Lífið

Hámhorfið: Hvað eru hetjur hafsins að horfa á?

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Lífið á Vísi ræddi við hóp sjómanna í Hámhorfinu.
Lífið á Vísi ræddi við hóp sjómanna í Hámhorfinu. SAMSETT

Sunnudagar til sjónvarpsgláps segja sumir og gildir þá einu hvort það sé á landi eða sjó. Lífið á Vísi heldur áfram að taka púlsinn á fjölbreyttum hópi fólks til að heyra hvað það er að horfa á. Í dag er rætt við sjómenn en hetjur hafsins eru sannarlega með fjölbreyttan smekk á afþreyingarefni.

Ásgeir Hinrik Gíslason, vélstjóri á Steinunn Sf 10:

Ásgeir Hinrik er ekki mikið fyrir sjónvarp. Ingólfur Ásgrímsson

„Ég horfi mjög lítið á sjónvarp og er aðallega að læra þegar að það er einhver frítími þar sem ég er að halda áfram með skipstjórnina. En þegar ég er í landi þá erum við Alexandra, kærastan mín, að horfa á þættina White Collar. White Collar eru svona svipaðir og Catch me If you can ef það hefði verið gert framhald.

Það er svolítið þannig hjá mér að allavegana eins og fyrra þá tók það ellefu mánuði fyrir okkur Alexöndru að horfa á þættina Criminal Minds, þannig að já það má segja að ég horfi mjög lítið á sjónvarp.“

Ágúst Fannar Ásgeirsson, Vaktformaður á Valdimar GK:

Ágúst Fannar hefur bæði gaman að sjómennsku og þáttum um sjómennsku. Aðsend

„Það er svolítið misjafn hvað er í gangi í sjónvarpinu og fer það eftir því hvort ég sé úti á sjó eða heima.

Úti á sjó er mjög vinsælt að láta einhverja góða matreiðsluþætti eða Dallas rúlla á meðan við gæðum okkur á hinu rómaða kaffihlaðborði sem kokkurinn galdrar fram. 

Svo er náttúrulega klassískt að koma beint af vakt og horfa á Ice Cold Catch svona ef að maður fékk ekki nóg af sjómennsku á vaktinni enda fær maður seint nóg af því að horfa á sjálfan sig.

En þegar maður er í landi þá er kærastan að reyna að koma mér í gegnum Friends þar sem ég er einn af þeim sem aldrei horfði á það á sínum tíma.“

Ólafur Hlynur Illugason, 2. vélstjóri á Guðmundi Jenssyni SH 717 (dragnótaskip):

Ólafur Hlynur leitar gjarnan í þætti sem búa ekki yfir mikilli skuldbindingu. Aðsend

„Fyrir sjómann sem er að koma heim af sjónum og á að mæta snemma daginn eftir þá vill maður ekki henda í þætti með mikilli skuldbindingu.

Ég hef mikið verið að vinna með The Office, Gold Rush og eftir að House kom inn á Netflix þá hefur hann fengið að detta inn svona aðeins til að klára daginn.

Áður en við eignuðumst strákana okkar og þegar það var aðeins meiri tími í hámhorf þá voru mínir uppáhalds þættir Dexter (seríur 1-5!), Game of Thrones og Breaking Bad.

Ég er líka mjög spenntur fyrir House of the Dragon, mér fannst fyrsta serían mjög góð og bíð með mikilli eftirvæntingu eftir nýju seríunni!

Ég og Ingunn, unnusta mín, erum á mjög ólíkum pólum þegar kemur að einhverju tengdu sjónvarpinu en höfum samt verið að ná að tengja nokkrar seríur upp á síðkastið. Það er þá aðallega seríur sem tengjast heimili og hönnun, Heimsókn er mjög vinsælt og svo eru þættir á Netflix sem heita Dream Home Makeover.

