„Ég myndi aldrei vilja lenda í þessu aftur“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 24. mars 2024 07:00 Ástrós Traustadóttir er viðmælandi í Einkalífinu. Vísir/Vilhelm „Ég er ekki týpa sem pæli mikið í því hvað öðrum finnst,“ segir dansarinn, raunveruleikastjarnan og áhrifavaldurinn Ástrós Traustadóttir. Hún er viðmælandi í Einkalífinu. Hér má sjá viðtalið við Ástrós í heild sinni: Brýtur niður frontinn Ástrós segist oft lenda í því að fólk sé með fyrir fram ákveðnar hugmyndir um hana. „Ég lendi rosalega oft í því að heyra að fólk haldi að ég sé á einhvern ákveðinn veg. Ég var í mikilli keppnisíþrótt í samkvæmisdansinum, þar er maður stöðugt í keppni en ég hef verið að fjarlægja mig frá því. Í dansinum var mér kennt að vera með front og þá væri frekar betra að fólk héldi að ég væri einhvern veginn í staðinn fyrir að það sjái inn fyrir. Ég er vissulega búin að vera mjög dugleg, kannski of dugleg, að sleppa tökum á þessu hugarfari. Til dæmis með því að vera í raunveruleikasjónvarpi og með hlaðvarpið Mömmulífið. Þannig að ég er búin að brjóta þennan vegg svolítið niður.“ Sjálfsvirðingin langt og öflugt ferðalag Ástrós hefur á undanförnum árum farið í mikla sjálfsvinnu sem hún segir að hafi sannarlega skilað sér. „Ég ber mikla virðingu fyrir sjálfri mér og því sem ég geri. Það tók mig langan tíma að komast á þann stað. Ég er manneskja sem elska fjölskylduna mína meira en allt og set hana fram fyrir allt. Það skiptir mig máli hvernig manneskja er, miklu meira máli en það gerði nokkurn tíma þegar ég var yngri. Þá var allt keppni og tengdist náið útliti og fronti. Ég set rosa lítið vald í það hvað öðrum finnst um mig. Það sem skiptir mig máli er það hvað mínu fólki finnst og hvað mér sjálfri finnst.“ Ástrós Traustadóttir ræddi um líf sitt í Einkalífinu. Vísir/Vilhelm Ein af fáum sem fékk ekki Instagram aðganginn til baka frá hakkaranum Ástrós hefur verið áberandi á samfélagsmiðlum í dágóðan tíma. Sumarið 2021 varð hún fyrir erlendum hakkara sem tók yfir Instagram aðgang hennar. „Þetta var náttúrulega rosalega óþægilegt og setti hlutina í ákveðið sjónarhorn, það er einhver annar sem á þetta forrit sem er mín aðal tekjulind. Það fór allt í biðstöðu en sem betur fer stóðu samstarfsaðilar mínir við bakið á mér, sem var ekki hjá öllum. Þetta var alveg erfitt og mjög kvíðavaldandi og það er vond tilfinning að eitthvað sem er þitt sé svona tekið af þér.“ Ástrós var ein af örfáum sem endurheimti að lokum ekki aðganginn sinn. „Ég lenti svo í því að vera aftur hökkuð eftir að ég hafði fengið aðganginn minn til baka. Ég byrjaði því með nýjan Instagram reikning. Það var líka frelsandi en ég myndi aldrei vilja lenda í þessu aftur. Ég get sagt það núna að þetta hafi verið frelsandi en þetta fór alveg inn á sálina manns.“ Hakkarinn gekk ansi langt og bjó meðal annars til gervi samtöl undir nafni Ástrósar. „Þetta var ekki vel photoshoppað þannig að maður var ekki að hafa miklar áhyggjur af þessu. En það er ákveðinn trigger fyrir mig þegar fólk segir að ég sé að gera eitthvað sem ég er ekki að gera eða snúa sannleikanum í eitthvað annað. Ég hafði þó ekki miklar áhyggjur af þessu en ég vissi ekkert hvað maður ætti að gera í þessu, hvort ég ætti að leita til lögreglu eða hvað.“ Ástrós Traustadóttir vissi ekki hvert hún ætti að leita þegar hakkarinn tók yfir Instagram aðgang hennar. Vísir/Vilhelm Pælir ekki í áliti annarra Viðbrögð fólks við þessu voru misjöfn og var meðal annars umræða á Twitter á sínum tíma um það hversu auðvelt það væri fyrir marga að gera lítið úr þessu. „Fólk skilur ekki það sem það þekkir ekki. Ég er ekki týpa sem pæli mikið í hvað öðrum finnst.“ Aðspurð hvort hún verði eitthvað vör við mikið áreiti á samfélagsmiðlum segir Ástrós ekki svo vera. Þó hiki hún ekki við að ýta á block takkann. „Ég blokka bara, sérstaklega ef það tengist dóttur minni á einhvern hátt.“ Ástrós segist sömuleiðis alltaf leggja upp úr því að vera samkvæm sjálfri sér. „Fólk vill mynda sér skoðun á manni og telur sig geta það því það hefur átt í einhverjum mjög litlum samskiptum við þig. Mér finnst það eiginlega bara fyndið. Að fólk telji sig geta myndað sér skoðun á einhverjum þegar það þekkir manneskjuna ekki neitt. En þegar að fólk vill eiga eitthvað á þig eða fá eitthvað frá þér, það er kannski svona óþægilegast.“ Einkalífið Ástin og lífið Geðheilbrigði Tengdar fréttir „Ég kynntist ástinni í lífi mínu þarna“ „Ég var vissulega ekki opin fyrir ástinni þegar að við Adam kynntust,“ segir dansarinn, raunveruleikastjarnan og áhrifavaldurinn Ástrós Traustadóttir. Hún var nýbúin að ganga í gegnum mjög erfiða lífsreynslu þegar að sönn ást bankaði upp á og þrátt fyrir að hafa ætlað sér að vera ein um tíma var óumflýjanlegt að sleppa tökunum og fylgja hjartanu. Ástrós er viðmælandi í Einkalífinu. 17. mars 2024 07:01 Vissi ekki hvort hún myndi lifa þetta af Dansarinn, áhrifavaldurinn og raunveruleikastjarnan Ástrós Traustadóttir var sextán ára gömul þegar hún flutti ein erlendis fyrir atvinnumennsku í samkvæmisdansi. Ári síðar var hún orðin Frakklandsmeistari í íþróttinni en nokkrum árum seinna lenti hún algjörlega á vegg eftir löng og ströng veikindi af átröskun. Ástrós er viðmælandi í Einkalífinu. 14. mars 2024 07:00 Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Sjá meira
Hér má sjá viðtalið við Ástrós í heild sinni: Brýtur niður frontinn Ástrós segist oft lenda í því að fólk sé með fyrir fram ákveðnar hugmyndir um hana. „Ég lendi rosalega oft í því að heyra að fólk haldi að ég sé á einhvern ákveðinn veg. Ég var í mikilli keppnisíþrótt í samkvæmisdansinum, þar er maður stöðugt í keppni en ég hef verið að fjarlægja mig frá því. Í dansinum var mér kennt að vera með front og þá væri frekar betra að fólk héldi að ég væri einhvern veginn í staðinn fyrir að það sjái inn fyrir. Ég er vissulega búin að vera mjög dugleg, kannski of dugleg, að sleppa tökum á þessu hugarfari. Til dæmis með því að vera í raunveruleikasjónvarpi og með hlaðvarpið Mömmulífið. Þannig að ég er búin að brjóta þennan vegg svolítið niður.“ Sjálfsvirðingin langt og öflugt ferðalag Ástrós hefur á undanförnum árum farið í mikla sjálfsvinnu sem hún segir að hafi sannarlega skilað sér. „Ég ber mikla virðingu fyrir sjálfri mér og því sem ég geri. Það tók mig langan tíma að komast á þann stað. Ég er manneskja sem elska fjölskylduna mína meira en allt og set hana fram fyrir allt. Það skiptir mig máli hvernig manneskja er, miklu meira máli en það gerði nokkurn tíma þegar ég var yngri. Þá var allt keppni og tengdist náið útliti og fronti. Ég set rosa lítið vald í það hvað öðrum finnst um mig. Það sem skiptir mig máli er það hvað mínu fólki finnst og hvað mér sjálfri finnst.“ Ástrós Traustadóttir ræddi um líf sitt í Einkalífinu. Vísir/Vilhelm Ein af fáum sem fékk ekki Instagram aðganginn til baka frá hakkaranum Ástrós hefur verið áberandi á samfélagsmiðlum í dágóðan tíma. Sumarið 2021 varð hún fyrir erlendum hakkara sem tók yfir Instagram aðgang hennar. „Þetta var náttúrulega rosalega óþægilegt og setti hlutina í ákveðið sjónarhorn, það er einhver annar sem á þetta forrit sem er mín aðal tekjulind. Það fór allt í biðstöðu en sem betur fer stóðu samstarfsaðilar mínir við bakið á mér, sem var ekki hjá öllum. Þetta var alveg erfitt og mjög kvíðavaldandi og það er vond tilfinning að eitthvað sem er þitt sé svona tekið af þér.