Sport

Dag­skráin í dag: Subway-deild karla og Karó­lína Lea í eld­línunni

Smári Jökull Jónsson skrifar
Benedikt Guðmundsson og lærisveinar hans mæta Blikum í Subway-deildinni í kvöld.
Benedikt Guðmundsson og lærisveinar hans mæta Blikum í Subway-deildinni í kvöld. Vísir/Diego

Það eru fimm beinar útsendingar á dagskrá á íþróttarásum Stöðvar 2 í dag. Þar á meðal er frestaður leikur í Subway-deild karla og þá spilar Leverkusen í efstu deild kvenna í Þýskalandi.

Stöð 2 Sport

Leikur Njarðvíkur og Breiðabliks í Subway-deild karla verður í beinni útsendingu frá klukkan 19:05 en leiknum var frestað á sínum tíma vegna vatnsleysis í Njarðvík í kjölfar eldgoss við Grindavík. Njarðvík getur farið eitt upp í annað sæti deildarinnar með sigri.

Stöð 2 Sport 2

Lögmál leiksins eru á dagskrá klukkan 20:00 en þar verður farið yfir gang mála í NBA-deildinni í körfuknattleik. Þátturinn er í umsjón Kjartans Atla Kjartanssonar.

Stöð 2 Esport

GameTíví er á sínum stað klukkan 19:30 en þar verður farið yfir allt það helsta í tölvuleikjaheiminum.

Vodafone Sport

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir verður í baráttunni með Leverkusen með FC Köln í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Leverkusen getur lyft sér upp í 5. sæti deildarinnar með sigri.

Klukkan 00:35 í nótt er komið að NHL-deildinni í íshokký þar sem lið Calcary Flames og Washington Capitals eigast við. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×