Galið að geyma lagið í skúffunni Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 20. mars 2024 07:01 DJ Margeir var að gefa út lagið Put a Bullet ásamt söngkonunni Matthildi. Saga Sig Plötusnúðurinn DJ Margeir hefur komið víða að í heimi tónlistarinnar undanfarna áratugi. Á dögunum urðu vatnaskil í hans lífi þegar hann ákvað að senda frá sér sitt fyrsta lag undir eigin nafni ásamt tónlistarkonunni Matthildi. Blaðamaður ræddi við Margeir og sömuleiðis má sjá tónlistarmyndband við lagið í pistlinum. Hér má sjá tónlistarmyndbandið við lagið Put A Bullet: Klippa: DJ Margeir & Matthildur - Take a Bullet Spennandi en berskjaldandi Margeir segir góða tilfinningu að vera búinn að gefa lagið út. „Það er ótrúlega spennandi og gefandi, en á sama tíma er maður pínulítið að berskjalda sjálfan sig. Til þessa hef ég aðeins gefið út tónlist undir öðrum nöfnum, fyrir utan það að hafa kynnt tónlist annarra fyrir fólki á dansgólfinu. En ég trúi því að það sé mikilvægt að nostra stöðugt við sköpunargleðina, á hvaða formi sem það er, koma því sem skapast á markað og fá þannig tækifæri til að tengjast áheyrendum á dýpri og merkingarbærri hátt en áður. Svo skemmir ekki að til þessa hafa viðbrögðin verið vonum framar og það er gaman að sjá þegar listin hreyfir við fólki.“ Matthildur og DJ Margeir eru í skýjunum með góð viðbrögð við laginu. Saga Sig Stjörnurnar Urður og Matthildur Að sögn Margeirs spratt lagið Put a bullet upp úr samstarfi við Urði Hákonardóttur. „Hin eina sanna Urður, sem þekktust er fyrir lögin sem hún samdi og söng með GusGus. Melódíum og ljóðfærni Urðar er komið fullkomlega til skila af hinni rísandi stjörnu Matthildi sem syngur lagið og ljáir því margbrotna dýpt.“ Margeir bauð í frumsýningarpartý á Röntgen um síðustu helgi þar sem hann gat fylgst vel með viðbrögðum gesta. „Þetta var bara ótrúlega lítil, sæt og kósí veisla. En viðbrögð fólksins við laginu og myndbandinu yljuðu. Svona augnablik eru vitnisburður um mátt tónlistar sem tengir fólk saman á ósýnilegan hátt, skapar brýr milli ólíkra veruleika og vekur upp tilfinningar sem eru jafn eldgamlar og mannkynið sjálft.“ Matthildur og Margeir í góðum gír í útgáfuteitinu. Linda Björt Kærastan hvatti hann til útgáfu Aðspurður hver sé ástæðan fyrir því að hann hafi ákveðið að gefa lagið loksins út svarar Margeir: Flókna svarið er að ráðgátan óskiljanlega og órannsakanlega um tímasetningar Guðs hefur upplýst okkur um að tónlistin sjálf og andlegt þróunarstig homo sapiens hafi náð kjörhita fyrir samruna sem mun stuðla að dýpri kærleika á jörðu. Einfalda svarið er að kærastan mín sagði mér að það væri galið að geyma svona fínt lag í skúffunni í öll þessi ár. Þetta lag er sem sagt búið láta bíða mikið eftir sér og á sér sirka 22 ára meðgöngutíma. Urður lagði niður fyrstu drögin að laginu á bar í Barcelona árið 2002. Góðir hlutir gerast hægt!“ Byrjaði sextán ára í bransanum Margeir hefur sem áður segir verið áratugi í tónlistarbransanum. „Ég byrjaði að þiggja laun fyrir tónlistarflutning þegar ég var aðeins sextán ára gamall á Borginni. Örfáum árum síðar, sumarið 1994 var ég svo dreginn inn í stúdíó og afurðin úr þeirri tilraun voru nokkur lög með hljómsveitinni Scope. Eitt þeirra laga, Was That All It Was, skaust svo óvænt á toppinn og varð vinsælasta lag sumarsins á Íslandi.“ Þessi reynslumikli plötusnúður segist þó ekki endilega eiga sér neitt uppáhalds gigg. „Ég er ekki mikið fyrir að líta í baksýnisspegilinn og er meira fyrir það að horfa fram á veginn.