Innlent

Gos við Grinda­vík og tekist á um TM

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
bylgjan-frettir_2024-Vísir-frétt-3x2@2x-100 1

Grindvíkingar fengu að snúa aftur til bæjarins í morgun eftir ákvörðun lögreglustjóra. Stöðug virkni er þó enn á gosinu. 

Við tökum stöðuna í hádegisfréttum okkar og ræðum við lögreglustjórann og sérfræðing Veðurstofunnar. 

Einnig fjöllum við um deilurnar um sölu TM til Landsbankans. Þingmaður Pírata er gagnrýninn á málið og hvernig það hefur þróast. 

Þá verður rætt við Umboðsmann skuldara en umsóknum til embættisins hefur farið fjölgandi og þá fjölgar fólki í sambúð sem þarfnast aðstoðar. 

Í íþróttapakka dagsins verða mál knattspyrnumannsins Alberts Guðmundssonar í brennidepli en niðurfelling á kynferðisbrotamáli gegn honum var kærð í morgun. Hann verður þó í landsliðshópnum í komandi verkefni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×