Fleiri vildu lag Heru en Bashar til Malmö Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. mars 2024 10:34 Hera Björk syngur Eurovision framlag Íslands í ár, Scared of Heights. Vísir/Hulda Margrét Fleiri Íslendingar er óánægðir með framlag Íslands í Eurovision 2024, lagið Scared of Heights í flutningi Heru Bjarkar, en ánægðir, eða rúm fjörutíu prósent. Þó vildu fleiri á sama tíma að lagið yrði framlag Íslands frekar en lagið Wild West með Bashar Murad sem lenti í öðru sæti. Þá vilja flestir að Ísland sitji hjá í Eurovision í ár. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar Maskínu sem fram fór dagana 6. til 12. mars. 39,5 prósent svarenda sögðust vera óánægðir með framlag Íslands en 33,4 prósent voru ánægðir. 27,1 prósent svarenda völdu valkostinn „í meðallagi.“ Þá voru svarendur einnig beðnir um að velja á milli laganna í lokaeinvígi Söngvakeppninnar, Scared of Heights og Wild West og þeir spurðir hvort laganna þeir vildu að yrði valið sem framlag Íslands til Eurovision. 42 prósent svarenda völdu lag Heru Bjarkar en 37,9 prósent völdu lag Bashar Murad. Tuttugu prósent svarenda sögðust hafa verið sama. Flestir svarenda vilja svo að Ísland sitji hjá í Eurovision í ár, eða 42,2 prósent. 32,3 prósent vilja að Ísland taki þátt en 25,5 prósent er sama. Konur og ungt fólk ósáttara Í könnun Maskínu er þátttakendum og svörum þeirra skipt upp eftir kyni, aldri, búsetu, menntun og heimilistekjum. Þannnig voru fleiri karlar en konur voru ánægðir með framlag Heru Bjarkar. 38,2 prósent karla sem svöruðu spurningunni um framlag Íslands sögðust ánægðir með framlagið en 28,6 prósent kvenna. Jafnt var milli kynjanna meðal þeirra sem sögðust vera sama eða rúm 27 prósent karla og 27,2 prósent kvenna. 44,2 prósent kvenna sögðust vera óánægðar með Scared of Heights en 34,8 prósent karla. Þegar litið er til aldurs má sjá að yngra fólk er ósáttara með framlag Íslands og lag Heru. 47,5 prósent fólks á aldrinum 18 til 29 ára segist vera óánægt og 57,9 prósent fólks á aldrinum 30 til 39 ára. Á sama tíma segjast 49,6 prósent fólks sem er 60 ára og eldra vera ánægt með framlag Íslands. 19,9 prósent fólks í sama hópi sagðist vera óánægt. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins sáttastir en Pírata óánægðastir Þá er menntaðra fólk óánægðara með framlagið. 52,5 prósent fólks með háskólapróf segist vera óánægt en einungis 23,8 prósent þeirra segjast vera ánægð. Á sama tíma eru 40,9 prósent fólks með grunnskólapróf sátt við framlagið en 29,1 prósent þeirra ósátt. Fleiri Reykvíkingar eru ósáttir við framlagið en íbúar annarra landshluta. 50,1 prósent Reykvíkinga eru óánægðir en 25,7 prósent ánægðir. Flestir eru ánægðir með framlagið á Vesturlandi og á Vestfjörðum en þar eru 47 prósent ánægðir en einungis 25,4 prósent óánægð. Þá eru kjósendur Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins ánægðastir með framlagið. Fimmtíu prósent kjósenda Miðflokksins segist vera ánægður og 55,6 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins. Kjósendur Pírata eru hinsvegar þeir óánægðustu með framlagið en alls sögðust 81,1 prósent kjósenda flokksins vera óánægðir en einungis 1,5 prósent var ánægt. Næst á eftir voru kjósendur Sósíalistaflokksins og Samfylkingarinnar en 61,7 prósent kjósenda Sósíalistaflokksins var óánægt og 55 prósent kjósenda Samfylkingarinnar. Austfirðingar og Píratar vilja sitja hjá Fleiri karlar en konur vilja að Ísland sitji hjá Í Eurovision að þessu sinni. 53,9 prósent kvenna vilja að Ísland sitji hjá en einungis 31,7 prósent karla. Ungt fólk er líklegra til að vilja að Ísland sitji hjá. Þá skera Austfirðingar sig úr svarendum frá öðrum landshlutum en þar er mestur munur í fjölda þeirra sem vilja sitja hjá í keppninni í ár og milli þeirra sem vilja keppa. 60,7 prósent svarenda sem búsettir eru á Austurlandi vilja sitja hjá en einungis 14,9 prósent vill keppa. Þá er Vesturland og Vestfirðir eini landshlutinn þar sem fleiri vilja að Ísland keppi en sitji hjá, naumlega þó. 31,2 prósent þar vilja að Ísland keppi en 30,7 prósent svarenda að Ísland sitji hjá. Kjósendur Pírata vilja flestir sitja hjá, eða 83,5 prósent þeirra á meðan einungis 4,7 prósent kjósenda flokksins vill að Ísland keppi. Meirihluti kjósenda Samfylkingar, Sósíalistaflokksins, Viðreisnar og Vinstri grænna vill að Ísland sitji hjá í keppninni í ár. Á meðan vilja flestir kjósendur Sjálfstæðisflokksins að Ísland taki þátt, eða 66,9 prósent og vilja einungis 15,5 prósent kjósenda flokksins sniðganga keppnina. Meirihluti kjósenda Flokk fólksins, Framsóknarflokksins og Miðflokksins vilja að Ísland keppi í ár. Eurovision Skoðanakannanir Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Sjá meira
Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar Maskínu sem fram fór dagana 6. til 12. mars. 39,5 prósent svarenda sögðust vera óánægðir með framlag Íslands en 33,4 prósent voru ánægðir. 27,1 prósent svarenda völdu valkostinn „í meðallagi.“ Þá voru svarendur einnig beðnir um að velja á milli laganna í lokaeinvígi Söngvakeppninnar, Scared of Heights og Wild West og þeir spurðir hvort laganna þeir vildu að yrði valið sem framlag Íslands til Eurovision. 42 prósent svarenda völdu lag Heru Bjarkar en 37,9 prósent völdu lag Bashar Murad. Tuttugu prósent svarenda sögðust hafa verið sama. Flestir svarenda vilja svo að Ísland sitji hjá í Eurovision í ár, eða 42,2 prósent. 32,3 prósent vilja að Ísland taki þátt en 25,5 prósent er sama. Konur og ungt fólk ósáttara Í könnun Maskínu er þátttakendum og svörum þeirra skipt upp eftir kyni, aldri, búsetu, menntun og heimilistekjum. Þannnig voru fleiri karlar en konur voru ánægðir með framlag Heru Bjarkar. 38,2 prósent karla sem svöruðu spurningunni um framlag Íslands sögðust ánægðir með framlagið en 28,6 prósent kvenna. Jafnt var milli kynjanna meðal þeirra sem sögðust vera sama eða rúm 27 prósent karla og 27,2 prósent kvenna. 44,2 prósent kvenna sögðust vera óánægðar með Scared of Heights en 34,8 prósent karla. Þegar litið er til aldurs má sjá að yngra fólk er ósáttara með framlag Íslands og lag Heru. 47,5 prósent fólks á aldrinum 18 til 29 ára segist vera óánægt og 57,9 prósent fólks á aldrinum 30 til 39 ára. Á sama tíma segjast 49,6 prósent fólks sem er 60 ára og eldra vera ánægt með framlag Íslands. 19,9 prósent fólks í sama hópi sagðist vera óánægt. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins sáttastir en Pírata óánægðastir Þá er menntaðra fólk óánægðara með framlagið. 52,5 prósent fólks með háskólapróf segist vera óánægt en einungis 23,8 prósent þeirra segjast vera ánægð. Á sama tíma eru 40,9 prósent fólks með grunnskólapróf sátt við framlagið en 29,1 prósent þeirra ósátt. Fleiri Reykvíkingar eru ósáttir við framlagið en íbúar annarra landshluta. 50,1 prósent Reykvíkinga eru óánægðir en 25,7 prósent ánægðir. Flestir eru ánægðir með framlagið á Vesturlandi og á Vestfjörðum en þar eru 47 prósent ánægðir en einungis 25,4 prósent óánægð. Þá eru kjósendur Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins ánægðastir með framlagið. Fimmtíu prósent kjósenda Miðflokksins segist vera ánægður og 55,6 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins. Kjósendur Pírata eru hinsvegar þeir óánægðustu með framlagið en alls sögðust 81,1 prósent kjósenda flokksins vera óánægðir en einungis 1,5 prósent var ánægt. Næst á eftir voru kjósendur Sósíalistaflokksins og Samfylkingarinnar en 61,7 prósent kjósenda Sósíalistaflokksins var óánægt og 55 prósent kjósenda Samfylkingarinnar. Austfirðingar og Píratar vilja sitja hjá Fleiri karlar en konur vilja að Ísland sitji hjá Í Eurovision að þessu sinni. 53,9 prósent kvenna vilja að Ísland sitji hjá en einungis 31,7 prósent karla. Ungt fólk er líklegra til að vilja að Ísland sitji hjá. Þá skera Austfirðingar sig úr svarendum frá öðrum landshlutum en þar er mestur munur í fjölda þeirra sem vilja sitja hjá í keppninni í ár og milli þeirra sem vilja keppa. 60,7 prósent svarenda sem búsettir eru á Austurlandi vilja sitja hjá en einungis 14,9 prósent vill keppa. Þá er Vesturland og Vestfirðir eini landshlutinn þar sem fleiri vilja að Ísland keppi en sitji hjá, naumlega þó. 31,2 prósent þar vilja að Ísland keppi en 30,7 prósent svarenda að Ísland sitji hjá. Kjósendur Pírata vilja flestir sitja hjá, eða 83,5 prósent þeirra á meðan einungis 4,7 prósent kjósenda flokksins vill að Ísland keppi. Meirihluti kjósenda Samfylkingar, Sósíalistaflokksins, Viðreisnar og Vinstri grænna vill að Ísland sitji hjá í keppninni í ár. Á meðan vilja flestir kjósendur Sjálfstæðisflokksins að Ísland taki þátt, eða 66,9 prósent og vilja einungis 15,5 prósent kjósenda flokksins sniðganga keppnina. Meirihluti kjósenda Flokk fólksins, Framsóknarflokksins og Miðflokksins vilja að Ísland keppi í ár.
Eurovision Skoðanakannanir Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Sjá meira