“ Það er svo ýmislegt spennandi á döfinni hjá Margeir. „Ef Guð lofar þá munu koma út fleiri smáskífur á árinu. Svo hlakka ég mikið til næsta stóra viðburðar en þegar maí mánuður rís í austri mun ég sameinast GusGus og Karenu í Gamla bíó þar sem tónlistin mun fylla rýmið og tengja sálir þeirra sem hlýða á,“ segir hann að lokum. Hér má sjá myndbandið á Youtube og hér má hlusta á það á Spotify. Hér má sjá fleiri vel valdar myndir úr frumsýningarpartýinu: Sóley Kristjánsdóttir vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni og Oddur Atlason rekstrarstjóri Petersen svítunnar. Linda Björt Vinir og vandamenn fögnuðu ákaft! Linda Björt Tónlistargleðin náði hámarki á Röntgen. Linda Björt Fólk í fjöri! Snædís til vinstri og Karen Grétars til hægri! Linda Björt Oddur Atlason og Margeir. Linda Björt Góðir vinir létu sig ekki vanta. Linda Björt Dýrindis drykkir voru á boðstólnum frá Tanqueray. Linda Björt Tónlist Tengdar fréttir Frægir fundu ástina 2023 Það er ekkert betra en að finna ástina. Út á það gengur lífsins hamingja hjá ansi mörgum þó sumum finnist fínt að vera einir. 23. desember 2023 10:01 Sjóðheita plötusnúðaparið Karen Grétars og Margeir kvöddu veturinn með stæl Karen Grétars og DJ Margeir eru nýtt plötusnúða kærustupar en þau héldu sitt fyrsta sameiginlega klúbbakvöld síðastliðinn miðvikudag, kvöldið fyrir sumardaginn fyrsta, á skemmtistaðnum Auto. Margt var um manninn og þekkt andlit dönsuðu saman inn í sumarið. 24. apríl 2023 14:30 Dansað inn í veturinn með hádegispartýi á Prikinu Áhugasamir dansarar geta glaðst yfir því að viðburðurinn Lunch Beat Reykjavík snýr aftur til borgarinnar í hádeginu á morgun með viðburði á Prikinu. DJ Margeir þeytir skífum og dansararnir Olga Maggý Erlendsdóttir og Rebekka Sól Þórarinsdóttir stýra dansgleðinni. 2. nóvember 2022 14:30 Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Hér má sjá tónlistarmyndbandið við lagið Put A Bullet: Klippa: DJ Margeir & Matthildur - Take a Bullet Spennandi en berskjaldandi Margeir segir góða tilfinningu að vera búinn að gefa lagið út. „Það er ótrúlega spennandi og gefandi, en á sama tíma er maður pínulítið að berskjalda sjálfan sig. Til þessa hef ég aðeins gefið út tónlist undir öðrum nöfnum, fyrir utan það að hafa kynnt tónlist annarra fyrir fólki á dansgólfinu. En ég trúi því að það sé mikilvægt að nostra stöðugt við sköpunargleðina, á hvaða formi sem það er, koma því sem skapast á markað og fá þannig tækifæri til að tengjast áheyrendum á dýpri og merkingarbærri hátt en áður. Svo skemmir ekki að til þessa hafa viðbrögðin verið vonum framar og það er gaman að sjá þegar listin hreyfir við fólki.“ Matthildur og DJ Margeir eru í skýjunum með góð viðbrögð við laginu. Saga Sig Stjörnurnar Urður og Matthildur Að sögn Margeirs spratt lagið Put a bullet upp úr samstarfi við Urði Hákonardóttur. „Hin eina sanna Urður, sem þekktust er fyrir lögin sem hún samdi og söng með GusGus. Melódíum og ljóðfærni Urðar er komið fullkomlega til skila af hinni rísandi stjörnu Matthildi sem syngur lagið og ljáir því margbrotna dýpt.“ Margeir bauð í frumsýningarpartý á Röntgen um síðustu helgi þar sem hann gat fylgst vel með viðbrögðum gesta. „Þetta var bara ótrúlega lítil, sæt og kósí veisla. En viðbrögð fólksins við laginu og myndbandinu yljuðu. Svona augnablik eru vitnisburður um mátt tónlistar sem tengir fólk saman á ósýnilegan hátt, skapar brýr milli ólíkra veruleika og vekur upp tilfinningar sem eru jafn eldgamlar og mannkynið sjálft.“ Matthildur og Margeir í góðum gír í útgáfuteitinu. Linda Björt Kærastan hvatti hann til útgáfu Aðspurður hver sé ástæðan fyrir því að hann hafi ákveðið að gefa lagið loksins út svarar Margeir: Flókna svarið er að ráðgátan óskiljanlega og órannsakanlega um tímasetningar Guðs hefur upplýst okkur um að tónlistin sjálf og andlegt þróunarstig homo sapiens hafi náð kjörhita fyrir samruna sem mun stuðla að dýpri kærleika á jörðu. Einfalda svarið er að kærastan mín sagði mér að það væri galið að geyma svona fínt lag í skúffunni í öll þessi ár. Þetta lag er sem sagt búið láta bíða mikið eftir sér og á sér sirka 22 ára meðgöngutíma. Urður lagði niður fyrstu drögin að laginu á bar í Barcelona árið 2002. Góðir hlutir gerast hægt!“ Byrjaði sextán ára í bransanum Margeir hefur sem áður segir verið áratugi í tónlistarbransanum. „Ég byrjaði að þiggja laun fyrir tónlistarflutning þegar ég var aðeins sextán ára gamall á Borginni. Örfáum árum síðar, sumarið 1994 var ég svo dreginn inn í stúdíó og afurðin úr þeirri tilraun voru nokkur lög með hljómsveitinni Scope. Eitt þeirra laga, Was That All It Was, skaust svo óvænt á toppinn og varð vinsælasta lag sumarsins á Íslandi.“ Þessi reynslumikli plötusnúður segist þó ekki endilega eiga sér neitt uppáhalds gigg. „Ég er ekki mikið fyrir að líta í baksýnisspegilinn og er meira fyrir það að horfa fram á veginn.“ Það er svo ýmislegt spennandi á döfinni hjá Margeir. „Ef Guð lofar þá munu koma út fleiri smáskífur á árinu. Svo hlakka ég mikið til næsta stóra viðburðar en þegar maí mánuður rís í austri mun ég sameinast GusGus og Karenu í Gamla bíó þar sem tónlistin mun fylla rýmið og tengja sálir þeirra sem hlýða á,“ segir hann að lokum. Hér má sjá myndbandið á Youtube og hér má hlusta á það á Spotify. Hér má sjá fleiri vel valdar myndir úr frumsýningarpartýinu: Sóley Kristjánsdóttir vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni og Oddur Atlason rekstrarstjóri Petersen svítunnar. Linda Björt Vinir og vandamenn fögnuðu ákaft! Linda Björt Tónlistargleðin náði hámarki á Röntgen. Linda Björt Fólk í fjöri! Snædís til vinstri og Karen Grétars til hægri! Linda Björt Oddur Atlason og Margeir. Linda Björt Góðir vinir létu sig ekki vanta. Linda Björt Dýrindis drykkir voru á boðstólnum frá Tanqueray. Linda Björt
Tónlist Tengdar fréttir Frægir fundu ástina 2023 Það er ekkert betra en að finna ástina. Út á það gengur lífsins hamingja hjá ansi mörgum þó sumum finnist fínt að vera einir. 23. desember 2023 10:01 Sjóðheita plötusnúðaparið Karen Grétars og Margeir kvöddu veturinn með stæl Karen Grétars og DJ Margeir eru nýtt plötusnúða kærustupar en þau héldu sitt fyrsta sameiginlega klúbbakvöld síðastliðinn miðvikudag, kvöldið fyrir sumardaginn fyrsta, á skemmtistaðnum Auto. Margt var um manninn og þekkt andlit dönsuðu saman inn í sumarið. 24. apríl 2023 14:30 Dansað inn í veturinn með hádegispartýi á Prikinu Áhugasamir dansarar geta glaðst yfir því að viðburðurinn Lunch Beat Reykjavík snýr aftur til borgarinnar í hádeginu á morgun með viðburði á Prikinu. DJ Margeir þeytir skífum og dansararnir Olga Maggý Erlendsdóttir og Rebekka Sól Þórarinsdóttir stýra dansgleðinni. 2. nóvember 2022 14:30 Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Frægir fundu ástina 2023 Það er ekkert betra en að finna ástina. Út á það gengur lífsins hamingja hjá ansi mörgum þó sumum finnist fínt að vera einir. 23. desember 2023 10:01
Sjóðheita plötusnúðaparið Karen Grétars og Margeir kvöddu veturinn með stæl Karen Grétars og DJ Margeir eru nýtt plötusnúða kærustupar en þau héldu sitt fyrsta sameiginlega klúbbakvöld síðastliðinn miðvikudag, kvöldið fyrir sumardaginn fyrsta, á skemmtistaðnum Auto. Margt var um manninn og þekkt andlit dönsuðu saman inn í sumarið. 24. apríl 2023 14:30
Dansað inn í veturinn með hádegispartýi á Prikinu Áhugasamir dansarar geta glaðst yfir því að viðburðurinn Lunch Beat Reykjavík snýr aftur til borgarinnar í hádeginu á morgun með viðburði á Prikinu. DJ Margeir þeytir skífum og dansararnir Olga Maggý Erlendsdóttir og Rebekka Sól Þórarinsdóttir stýra dansgleðinni. 2. nóvember 2022 14:30