Dagur hefur farið vel af stað með króatíska liðið síðan hann tók við stjórnartaumunum fyrir rétt rúmum tveimur vikum og er liðið nú svo gott sem búið að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum.
Króatar unnu sex marka sigur gegn Austurríkismönnum í fyrsta leik Dags síðastliðinn fimmtudag og sigurinn gegn Þjóðverjum í dag þýðir að ótrúlegir hlutir þurfa að gerasty ef Króatar eiga að missa af Ólympíusætinu.
Króatíska liðið hafði góð tök á leiknum gegn Þjóðverjum í fyrri hálfleik í dag og leiddi með sex mörkum þegar liðin gengu til búningsherbergja, staðan 10-16.
Í síðari hálfleik tókst Þjóðverjum að minnka muninn niður í tvö mörk, en Króatar náðu tökum á leiknum á ný á lokamínútunum og unnu að lokum þriggja marka sigur, 30-33.
Króatía trónir því á toppi riðils 2 með fjögur stig eftir fjóra leiki, tveimur stigum meira en :jóðverjar sem sitja í öðru sæti. Austurríki og Alsír eru hins vegar án stiga, en þau mætast síðar í dag.