Frelsi og fjárhagslegt öryggi ungbarnafjölskyldna Vilhjálmur Árnason skrifar 16. mars 2024 08:00 Í síðustu viku var skrifað undir svokallaðan stöðugleikasamning á milli Samtaka atvinnulífsins og breiðfylkingar stéttarfélaga. Ríkisstjórnin og Samband íslenskra sveitarfélaga lögðu sameiginlega fram aðgerðir til að greiða fyrir gerð kjarasamninga sem gilda til næstu fjögurra ára. Ein þessara aðgerða ber sérstaklega að fagna, en það er hækkun hámarksgreiðsla úr Fæðingarorlofssjóði, er svo sannarlega löngu tímabær og ber henni að fagna. Hækkun hámarksgreiðsla úr Fæðingarorlofssjóði hefur það að markmiði að treysta fjárhagslegt öryggi ungbarnafjölskyldna og tryggja samvistir barna við báða foreldra. Hámarksgreiðslur verða þannig hækkaðar í þremur áföngum á næstum tveimur árum: Þann 1. apríl 2024 úr 600.000 þúsund krónum á mánuði í 700.000 kr., frá og með 1. janúar 2025 í 800.000 kr. og frá og með 1. janúar 2026 í 900.000 kr. Það er löngu orðið ljóst að núverandi þak fæðingarorlofsgreiðsla, sem ekki hefur hækkað svo árum skiptir, hefur leitt um of til tekjufalls foreldra í fæðingarorlofi. Þetta hefur einna helst bitnað á mæðrum, sem að jafnaði taka lengra fæðingarorlof en feður. Hækkun hámarksgreiðsla mun vonandi leiða til þess að feður taki stærri hluta þess 12 mánaða fæðingarorlofs sem foreldrar eiga rétt á en hingað hefur tíðkast. Í þessu samhengi er rétt að benda á að hækkun greiðsla er eflaust mun betur til þess fallin að draga úr áhrifum á launatekjur foreldra heldur en fjölgun orlofsmánaða. Í kjölfarið af þessum tímabæru breytingum er rétt að líta til þess að auka frelsi foreldra í fæðingarorlofi þannig að þeir ráði sjálfir hvernig þeir skipti orlofsmánuðum á milli sín. Foreldrar geta þá hverju sinni ráðstafað orlofi sínu eins og þeir telja sér og barni sínu fyrir bestu, án þess að hið opinbera skipti sér af. Höfundur er alþingismaður og ritari Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Börn og uppeldi Fjármál heimilisins Kjaramál Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku var skrifað undir svokallaðan stöðugleikasamning á milli Samtaka atvinnulífsins og breiðfylkingar stéttarfélaga. Ríkisstjórnin og Samband íslenskra sveitarfélaga lögðu sameiginlega fram aðgerðir til að greiða fyrir gerð kjarasamninga sem gilda til næstu fjögurra ára. Ein þessara aðgerða ber sérstaklega að fagna, en það er hækkun hámarksgreiðsla úr Fæðingarorlofssjóði, er svo sannarlega löngu tímabær og ber henni að fagna. Hækkun hámarksgreiðsla úr Fæðingarorlofssjóði hefur það að markmiði að treysta fjárhagslegt öryggi ungbarnafjölskyldna og tryggja samvistir barna við báða foreldra. Hámarksgreiðslur verða þannig hækkaðar í þremur áföngum á næstum tveimur árum: Þann 1. apríl 2024 úr 600.000 þúsund krónum á mánuði í 700.000 kr., frá og með 1. janúar 2025 í 800.000 kr. og frá og með 1. janúar 2026 í 900.000 kr. Það er löngu orðið ljóst að núverandi þak fæðingarorlofsgreiðsla, sem ekki hefur hækkað svo árum skiptir, hefur leitt um of til tekjufalls foreldra í fæðingarorlofi. Þetta hefur einna helst bitnað á mæðrum, sem að jafnaði taka lengra fæðingarorlof en feður. Hækkun hámarksgreiðsla mun vonandi leiða til þess að feður taki stærri hluta þess 12 mánaða fæðingarorlofs sem foreldrar eiga rétt á en hingað hefur tíðkast. Í þessu samhengi er rétt að benda á að hækkun greiðsla er eflaust mun betur til þess fallin að draga úr áhrifum á launatekjur foreldra heldur en fjölgun orlofsmánaða. Í kjölfarið af þessum tímabæru breytingum er rétt að líta til þess að auka frelsi foreldra í fæðingarorlofi þannig að þeir ráði sjálfir hvernig þeir skipti orlofsmánuðum á milli sín. Foreldrar geta þá hverju sinni ráðstafað orlofi sínu eins og þeir telja sér og barni sínu fyrir bestu, án þess að hið opinbera skipti sér af. Höfundur er alþingismaður og ritari Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar