937 karlar og þeim fjölgar Sigríður Gunnarsdóttir skrifar 19. mars 2024 17:01 Í Mottumars Krabbameinsfélagsins í ár hvetjum við karla þessa lands til að hreyfa sig, með sérstöku Kallaútkalli. Það er ekki að ástæðulausu, því regluleg hreyfing er eitt af því mikilvægasta sem við getum gert til að draga úr áhættunni á að fá krabbamein. Árlega greinast að meðaltali 937 karlar með krabbamein á Íslandi, algengast er blöðruhálskirtilskrabbamein, en þar á eftir koma ristil- og endaþarmskrabbamein og lungnakrabbamein. Margir læknast eða fá meðferð sem lengir líf en þrátt fyrir það er krabbamein dánarmein rúmlega fjórðungs þeirra sem látast árlega á Íslandi. Algengasta dánarmeinið er blöðruhálskirtilskrabbamein, þar á eftir fylgja lungnakrabbamein, ristil- og endaþarmskrabbamein og briskrabbamein. Fjölgun framundan Spáð er mikilli fjölgun krabbameina á Íslandi á næstu árum eða 57% aukningu til ársins 2040. Þetta er fyrst og fremst vegna hækkandi meðalaldurs þjóðarinnar en rúmlega helmingur allra krabbameina greinist hjá fólki sem er 65 ára og eldra. Best er að koma í veg fyrir krabbamein en næstbest er að greina þau snemma. Við þurfum því öll að þekkja helstu einkenni krabbameins og leita til læknis ef við verðum þeirra vör. Má þar nefna óvenjulegar blæðingar, sár sem ekki gróa, þykkildi, hnúta, nýja eða breytta fæðingabletti, óþægindi í meltingavegi, breytingar á hægðum og þvaglátum, þyngdartap, þrálátan hósta eða hæsi, óvenjulega þreytu eða viðvarandi verki. Lífsstíllinn skiptir máli Orsakir krabbameina er flókið samspil erfða og umhverfis og ekki er hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein. Hinsvegar er vitað að 30-40% krabbameina tengjast lífsstíl og að hreyfing er ein öflugasta forvörnin ásamt því að forðast tóbak, verja sig fyrir sólargeislum, borða hollan og fjölbreyttan mat og lágmarka áfengisneyslu. Öll hreyfing skiptir máli og mikilvægast að hver og einn finni þá hreyfingu sem honum hentar og ekki er verra ef hægt er að hafa gaman í leiðinni. Við skorum því á alla karla að standa upp úr sófanum, skella sér í sokkana og taka þátt í kallaútkalli Krabbameinsfélagsins. Höfundur er forstöðumaður Rannsókna- og skráningarseturs Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skimun fyrir krabbameini Krabbamein Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Í Mottumars Krabbameinsfélagsins í ár hvetjum við karla þessa lands til að hreyfa sig, með sérstöku Kallaútkalli. Það er ekki að ástæðulausu, því regluleg hreyfing er eitt af því mikilvægasta sem við getum gert til að draga úr áhættunni á að fá krabbamein. Árlega greinast að meðaltali 937 karlar með krabbamein á Íslandi, algengast er blöðruhálskirtilskrabbamein, en þar á eftir koma ristil- og endaþarmskrabbamein og lungnakrabbamein. Margir læknast eða fá meðferð sem lengir líf en þrátt fyrir það er krabbamein dánarmein rúmlega fjórðungs þeirra sem látast árlega á Íslandi. Algengasta dánarmeinið er blöðruhálskirtilskrabbamein, þar á eftir fylgja lungnakrabbamein, ristil- og endaþarmskrabbamein og briskrabbamein. Fjölgun framundan Spáð er mikilli fjölgun krabbameina á Íslandi á næstu árum eða 57% aukningu til ársins 2040. Þetta er fyrst og fremst vegna hækkandi meðalaldurs þjóðarinnar en rúmlega helmingur allra krabbameina greinist hjá fólki sem er 65 ára og eldra. Best er að koma í veg fyrir krabbamein en næstbest er að greina þau snemma. Við þurfum því öll að þekkja helstu einkenni krabbameins og leita til læknis ef við verðum þeirra vör. Má þar nefna óvenjulegar blæðingar, sár sem ekki gróa, þykkildi, hnúta, nýja eða breytta fæðingabletti, óþægindi í meltingavegi, breytingar á hægðum og þvaglátum, þyngdartap, þrálátan hósta eða hæsi, óvenjulega þreytu eða viðvarandi verki. Lífsstíllinn skiptir máli Orsakir krabbameina er flókið samspil erfða og umhverfis og ekki er hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein. Hinsvegar er vitað að 30-40% krabbameina tengjast lífsstíl og að hreyfing er ein öflugasta forvörnin ásamt því að forðast tóbak, verja sig fyrir sólargeislum, borða hollan og fjölbreyttan mat og lágmarka áfengisneyslu. Öll hreyfing skiptir máli og mikilvægast að hver og einn finni þá hreyfingu sem honum hentar og ekki er verra ef hægt er að hafa gaman í leiðinni. Við skorum því á alla karla að standa upp úr sófanum, skella sér í sokkana og taka þátt í kallaútkalli Krabbameinsfélagsins. Höfundur er forstöðumaður Rannsókna- og skráningarseturs Krabbameinsfélagsins.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar