Ábendingum um aðstoð fyrir Blæsa rigndi yfir fjölskylduna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. mars 2024 07:00 Siljá Brá Guðlaugsdóttir með nýjasta fjölskyldumeðliminum honum Blæsa. Vísir/Vilhelm Ábendingum um aðstoð fyrir nýjasta fjölskyldumeðliminn í fjölskyldu Silju Brá Guðlaugsdóttur, hinum ellefu vikna gamla hvolpi Blæsa, rigndi yfir fjölskylduna eftir að Silja birti mynd af hvolpinum inni á hópi hundaáhugamanna á samfélagsmiðlinum Facebook. Blæsi er heyrnarlaus og sjóndapur vegna erfðagalla. „Þetta er ótrúlegt, það er alveg ljóst að fólki er ekki sama um þetta kríli,“ segir Silja Brá í samtali við Vísi. Hún óskaði eftir upplýsingum um það hvar hún gæti fundið hvolpanámskeið eða þjálfara sem kann að vinna með hundum í þessari stöðu. Segir Blæsa hafa valið fjölskylduna Blæsi er ástralskur fjárhundur að upplagi með íslenskan fjárhund og border collie í blóðinu. Hann var síðastur tólf systkina sinna til þess að fá heimili og sá eini með erfðagalla. Silja segir fjölskylduna ekki hafa þurft að hugsa sig tvisvar um hvort þau vildu eignast Blæsa. „Hann valdi okkur, held ég,“ segir Silja. Hún segir börnin sín þrjú lengi hafa viljað eignast hund og Blæsa því tekið fagnandi á nýju heimili. Tveir kettir heimilisins sem fyrir eru hafi meira að segja tekið Blæsa nokkuð vel. „Þó þær séu náttúrulega ekkert voðalega spenntar,“ segir Silja hlæjandi. „En það er náttúrulega svo sérstakt að hann fer ekkert í þær, af því að hann sér þær náttúrulega ekki. Svo geltir hann lítið sem ekkert og er voðalega blíður og rólegur.“ Fjölskyldan er himinlifandi yfir Blæsa. Vísir/Vilhelm Silja segir ljóst að huga þurfi betur að Blæsa en öðrum hundum. Hann þurfi mikla snertingu og þörf til þess að vera nálægt fjölskyldunni. „Hann fær að sofa upp í hjá okkur og er mjög kelinn.“ Kom með sérstök gleraugu handa Blæsa Eins og áður segir vakti færsla Silju inni á Facebook mikla athygli. Rúmlega þúsund manns brugðust við færslunni og rúmlega áttatíu skrifuðu við hana athugasemdir. Silja segist hafa fundið þjálfara við hæfi og er eðli málsins samkvæmt himinlifandi yfir viðbrögðunum. Nafn Blæsa var samvinnuverkefni allrar fjölskyldunnar. Vísir/Vilhelm „Maður er orðinn hluti af svona samfélagi núna,“ segir Silja. Hún segist meira að segja hafa fengið heimsókn frá stelpu sem hafi frétt af Blæsa. „Hún kom með svona sérstök hundagleraugu fyrir okkur og átti semsagt hund sem var einmitt hálf sjónskertur og heyrnarlaus, en reyndar fæddist ekki þannig eins og Blæsi. Hún vildi prufa að lána okkur þau, þetta eru svona sólgleraugu, til að athuga hvort það gæti ekki hjálpað honum með birtu og svona.“ En hvaðan kemur nafnið Blæsi? „Fyrst datt mér í hug nafnið Blær, af því að hann er með svona pínu ljósan blett á rassinum. Svo sagði maðurinn minn, hann Styrmir Örn, að það væri betra að vera með tvo samhljóða eins og Nonni. Svo vildi litli strákurinn minn að hann myndi heita Blæja eins og í teiknimyndinni. Þá datt manninum mínum í hug nafnið Blæsi, sem við höfum aldrei heyrt áður og það er svo skemmtilegt og öðruvísi nafn sem er svo geggjað fyrir hann og við voru öll sammála um það.“ Blæsi með gleraugun góðu. Dýr Hundar Gæludýr Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Sjá meira
„Þetta er ótrúlegt, það er alveg ljóst að fólki er ekki sama um þetta kríli,“ segir Silja Brá í samtali við Vísi. Hún óskaði eftir upplýsingum um það hvar hún gæti fundið hvolpanámskeið eða þjálfara sem kann að vinna með hundum í þessari stöðu. Segir Blæsa hafa valið fjölskylduna Blæsi er ástralskur fjárhundur að upplagi með íslenskan fjárhund og border collie í blóðinu. Hann var síðastur tólf systkina sinna til þess að fá heimili og sá eini með erfðagalla. Silja segir fjölskylduna ekki hafa þurft að hugsa sig tvisvar um hvort þau vildu eignast Blæsa. „Hann valdi okkur, held ég,“ segir Silja. Hún segir börnin sín þrjú lengi hafa viljað eignast hund og Blæsa því tekið fagnandi á nýju heimili. Tveir kettir heimilisins sem fyrir eru hafi meira að segja tekið Blæsa nokkuð vel. „Þó þær séu náttúrulega ekkert voðalega spenntar,“ segir Silja hlæjandi. „En það er náttúrulega svo sérstakt að hann fer ekkert í þær, af því að hann sér þær náttúrulega ekki. Svo geltir hann lítið sem ekkert og er voðalega blíður og rólegur.“ Fjölskyldan er himinlifandi yfir Blæsa. Vísir/Vilhelm Silja segir ljóst að huga þurfi betur að Blæsa en öðrum hundum. Hann þurfi mikla snertingu og þörf til þess að vera nálægt fjölskyldunni. „Hann fær að sofa upp í hjá okkur og er mjög kelinn.“ Kom með sérstök gleraugu handa Blæsa Eins og áður segir vakti færsla Silju inni á Facebook mikla athygli. Rúmlega þúsund manns brugðust við færslunni og rúmlega áttatíu skrifuðu við hana athugasemdir. Silja segist hafa fundið þjálfara við hæfi og er eðli málsins samkvæmt himinlifandi yfir viðbrögðunum. Nafn Blæsa var samvinnuverkefni allrar fjölskyldunnar. Vísir/Vilhelm „Maður er orðinn hluti af svona samfélagi núna,“ segir Silja. Hún segist meira að segja hafa fengið heimsókn frá stelpu sem hafi frétt af Blæsa. „Hún kom með svona sérstök hundagleraugu fyrir okkur og átti semsagt hund sem var einmitt hálf sjónskertur og heyrnarlaus, en reyndar fæddist ekki þannig eins og Blæsi. Hún vildi prufa að lána okkur þau, þetta eru svona sólgleraugu, til að athuga hvort það gæti ekki hjálpað honum með birtu og svona.“ En hvaðan kemur nafnið Blæsi? „Fyrst datt mér í hug nafnið Blær, af því að hann er með svona pínu ljósan blett á rassinum. Svo sagði maðurinn minn, hann Styrmir Örn, að það væri betra að vera með tvo samhljóða eins og Nonni. Svo vildi litli strákurinn minn að hann myndi heita Blæja eins og í teiknimyndinni. Þá datt manninum mínum í hug nafnið Blæsi, sem við höfum aldrei heyrt áður og það er svo skemmtilegt og öðruvísi nafn sem er svo geggjað fyrir hann og við voru öll sammála um það.“ Blæsi með gleraugun góðu.
Dýr Hundar Gæludýr Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Sjá meira