Blóðug og særð í andliti en setti heimsmet Sindri Sverrisson skrifar 19. mars 2024 09:00 Silje Opseth lenti illa og á andlitinu á sunnudagsmorgun en setti svo heimsmet. Getty/Leo Authamayou Skíðastökkvarinn Silje Opseth var blóðug og særð í framan en lét það ekki stöðva sig í að setja nýtt og glæsilegt heimsmet í skíðastökki, í heimalandi sínu Noregi á sunnudaginn. Opseth brosti út að eyrum eftir að hafa stokkið 230,5 metra, á heimsbikarmóti í Vikersund. Fyrra heimsmetið var sett á sama stað á síðasta ári, þegar Ema Klinec frá Slóveníu stökk 226 metra. „Vá, hvað gerðist eiginlega? Heimsmet,“ skrifaði Opseth á Instagram-síðu sína um leið og hún þakkaði öllum þeim sem áttu þátt í því að hún reyndi við heimsmetið. „Ég er dolfallin yfir öllum skilaboðunum, en ég hefði aldrei getað gert þetta ein,“ skrifaði Opseth sem er 24 ára gömul. Andlit Opseth var allt úti í sárum því dagurinn hafði byrjað með versta móti. Hún féll nefnilega við í lendingu, eftir æfingastökk upp á 236 metra, og meiddist í andlitinu. View this post on Instagram A post shared by Silje Opseth (@silje9915) En þó að andlitið væri útatað í blóði mætti Opseth til keppni og stökk fyrst 203 metra en bætti svo heimsmetið eins og fyrr segir. Keppnin var hluti af fyrsta heimsbikarmótinu í skíðaflugi (e. Ski Flying) en Eirin Maria Kvandal tryggði sér sigur í mótinu með því að stökkva 202 og 212 metra. Opseth varð í 2. sæti en gamli heimsmethafinn, Klinec, varð þriðja. „Langur dagur og mér er pínulítið orða vant,“ skrifaði Opseth í Instagram Story og bætti við: „P.S. Fór í læknisskoðun á sjúkrahúsinu í kvöld og hún fór vel, fyrir þá sem voru að velta því fyrir sér.“ Opseth heillaðist af skíðastökki tíu ára gömul og keppti á sínu fyrsta heimsbikarmóti aðeins fimm árum síðar. Hún hefur verið fulltrúi Noregs á tvennum Vetrarólympíuleikum, árin 2018 og 2022. Skíðaíþróttir Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Fleiri fréttir Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Dagskráin: Litla körfuboltaliðið í Vesturbænum í beinni UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Skúbbaði í miðju kynlífi Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Sjá meira
Opseth brosti út að eyrum eftir að hafa stokkið 230,5 metra, á heimsbikarmóti í Vikersund. Fyrra heimsmetið var sett á sama stað á síðasta ári, þegar Ema Klinec frá Slóveníu stökk 226 metra. „Vá, hvað gerðist eiginlega? Heimsmet,“ skrifaði Opseth á Instagram-síðu sína um leið og hún þakkaði öllum þeim sem áttu þátt í því að hún reyndi við heimsmetið. „Ég er dolfallin yfir öllum skilaboðunum, en ég hefði aldrei getað gert þetta ein,“ skrifaði Opseth sem er 24 ára gömul. Andlit Opseth var allt úti í sárum því dagurinn hafði byrjað með versta móti. Hún féll nefnilega við í lendingu, eftir æfingastökk upp á 236 metra, og meiddist í andlitinu. View this post on Instagram A post shared by Silje Opseth (@silje9915) En þó að andlitið væri útatað í blóði mætti Opseth til keppni og stökk fyrst 203 metra en bætti svo heimsmetið eins og fyrr segir. Keppnin var hluti af fyrsta heimsbikarmótinu í skíðaflugi (e. Ski Flying) en Eirin Maria Kvandal tryggði sér sigur í mótinu með því að stökkva 202 og 212 metra. Opseth varð í 2. sæti en gamli heimsmethafinn, Klinec, varð þriðja. „Langur dagur og mér er pínulítið orða vant,“ skrifaði Opseth í Instagram Story og bætti við: „P.S. Fór í læknisskoðun á sjúkrahúsinu í kvöld og hún fór vel, fyrir þá sem voru að velta því fyrir sér.“ Opseth heillaðist af skíðastökki tíu ára gömul og keppti á sínu fyrsta heimsbikarmóti aðeins fimm árum síðar. Hún hefur verið fulltrúi Noregs á tvennum Vetrarólympíuleikum, árin 2018 og 2022.
Skíðaíþróttir Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Fleiri fréttir Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Dagskráin: Litla körfuboltaliðið í Vesturbænum í beinni UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Skúbbaði í miðju kynlífi Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Sjá meira