“ Ástrós var ein af örfáum sem endurheimti að lokum ekki aðganginn sinn. „Ég lenti svo í því að vera aftur hökkuð eftir að ég hafði fengið aðganginn minn til baka. Ég byrjaði því með nýjan Instagram reikning. Það var líka frelsandi en ég myndi aldrei vilja lenda í þessu aftur. Ég get sagt það núna að þetta hafi verið frelsandi en þetta fór alveg inn á sálina manns.“ Hakkarinn gekk ansi langt og bjó meðal annars til gervi samtöl undir nafni Ástrósar. „Þetta var ekki vel photoshoppað þannig að maður var ekki að hafa miklar áhyggjur af þessu. En það er ákveðinn trigger fyrir mig þegar fólk segir að ég sé að gera eitthvað sem ég er ekki að gera eða snúa sannleikanum í eitthvað annað. Ég hafði þó ekki miklar áhyggjur af þessu en ég vissi ekkert hvað maður ætti að gera í þessu, hvort ég ætti að leita til lögreglu eða hvað.“ Ástrós Traustadóttir vissi ekki hvert hún ætti að leita þegar hakkarinn tók yfir Instagram aðgang hennar. Vísir/Vilhelm Pælir ekki í áliti annarra Viðbrögð fólks við þessu voru misjöfn og var meðal annars umræða á Twitter á sínum tíma um það hversu auðvelt það væri fyrir marga að gera lítið úr þessu. „Fólk skilur ekki það sem það þekkir ekki. Ég er ekki týpa sem pæli mikið í hvað öðrum finnst.“ Aðspurð hvort hún verði eitthvað vör við mikið áreiti á samfélagsmiðlum segir Ástrós ekki svo vera. Þó hiki hún ekki við að ýta á block takkann. „Ég blokka bara, sérstaklega ef það tengist dóttur minni á einhvern hátt.“ Ástrós segist sömuleiðis alltaf leggja upp úr því að vera samkvæm sjálfri sér. „Fólk vill mynda sér skoðun á manni og telur sig geta það því það hefur átt í einhverjum mjög litlum samskiptum við þig. Mér finnst það eiginlega bara fyndið. Að fólk telji sig geta myndað sér skoðun á einhverjum þegar það þekkir manneskjuna ekki neitt. En þegar að fólk vill eiga eitthvað á þig eða fá eitthvað frá þér, það er kannski svona óþægilegast.“
Einkalífið Ástin og lífið Geðheilbrigði Tengdar fréttir „Ég kynntist ástinni í lífi mínu þarna“ „Ég var vissulega ekki opin fyrir ástinni þegar að við Adam kynntust,“ segir dansarinn, raunveruleikastjarnan og áhrifavaldurinn Ástrós Traustadóttir. Hún var nýbúin að ganga í gegnum mjög erfiða lífsreynslu þegar að sönn ást bankaði upp á og þrátt fyrir að hafa ætlað sér að vera ein um tíma var óumflýjanlegt að sleppa tökunum og fylgja hjartanu. Ástrós er viðmælandi í Einkalífinu. 17. mars 2024 07:01 Vissi ekki hvort hún myndi lifa þetta af Dansarinn, áhrifavaldurinn og raunveruleikastjarnan Ástrós Traustadóttir var sextán ára gömul þegar hún flutti ein erlendis fyrir atvinnumennsku í samkvæmisdansi. Ári síðar var hún orðin Frakklandsmeistari í íþróttinni en nokkrum árum seinna lenti hún algjörlega á vegg eftir löng og ströng veikindi af átröskun. Ástrós er viðmælandi í Einkalífinu. 14. mars 2024 07:00 Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Sjá meira
„Ég kynntist ástinni í lífi mínu þarna“ „Ég var vissulega ekki opin fyrir ástinni þegar að við Adam kynntust,“ segir dansarinn, raunveruleikastjarnan og áhrifavaldurinn Ástrós Traustadóttir. Hún var nýbúin að ganga í gegnum mjög erfiða lífsreynslu þegar að sönn ást bankaði upp á og þrátt fyrir að hafa ætlað sér að vera ein um tíma var óumflýjanlegt að sleppa tökunum og fylgja hjartanu. Ástrós er viðmælandi í Einkalífinu. 17. mars 2024 07:01
Vissi ekki hvort hún myndi lifa þetta af Dansarinn, áhrifavaldurinn og raunveruleikastjarnan Ástrós Traustadóttir var sextán ára gömul þegar hún flutti ein erlendis fyrir atvinnumennsku í samkvæmisdansi. Ári síðar var hún orðin Frakklandsmeistari í íþróttinni en nokkrum árum seinna lenti hún algjörlega á vegg eftir löng og ströng veikindi af átröskun. Ástrós er viðmælandi í Einkalífinu. 14. mars 2024 07:00