Við duttum líka inn á smá sakamálatímabil þegar að dönsku þættirnir DNA komu og svo voru margir að mæla með American Nightmare á Netflix.

Það er svo ekki hægt að sleppa því að nefna Sex Education, frábærir þættir með skemmtilegum karakterum og góðum húmor.“

Þórður Mar Árnason, 1. vélstjóri á Viðey re50:

Þórður Mar hefur gaman að þáttum á spænsku. Aðsend

„Sko yfirleitt horfi ég mjög lítið á sjónvarp, allavega þegar ég er í landi. En hins vegar er mjög fínt að hafa eitthvað skemmtilegt til að hámhorfa þegar maður er úti á sjó og hef ég nýlega lokið við að klára þætti sem heita Griselda, sex þátta sería sem ég kláraði minnir mig bara á þremur kvöldum og hafði gaman af.

Serían fjallar um konu að nafni Griselda Blanco sem var einhverskonar kvenútgáfa af Pablo Escobar og eru þeir byggðir á sönnum atburðum um hennar vegferð að því að verða „guðmóðir“ eiturlyfjaveldisins í Miami á áttunda áratugnum.

Ég hef alltaf extra gaman að svona latin american þáttum þar sem töluð er spænska þar sem ég tala hana og skil reiprennandi eftir að hafa búið á Spáni í 6 ár sem krakki.

Ég datt svo óvænt inn á breska spennuþætti sem heita Fool me Once þar sem Michelle Keegan fer með aðalhlutverkið sem Maya Stern sem er að reyna að rannsaka óvænt morð á eiginmanni hennar með tilheyrandi villum og uppákomum. Mjög spennandi þættir sem er auðveldlega hægt að gleyma sér við.

Svo hef ég orðið var við að íslensku þættirnir Húsó hafa verið að rúlla á skjánum í borðsalnum um borð við góðar móttökur.“

Thorberg Einarsson, stýrimaður á Vésteini GK-88:

Thorberg horfir á íslenskt efni með syni sínum og hefur sjálfur gaman að því að horfa aftur á góðar kvikmyndir. Aðsend

„Hámhorfið hjá mér er smá skrítið enda nennir enginn að horfa með mér, allavega ekki lengi. Það er ekkert svakalega langt síðan ég hætti að horfa á einn til tvo þætti af Friends á hverju kvöldi og sofnað yfir þeim.

Ég er nýbúinn að klára síðustu seríu af Seal team og svo vakta ég FBI,CSI,NCIS og Law & order. Síðan er Aron Daði sonur minn sjúkur í íslenska þætti og ég horfi svolítið með honum þegar ég er í landi. Við horfðum síðast á Kennarastofuna.

Með bíómyndir þá finn ég oftast gamlar myndir og horfi á sömu myndina kannski tvisvar til þrisvar. Í gær horfði ég til dæmis á Training day og ég reikna með að taka hana í næstu viku aftur.“


Tengdar fréttir

Hámhorfið: Hvað eru listakonur landsins að horfa á?

Sunnudagar og sjónvarp eru prýðileg blanda fyrir þau sem vilja nýta hvíldardaginn vel. Lífið á Vísi heldur áfram að rannsaka sjónvarpsefni þar sem gríðarlegt magn er í boði og oft getur valið því orðið yfirþyrmandi. Í dag deila nokkrar öflugar listakonur landsins því hvað þær eru að horfa á þessa dagana.

Hám­horfið: Hvað er kvik­mynda­gerða­fólkið að horfa á?

Sjónvarpsglápið nær gjarnan hámarki á sunnudögum og eru einhverjir sem bíða í mikilli eftirvæntingu eftir heilaga hvíldardeginum til að geta loks lagst í sófann og hámhorft. Í dag tekur Lífið á Vísi púlsinn á sérfræðingum þegar það kemur að afþreyingarefni, kvikmyndagerðarfólki.

Hámhorfið: Hvað eru Æði strákarnir að horfa á?

