Grætti boltastrák þegar Coventry skoraði sigurmarkið Smári Jökull Jónsson skrifar 17. mars 2024 07:01 Mark Robins knattspyrnustjóri Coventry ásamt markmannsþjálfaranum Aled Williams. Vísir/Getty Coventry vann magnaðan sigur á Wolves í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í gær. Knattspyrnustjóri liðsins fékk þó gagnrýni fyrir framkomu sína í leiknum. Leikur Coventry og Wolves í ensku bikarkeppninni í gær hafði allt það sem frábær bikarleikur á að hafa. Úlfarnir virtust vera að tryggja sér sæti í undanúrslitum en Coventry, sem leikur í næst efstu deild, skoraði tvö mörk í uppbótartíma og stal sigrinum. Eftir leikinn fékk knattspyrnustjóri Coventry Mark Robins á sig gagnrýni fyrir framkomu sína í leiknum. Þegar hann fagnaði sigurmarki liðsins sneri hann sér í átt að boltastrák við hliðarlínuna og öskraði af gleði. Hann faðmaði síðan samstarfsmann sinn áður en hann sneri sér aftur að boltastráknum og kreppti hnefann. Eftir atvikið kom starfsmaður Wolves að Robins og ræddi málið við Robins. „Það var mikilvægt fyrir mig að ræða við hann. Hann baðst afsökunar en að fagna í andlitið á ungum dreng eins og hann gerði, mér finnst það ógeðslegt. Strákurinn er mjög leiður og þetta á ekki að gerast. Þeir eru bara að vinna sína vinnu.“ Robins baðst eins og áður segir afsökunar eftir leik en var þó ekki lengi að segja blaðamönnum frá sinni hlið á málinu. Hann vildi meina að boltastrákurinn væri viljandi að eyða tíma. „Áður en þetta gerðist var boltastrákur með bolta í höndunum og lét hann detta í jörðina og gekk í burtu. Með bros á vörum. Það pirraði mig virkilega. En hann er barn og ég biðst skilyrðislaust afsökunar.“ Síðan Robins tók við starfi knattspyrnustjóra árið 2017 hefur Coventry gengið vel og komist tvisvar upp um deild og er nú í undanúrslitum bikarsins í fyrsta sinn síðan árið 1987. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Robins kemst í fréttirnar því hann skammaði leikmenn sína fyrir að hafa farið í leikinn „Steinn, skæri, blað“ þegar skera átti úr um hver ætti að taka vítaspyrnu í leik liðsins í febrúar. Mest lesið Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Sjá meira
Leikur Coventry og Wolves í ensku bikarkeppninni í gær hafði allt það sem frábær bikarleikur á að hafa. Úlfarnir virtust vera að tryggja sér sæti í undanúrslitum en Coventry, sem leikur í næst efstu deild, skoraði tvö mörk í uppbótartíma og stal sigrinum. Eftir leikinn fékk knattspyrnustjóri Coventry Mark Robins á sig gagnrýni fyrir framkomu sína í leiknum. Þegar hann fagnaði sigurmarki liðsins sneri hann sér í átt að boltastrák við hliðarlínuna og öskraði af gleði. Hann faðmaði síðan samstarfsmann sinn áður en hann sneri sér aftur að boltastráknum og kreppti hnefann. Eftir atvikið kom starfsmaður Wolves að Robins og ræddi málið við Robins. „Það var mikilvægt fyrir mig að ræða við hann. Hann baðst afsökunar en að fagna í andlitið á ungum dreng eins og hann gerði, mér finnst það ógeðslegt. Strákurinn er mjög leiður og þetta á ekki að gerast. Þeir eru bara að vinna sína vinnu.“ Robins baðst eins og áður segir afsökunar eftir leik en var þó ekki lengi að segja blaðamönnum frá sinni hlið á málinu. Hann vildi meina að boltastrákurinn væri viljandi að eyða tíma. „Áður en þetta gerðist var boltastrákur með bolta í höndunum og lét hann detta í jörðina og gekk í burtu. Með bros á vörum. Það pirraði mig virkilega. En hann er barn og ég biðst skilyrðislaust afsökunar.“ Síðan Robins tók við starfi knattspyrnustjóra árið 2017 hefur Coventry gengið vel og komist tvisvar upp um deild og er nú í undanúrslitum bikarsins í fyrsta sinn síðan árið 1987. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Robins kemst í fréttirnar því hann skammaði leikmenn sína fyrir að hafa farið í leikinn „Steinn, skæri, blað“ þegar skera átti úr um hver ætti að taka vítaspyrnu í leik liðsins í febrúar.
Mest lesið Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Sjá meira