Það muna eflaust margir eftir því þegar Magni tók þátt í bandarísku raunveruleikaþáttunum Rockstar Supernova á sínum tíma og hafnaði þar í fjórða sætinu.
Einn af hans helstu flutningum í þáttunum var þegar hann tók lagið Dolphin's Cry með Live. Flutningur sem margir Íslendingar muna vel eftir.
Magni var beðinn um að flytja lagið aftur á föstudagskvöldið og varð allt vitlaust í salnum eins og sjá má hér að neðan.