Marsmánuður er genginn í garð og stöðugt flæðir nýtt sjónvarpsefni inn á hinar ýmsu streymisveitur. Valkvíði þeirra sem elska að horfa á sjónvarp getur verið mikill í takt við offramboð af efni og þá eru góð ráð dýr. Lífið á Vísi heldur því áfram að taka púlsinn á fjölbreyttum hópi fólks um hvað það er að horfa á. Í dag eru það strákarnir úr raunveruleikaþáttunum Æði sem deila sínu uppáhalds sjónvarpsefni.

Hámhorfið: Hvað eru barþjónar að horfa á?

Sunnudagar eru til sælu fyrir suma, til svefns fyrir aðra og svo mætti jafnvel segja sunnudagar eru til sjónvarpsgláps. Lífið á Vísi heldur áfram að taka púlsinn á fjölbreyttum hópi fólks og spyrja það hvað það er að horfa á þessa dagana. Í dag var rætt við starfsstétt sem stendur jafnan vaktina fram eftir nóttu um helgar, barþjóna, og luma þeir á ýmsum hugmyndum.

Hámhorfið: Hvað eru leikkonur landsins að horfa á?

Sunnudagar eru vinsælir sjónvarpsdagar á mörgum heimilum og einhverjir leyfa sér jafnvel að liggja við áhorf allan daginn undir teppi og slaka vel á til að hlaða batteríin fyrir komandi viku. Lífið á Vísi heldur áfram að taka púlsinn á fjölbreyttum hópi þekktra einstaklinga og fá ýmis ráð að góðu glápi. 

Hámhorfið: Hvað eru grínistar landsins að horfa á?

Gular viðvaranir, frost og snjókoma heiðra landsmenn og sófinn og sjónvarpsgláp eru að mati margra hinn prýðilegasti sunnudagskostur. Lífið á Vísi heldur áfram að heyra í fjölbreyttum hópi fólks með mikilvæga spurningu: Hvað ertu að horfa á þessa dagana? 

Hámhorfið: Hvað eru stjórnmálakonur að horfa á?

Sunnudagar eru að öllum líkindum vinsælustu dagarnir fyrir sjónvarpsgláp og huggulegheit. Smekkur fólks á afþreyingarefni er fjölbreyttur og geta nýjar og/eða áður óþekktar þáttaseríur oft komið skemmtilega á óvart. Lífið á Vísi heldur áfram að taka púlsinn á þekktum einstaklingum samfélagsins og heyra hvað þeir eru að horfa á þessa dagana.  

Hámhorfið: Hvað eru handboltastrákarnir að horfa á?

Strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu hafa staðið í ströngu í Þýskalandi síðustu daga og hafa margir landsmenn fylgst vel með. Blaðamaður náði tali af nokkrum leikmönnum þegar þeir áttu stund milli stríða og fékk að forvitnast um hvort þeir væru að horfa á eitthvað skemmtilegt sjónvarpsefni á milli æfinga.

Hámhorfið: Hvað eru rithöfundar og rapparar að horfa á?

Fyrir mörgum eru sunnudagar fyrir sjónvarpsgláp og stundum eru góð ráð dýr þegar það kemur að því að vita hvaða efni er skemmtilegast. Lífið á Vísi heldur áfram að ræða við fólk úr fjölbreyttum áttum um hvað það er að horfa á þessa dagana og í dag eru álitsgjafarnir annað hvort rithöfundar eða rapparar. 

Hámhorfið: Þetta eru íslenskir áhrifavaldar að horfa á

Í skammdegi, roki, veðurviðvörunum og öðru slíku er freistandi að enda daginn á að leggjast upp í sófa og kveikja á góðu sjónvarpsefni. Spurningin sem þvælist fyrir hvað flestum er þá: „Hvað eigum við að horfa á?“ og getur ákvörðunin verið furðu erfið. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.