Segir son sinn hafa beitt konur ofbeldi í mörg ár Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. mars 2024 10:30 Móðir Jerome Boateng fer ekki fögrum orðum um son sinn í tölvupósti sem Der Spiegel hefur undir höndunum. Martin Rose/Getty Images Móðir þýska knattspyrnumannsins Jerome Boateng segir að leikmaðurinn, sem var dæmdur fyrir heimilisofbeldi árið 2021, hafi beitt konur andlegu og líkamlegu ofbeldi í mörg ár. Árið 2021 var Boateng dæmdur fyrir heimilisofbeldi gegn fyrrverandi kærustu sinni, Sherin Senler. Upphaflega var honum gert að greiða dagsektir upp á 30 þúsund evrur í 60 daga, en ári síðar var dómnum breytt og hann þurfti að greiða 10 þýsund evrur á dag í 120 daga, samtals 1,2 milljónir evra sam samsvarar um 179 milljónum króna á gengi dagsins í dag. Nú fjallar þýski miðillinn Der Spiegel hins vegar um annað mál að hendur Boateng þar sem hann er sakaður um ofbeldi gegn annarri fyrrverandi kærustu. Sú hét Kasia Lenhardt, en hún tók sitt eigið líf þann 9. febrúar árið 2021. Þegar andlát Kasiu Lenhardt var rannsakað fundust yfir 25 klukkustundir af hljóðupptökum á síma hennar sem hún hafði notað mánuðina fyrir andlátið. Þær upptökur styðja við ásakanir á hendur Boateng og lögfræðingur í Berlín staðfestir einnig í samtali við Der Spiegel að Lenhardt hafi ætlað sér að leggja fram kæru á hendur Boateng fyrir líkamsmeiðingar stuttu áður en hún tók sitt eigið líf. 🗣️ Jerome Boateng’s mother: "My son has been mentally and physically abusing women for years, now Kasia Lenhardt has taken his own life and he still doesn't want to face the consequences for his behavior." [@derspiegel] pic.twitter.com/wmbmxGY3qt— SimplyGoal (@SimplyGoal) March 15, 2024 Þá segist þýski miðillinn einnig hafa undir höndum tölvupóstsamskipti móður Boatengs og þýsks lögfræðings þar sem móðir hans, Martina Boateng, segir að sonur sinn hafi lengi stundað það að beita konur ofbeldi. „Sonur minn hefur beitt konur bæði líkamnlegu og andlegu ofbeldi í mörg ár. Nú er Kasia Lenhardt búin að taka eigið líf en hann vill enn ekki horfast í augu við afleiðingar hegðunnar sinnar,“ segir í tölvupósti móður Boatengs. Der Spiegel greinir einnig frá því að miðillinn hafi skilaboð undir höndunum sem ná alla leið til ársins 2019 þar sem Lenhardt sakar Boateng um ofbeldi. Þar kemur meðal annars fram að Lenhardt sakar knattspyrnumanninn um að hafa nánast brotið á sér þumalinn og að hafa kastað glösum í átt að sér, ásamt myndum af ýmsum áverkum. Boateng á að baki 76 leiki fyrir þýska landsliðið og varð heimsmeistari með Þjóðverjum árið 2014. Hann leikur í dag með ítalska liðinu Salernitana, en varð á sínum tíma enskur bikarmeistari með Manchester City áður en hann gekk í raðir Bayern München þar sem hann vann þýsku deildina níu sinnum og Meistaradeild Evrópu í tvígang. Heimilisofbeldi Þýski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Sjá meira
Árið 2021 var Boateng dæmdur fyrir heimilisofbeldi gegn fyrrverandi kærustu sinni, Sherin Senler. Upphaflega var honum gert að greiða dagsektir upp á 30 þúsund evrur í 60 daga, en ári síðar var dómnum breytt og hann þurfti að greiða 10 þýsund evrur á dag í 120 daga, samtals 1,2 milljónir evra sam samsvarar um 179 milljónum króna á gengi dagsins í dag. Nú fjallar þýski miðillinn Der Spiegel hins vegar um annað mál að hendur Boateng þar sem hann er sakaður um ofbeldi gegn annarri fyrrverandi kærustu. Sú hét Kasia Lenhardt, en hún tók sitt eigið líf þann 9. febrúar árið 2021. Þegar andlát Kasiu Lenhardt var rannsakað fundust yfir 25 klukkustundir af hljóðupptökum á síma hennar sem hún hafði notað mánuðina fyrir andlátið. Þær upptökur styðja við ásakanir á hendur Boateng og lögfræðingur í Berlín staðfestir einnig í samtali við Der Spiegel að Lenhardt hafi ætlað sér að leggja fram kæru á hendur Boateng fyrir líkamsmeiðingar stuttu áður en hún tók sitt eigið líf. 🗣️ Jerome Boateng’s mother: "My son has been mentally and physically abusing women for years, now Kasia Lenhardt has taken his own life and he still doesn't want to face the consequences for his behavior." [@derspiegel] pic.twitter.com/wmbmxGY3qt— SimplyGoal (@SimplyGoal) March 15, 2024 Þá segist þýski miðillinn einnig hafa undir höndum tölvupóstsamskipti móður Boatengs og þýsks lögfræðings þar sem móðir hans, Martina Boateng, segir að sonur sinn hafi lengi stundað það að beita konur ofbeldi. „Sonur minn hefur beitt konur bæði líkamnlegu og andlegu ofbeldi í mörg ár. Nú er Kasia Lenhardt búin að taka eigið líf en hann vill enn ekki horfast í augu við afleiðingar hegðunnar sinnar,“ segir í tölvupósti móður Boatengs. Der Spiegel greinir einnig frá því að miðillinn hafi skilaboð undir höndunum sem ná alla leið til ársins 2019 þar sem Lenhardt sakar Boateng um ofbeldi. Þar kemur meðal annars fram að Lenhardt sakar knattspyrnumanninn um að hafa nánast brotið á sér þumalinn og að hafa kastað glösum í átt að sér, ásamt myndum af ýmsum áverkum. Boateng á að baki 76 leiki fyrir þýska landsliðið og varð heimsmeistari með Þjóðverjum árið 2014. Hann leikur í dag með ítalska liðinu Salernitana, en varð á sínum tíma enskur bikarmeistari með Manchester City áður en hann gekk í raðir Bayern München þar sem hann vann þýsku deildina níu sinnum og Meistaradeild Evrópu í tvígang.
Heimilisofbeldi Þýski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Sjá meira