Forsendur krafna um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar 18. mars 2024 10:01 Ég sé að ýmsum finnst skjóta skökku við að ég skuli í grein fyrir helgi hafa lagst gegn áformuðu frumvarpi um kröfur til leigubílstjóra um íslenskukunnáttu, í ljósi þess að ég hafi gefið mig út fyrir að vera sérstakur talsmaður íslenskunnar og lagt áherslu á að hún sé notuð við allar aðstæður. Þess vegna verð ég að ítreka að ég er alls ekki á móti því að gerðar séu kröfur um íslenskukunnáttu í ýmsum störfum – ég tel það sjálfsagt og eðlilegt, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Ástæðan fyrir því að ég andmælti væntanlegu frumvarpi var hins vegar sú að það tók ekki heildstætt á málinu – snerist um örlítið brot vinnumarkaðarins og var augljóslega sett fram sem liður í fordómafullri umræðu síðustu vikna um útlendinga á íslenskum vinnumarkaði. Þegar kjarasamningar stóðu fyrir dyrum fyrir hálfu öðru ári, haustið 2022, setti ég fram þá hugmynd að verkalýðhreyfingin gerði kröfu um að erlent starfsfólk gæti stundað íslenskunám á vinnutíma. Þessi hugmynd mæltist vægast sagt illa fyrir hjá verkalýðsforystunni þrátt fyrir að ég benti á að þetta þyrfti ekki að bitna á kröfum hreyfingarinnar til viðsemjenda því að hægt væri að senda ríkinu reikninginn að miklu leyti – eins og gert var í nýafstöðnum samningum. Í þeim taldi ríkið tilvinnandi að leggja fram 20 milljarða á ári til að samningar næðust og ég tel að það hafi verið rétt mat – samningarnir koma láglaunafólki og barnafólki sérstaklega til góða og það er til mikils vinnandi fyrir ríkið að tryggja frið og stöðugleika á vinnumarkaði. En fyrst ríkið telur sig geta snarað út 20 milljörðum í samningana ætti það líka að geta lagt fram myndarlega upphæð til kennslu íslensku sem annars máls. Það er grundvallarforsendan fyrir því að hægt sé að gera auknar kröfur um íslenskukunnáttu í ýmsum störfum. Innflytjendur eiga það skilið að þetta sé gert, þótt ekki væri nema vegna framlags síns til hagvaxtar á Íslandi (hagvöxtur frá 2006-2021 var 0,74% á ári en án innflytjenda hefði hann verið 0,19%). Íslendingar eiga það skilið, ekki síst eldra fólk sem hefur takmarkaða færni í ensku, að geta fengið afgreiðslu og þjónustu á opinberu tungumáli landsins. Ekki síst á íslenskan á það skilið að við sinnum henni og gerum sem flestum kleift að nota hana en fælum fólk ekki frá henni. Þetta kostar vissulega fé, en þótt ekki væri sett í það nema svona eins og tíundi hluti af því sem ríkið ætlar að verja í tengslum við kjarasamninga myndi það margborga sig á stuttum tíma. Atvinnurekendur fengju starfsfólk sem gæti sinnt fjölbreyttari störfum, félli betur inn í samfélagið og væri líklegt til að vera ánægðara. Fólkið sjálft yrði sveigjanlegra, gæti nýtt menntun sína betur, og yki möguleika sína á vinnumarkaði. Dregið væri úr hættunni á því að fólk af erlendum uppruna einangrist í samfélaginu, með öllum þeim erfiðleikum og hættum sem því geta fylgt, bæði fyrir fólkið sjálft og samfélagið. Og íslenskan gæti haldið áfram að vera burðarás samfélagsins, aðalsamskiptatungumálið í landinu og menningarleg kjölfesta okkar. Höfundur er uppgjafaprófessor í íslensku og málfarslegur aðgerðasinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eiríkur Rögnvaldsson Íslensk tunga Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Skoðun Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Ég sé að ýmsum finnst skjóta skökku við að ég skuli í grein fyrir helgi hafa lagst gegn áformuðu frumvarpi um kröfur til leigubílstjóra um íslenskukunnáttu, í ljósi þess að ég hafi gefið mig út fyrir að vera sérstakur talsmaður íslenskunnar og lagt áherslu á að hún sé notuð við allar aðstæður. Þess vegna verð ég að ítreka að ég er alls ekki á móti því að gerðar séu kröfur um íslenskukunnáttu í ýmsum störfum – ég tel það sjálfsagt og eðlilegt, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Ástæðan fyrir því að ég andmælti væntanlegu frumvarpi var hins vegar sú að það tók ekki heildstætt á málinu – snerist um örlítið brot vinnumarkaðarins og var augljóslega sett fram sem liður í fordómafullri umræðu síðustu vikna um útlendinga á íslenskum vinnumarkaði. Þegar kjarasamningar stóðu fyrir dyrum fyrir hálfu öðru ári, haustið 2022, setti ég fram þá hugmynd að verkalýðhreyfingin gerði kröfu um að erlent starfsfólk gæti stundað íslenskunám á vinnutíma. Þessi hugmynd mæltist vægast sagt illa fyrir hjá verkalýðsforystunni þrátt fyrir að ég benti á að þetta þyrfti ekki að bitna á kröfum hreyfingarinnar til viðsemjenda því að hægt væri að senda ríkinu reikninginn að miklu leyti – eins og gert var í nýafstöðnum samningum. Í þeim taldi ríkið tilvinnandi að leggja fram 20 milljarða á ári til að samningar næðust og ég tel að það hafi verið rétt mat – samningarnir koma láglaunafólki og barnafólki sérstaklega til góða og það er til mikils vinnandi fyrir ríkið að tryggja frið og stöðugleika á vinnumarkaði. En fyrst ríkið telur sig geta snarað út 20 milljörðum í samningana ætti það líka að geta lagt fram myndarlega upphæð til kennslu íslensku sem annars máls. Það er grundvallarforsendan fyrir því að hægt sé að gera auknar kröfur um íslenskukunnáttu í ýmsum störfum. Innflytjendur eiga það skilið að þetta sé gert, þótt ekki væri nema vegna framlags síns til hagvaxtar á Íslandi (hagvöxtur frá 2006-2021 var 0,74% á ári en án innflytjenda hefði hann verið 0,19%). Íslendingar eiga það skilið, ekki síst eldra fólk sem hefur takmarkaða færni í ensku, að geta fengið afgreiðslu og þjónustu á opinberu tungumáli landsins. Ekki síst á íslenskan á það skilið að við sinnum henni og gerum sem flestum kleift að nota hana en fælum fólk ekki frá henni. Þetta kostar vissulega fé, en þótt ekki væri sett í það nema svona eins og tíundi hluti af því sem ríkið ætlar að verja í tengslum við kjarasamninga myndi það margborga sig á stuttum tíma. Atvinnurekendur fengju starfsfólk sem gæti sinnt fjölbreyttari störfum, félli betur inn í samfélagið og væri líklegt til að vera ánægðara. Fólkið sjálft yrði sveigjanlegra, gæti nýtt menntun sína betur, og yki möguleika sína á vinnumarkaði. Dregið væri úr hættunni á því að fólk af erlendum uppruna einangrist í samfélaginu, með öllum þeim erfiðleikum og hættum sem því geta fylgt, bæði fyrir fólkið sjálft og samfélagið. Og íslenskan gæti haldið áfram að vera burðarás samfélagsins, aðalsamskiptatungumálið í landinu og menningarleg kjölfesta okkar. Höfundur er uppgjafaprófessor í íslensku og málfarslegur aðgerðasinni.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun