Viðskipti innlent

Ráðin innri endur­skoðandi Kviku

Atli Ísleifsson skrifar
Hugrún Sif Harðardóttir.
Hugrún Sif Harðardóttir. Kvika

Hugrún Sif Harðardóttir hefur verið ráðin innri endurskoðandi Kviku banka hf. af stjórn bankans og hefur nú þegar hafið störf.

Í tilkynningu frá bankanum segir að Hugrún hafi verið sérfræðingur í innri endurskoðun Kviku frá síðastliðnu hausti og verið staðgengill forstöðumanns deildar innri endurskoðunar. 

„Hugrún hefur starfað á fjármálamarkaði í um 15 ár og býr yfir umfangsmikilli og langri reynslu af störfum við innri endurskoðun, rekstraráhættu og straumlínustjórnun. Áður en hún kom til Kviku á síðasta ári starfaði Hugrún við innri endurskoðun hjá Landsbankanum á árunum 2021 til 2023 og þar áður sem sérfræðingur við innri endurskoðun, straumlínustjórnun og rekstraráhættu hjá Arion banka á árunum 2009 til 2021. Hún hefur einnig á árum áður starfað við gæða- og öryggismál hjá ANZA og síðar Teris.

Hugrún lauk M.Sc. gráðu í Analysis, Design and Managament of Information Systems frá London School of Economics and Political Sciences (LSE) árið 2005 og útskrifaðist með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2002. Hún er auk þess með CISA fagvottun í endurskoðun upplýsingakerfa,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×