Á meðal leikmanna sem koma inn í hópinn frá því um síðustu mánaðamót, þegar liðið mætti Svíþjóð í tveimur erfiðum leikjum, er Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, sem eignaðist son þann 18. nóvember.
Ísland mætir Lúxemborg ytra miðvikudaginn 3. apríl kl. 16:45 og lýkur undankeppninni á heimaleik við Færeyjar sunnudaginn 7. apríl kl. 16, á Ásvöllum. Frítt er á heimaleikinn í boði Icelandair.
Arnar valdi 21 leikmann í hópinn núna og auk Steinunnar koma þær Hafdís Renötudóttir, Andrea Jacobsen og Díana Dögg Magnúsdóttir aftur inn eftir meiðsli. Þá fær nýliðinn Katrín Anna Ásmundsdóttir úr Gróttu sæti í hópnum en auk hennar er Alfa Brá Hagalín úr Fram í hópnum líkt og síðast, án þess að hafa spilað landsleik.
Afar nálægt sæti á EM
Katla María Magnúsdóttir er meidd og Þórey Anna Ásgeirsdóttir gefur ekki kost á sér. Aldís Ásta Heimisdóttir dettur einnig út úr hópnum sem síðast var valinn.
Ísland er á góðri leið með að tryggja sér sæti á EM en tvö efstu liðin í hverjum riðli undankeppninnar komast á EM, auk fjögurra liða af átta með bestan árangur í 3. sæti.
Ísland vann Færeyjar á útivelli 28-23, og Lúxemborg heima 32-14, en eftir töpin tvö gegn Svíþjóð er liðið jafnt Færeyjum með fjögur stig, því Færeyjar hafa unnið báða leiki sína við Lúxemborg. Það er því ljóst að Ísland og Færeyjar mætast í úrslitaleik um 2. sæti riðilsins, en mögulega komast bæði lið á EM.
Landsliðshópurinn:
Markverðir:
- Elín Jóna Þorsteinsdóttir, EH Aalborg (57/2)
- Hafdís Renötudóttir, Valur (56/3)
- Sara Sif Helgadóttir, Valur (9/0)
Aðrir leikmenn:
- Alfa Brá Hagalín, Fram (0/0)
- Andrea Jakobsen, Silkeborg-Voel (50/75)
- Berglind Þorsteinsdóttir, Fram (24/5)
- Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen Zwickau (50/68)
- Elín Rósa Magnúsdóttir, Valur (17/39)
- Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukar (10/17)
- Elísa Elíasdóttir, ÍBV (13/11)
- Hildigunnur Einarsdóttir, Valur (106/124)
- Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, Skara (13/10)
- Katrín Anna Ásmundsdóttir, Grótta (0/0)
- Katrín Tinna Jensdóttir, ÍR (18/6)
- Lilja Ágústsdóttir, Valur (22/15)
- Perla Rut Albertsdóttir, Selfoss (46/85)
- Steinunn Björnsdóttir, Fram (46/60)
- Sunna Jónsdóttir, ÍBV (88/64)
- Thea Imani Sturludóttir, Valur (76/168)
- Tinna Sigurrós Traustadóttir, Selfoss (2/1)
- Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (135/391)