuni. Þar með talið Evrópusambandið. Víðtækur fríverzlunarsamningur. Leið sem, ólíkt EES-samningnum, felur ekki í sér hindranir í viðskiptum við önnur ríki, upptöku íþyngjandi regluverks eða vaxandi framsal valds yfir eigin málum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar