Blóðug og særð í andliti en setti heimsmet Sindri Sverrisson skrifar 19. mars 2024 09:00 Silje Opseth lenti illa og á andlitinu á sunnudagsmorgun en setti svo heimsmet. Getty/Leo Authamayou Skíðastökkvarinn Silje Opseth var blóðug og særð í framan en lét það ekki stöðva sig í að setja nýtt og glæsilegt heimsmet í skíðastökki, í heimalandi sínu Noregi á sunnudaginn. Opseth brosti út að eyrum eftir að hafa stokkið 230,5 metra, á heimsbikarmóti í Vikersund. Fyrra heimsmetið var sett á sama stað á síðasta ári, þegar Ema Klinec frá Slóveníu stökk 226 metra. „Vá, hvað gerðist eiginlega? Heimsmet,“ skrifaði Opseth á Instagram-síðu sína um leið og hún þakkaði öllum þeim sem áttu þátt í því að hún reyndi við heimsmetið. „Ég er dolfallin yfir öllum skilaboðunum, en ég hefði aldrei getað gert þetta ein,“ skrifaði Opseth sem er 24 ára gömul. Andlit Opseth var allt úti í sárum því dagurinn hafði byrjað með versta móti. Hún féll nefnilega við í lendingu, eftir æfingastökk upp á 236 metra, og meiddist í andlitinu. View this post on Instagram A post shared by Silje Opseth (@silje9915) En þó að andlitið væri útatað í blóði mætti Opseth til keppni og stökk fyrst 203 metra en bætti svo heimsmetið eins og fyrr segir. Keppnin var hluti af fyrsta heimsbikarmótinu í skíðaflugi (e. Ski Flying) en Eirin Maria Kvandal tryggði sér sigur í mótinu með því að stökkva 202 og 212 metra. Opseth varð í 2. sæti en gamli heimsmethafinn, Klinec, varð þriðja. „Langur dagur og mér er pínulítið orða vant,“ skrifaði Opseth í Instagram Story og bætti við: „P.S. Fór í læknisskoðun á sjúkrahúsinu í kvöld og hún fór vel, fyrir þá sem voru að velta því fyrir sér.“ Opseth heillaðist af skíðastökki tíu ára gömul og keppti á sínu fyrsta heimsbikarmóti aðeins fimm árum síðar. Hún hefur verið fulltrúi Noregs á tvennum Vetrarólympíuleikum, árin 2018 og 2022. Skíðaíþróttir Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Fleiri fréttir F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Carragher veiktist í beinni útsendingu Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Sjá meira
Opseth brosti út að eyrum eftir að hafa stokkið 230,5 metra, á heimsbikarmóti í Vikersund. Fyrra heimsmetið var sett á sama stað á síðasta ári, þegar Ema Klinec frá Slóveníu stökk 226 metra. „Vá, hvað gerðist eiginlega? Heimsmet,“ skrifaði Opseth á Instagram-síðu sína um leið og hún þakkaði öllum þeim sem áttu þátt í því að hún reyndi við heimsmetið. „Ég er dolfallin yfir öllum skilaboðunum, en ég hefði aldrei getað gert þetta ein,“ skrifaði Opseth sem er 24 ára gömul. Andlit Opseth var allt úti í sárum því dagurinn hafði byrjað með versta móti. Hún féll nefnilega við í lendingu, eftir æfingastökk upp á 236 metra, og meiddist í andlitinu. View this post on Instagram A post shared by Silje Opseth (@silje9915) En þó að andlitið væri útatað í blóði mætti Opseth til keppni og stökk fyrst 203 metra en bætti svo heimsmetið eins og fyrr segir. Keppnin var hluti af fyrsta heimsbikarmótinu í skíðaflugi (e. Ski Flying) en Eirin Maria Kvandal tryggði sér sigur í mótinu með því að stökkva 202 og 212 metra. Opseth varð í 2. sæti en gamli heimsmethafinn, Klinec, varð þriðja. „Langur dagur og mér er pínulítið orða vant,“ skrifaði Opseth í Instagram Story og bætti við: „P.S. Fór í læknisskoðun á sjúkrahúsinu í kvöld og hún fór vel, fyrir þá sem voru að velta því fyrir sér.“ Opseth heillaðist af skíðastökki tíu ára gömul og keppti á sínu fyrsta heimsbikarmóti aðeins fimm árum síðar. Hún hefur verið fulltrúi Noregs á tvennum Vetrarólympíuleikum, árin 2018 og 2022.
Skíðaíþróttir Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Fleiri fréttir F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Carragher veiktist í beinni útsendingu Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Sjá meira