Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn mynda meirihluta Árni Sæberg skrifar 19. mars 2024 17:59 Jón Björn Hákonarson, til vinstri, og Ragnar Sigurðsson við undirritun málefnasamnings í dag. Gunnar Gunnarsson/Austurfrétt Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa ákveðið að mynda meirihluta í bæjarstjórn Fjarðabyggðar. Meirihlutinn samanstendur af sjö af níu bæjarfulltrúum. Í tilkynningu um samstarfið segir að í því verði horft til eflingar samvinnu og samstarfs þvert á byggðarkjarna sveitarfélagsins og styrkingu fjárhagslegrar sjálfbærni þeirra svo Fjarðabyggð geti áfram eflst og dafnað. Í krafti sterkrar fjárhagsstöðu geti Fjarðabyggð horft björtum augum til framtíðar með ábyrgum og traustum rekstri. Þá muni flokkarnir halda áfram að leita allra leiða til styrkingar atvinnulífs og skapa grundvöll fyrir enn frekari fjölgun og fjölbreytileika í atvinnu. Tækifæri til atvinnu- og verðmætasköpunar séu til staðar. Fjárfestar með atvinnuskapandi hugmyndir horfi til þess hve vel sveitarfélagið er í stakk búið til að mæta slíkum áskorunum. Fækka nefndum og nefndarmönnum Málefnasamningur meirihluta Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í Fjarðabyggð sé metnaðarfullur og í takt við þau tækifæri til vaxtar sem Fjarðabyggð býr yfir. Að sama skapi lýsi hann raunhæfum markmiðum að árangri á því tveggja ára tímabili sem er fram að næstu sveitarstjórnarkosningum. Við upphaf samstarfsins verði nefndum fækkað og nefndarmönnum fækkað. Félagsmálanefnd, fræðslunefnd og íþrótta- og tómstundanefnd verði sameinaðar í eina fjölskyldunefnd í samræmi við stjórnskipulag sveitarfélagsins. Jóna Árný Þórðardóttir muni sitja áfram sem bæjarstjóri út kjörtímabilið. Ragnar Sigurðsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins verði formaður bæjarráðs og Jón Björn Hákonarson, oddviti Framsóknarflokksins forseti bæjarstjórnar. Framsóknarflokkurinn muni fara með formennsku í stjórn menningarstofu og skipulags- og framkvæmdanefnd en Sjálfstæðisflokkurinn fari með formennsku í hafnarstjórn og fjölskyldunefnd. Slitnaði upp úr fyrri meirihluta vegna skólamála Sem áður segir fer nýr meirihluti með mikinn meirihluta bæjarstjórnarstóla. Eftir kosningar árið 2022 mynduðu Framsóknarflokkur, með þrjá bæjarfulltrúa, og Fjarðarlistinn, með tvo, eins manns meirihluta. Upp úr því samstarfi slitnaði þegar lögð var fram tillaga um breytingar í skólamálum. Þá greiddi einn bæjarfulltrúi Fjarðarlistans, Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir, atkvæði gegn tillögunni og sagði tillöguna ekki styrkja skólastarf í bæjarfélaginu. Tillagan sneri að því að sameina alla grunnskóla sveitarfélagsins í eina stofnun. Sama átti við um leikskóla sveitarfélagsins. Fjarðabyggð Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir „Fyrir mér er meirihlutinn óstarfhæfur“ Fulltrúi Fjarðarlistans greiddi atkvæði gegn tillögu síns meirihluta á fundi bæjarstjórnar Fjarðarbyggðar í gær. Tillagan snerist um breytingar í skólamálum sveitarfélagsins en unnið er að því að sameina alla grunnskóla sveitarfélagsins í eina stofnun. Sama á við um leikskóla Fjarðabyggðar. 28. febrúar 2024 11:45 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira
Í tilkynningu um samstarfið segir að í því verði horft til eflingar samvinnu og samstarfs þvert á byggðarkjarna sveitarfélagsins og styrkingu fjárhagslegrar sjálfbærni þeirra svo Fjarðabyggð geti áfram eflst og dafnað. Í krafti sterkrar fjárhagsstöðu geti Fjarðabyggð horft björtum augum til framtíðar með ábyrgum og traustum rekstri. Þá muni flokkarnir halda áfram að leita allra leiða til styrkingar atvinnulífs og skapa grundvöll fyrir enn frekari fjölgun og fjölbreytileika í atvinnu. Tækifæri til atvinnu- og verðmætasköpunar séu til staðar. Fjárfestar með atvinnuskapandi hugmyndir horfi til þess hve vel sveitarfélagið er í stakk búið til að mæta slíkum áskorunum. Fækka nefndum og nefndarmönnum Málefnasamningur meirihluta Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í Fjarðabyggð sé metnaðarfullur og í takt við þau tækifæri til vaxtar sem Fjarðabyggð býr yfir. Að sama skapi lýsi hann raunhæfum markmiðum að árangri á því tveggja ára tímabili sem er fram að næstu sveitarstjórnarkosningum. Við upphaf samstarfsins verði nefndum fækkað og nefndarmönnum fækkað. Félagsmálanefnd, fræðslunefnd og íþrótta- og tómstundanefnd verði sameinaðar í eina fjölskyldunefnd í samræmi við stjórnskipulag sveitarfélagsins. Jóna Árný Þórðardóttir muni sitja áfram sem bæjarstjóri út kjörtímabilið. Ragnar Sigurðsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins verði formaður bæjarráðs og Jón Björn Hákonarson, oddviti Framsóknarflokksins forseti bæjarstjórnar. Framsóknarflokkurinn muni fara með formennsku í stjórn menningarstofu og skipulags- og framkvæmdanefnd en Sjálfstæðisflokkurinn fari með formennsku í hafnarstjórn og fjölskyldunefnd. Slitnaði upp úr fyrri meirihluta vegna skólamála Sem áður segir fer nýr meirihluti með mikinn meirihluta bæjarstjórnarstóla. Eftir kosningar árið 2022 mynduðu Framsóknarflokkur, með þrjá bæjarfulltrúa, og Fjarðarlistinn, með tvo, eins manns meirihluta. Upp úr því samstarfi slitnaði þegar lögð var fram tillaga um breytingar í skólamálum. Þá greiddi einn bæjarfulltrúi Fjarðarlistans, Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir, atkvæði gegn tillögunni og sagði tillöguna ekki styrkja skólastarf í bæjarfélaginu. Tillagan sneri að því að sameina alla grunnskóla sveitarfélagsins í eina stofnun. Sama átti við um leikskóla sveitarfélagsins.
Fjarðabyggð Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir „Fyrir mér er meirihlutinn óstarfhæfur“ Fulltrúi Fjarðarlistans greiddi atkvæði gegn tillögu síns meirihluta á fundi bæjarstjórnar Fjarðarbyggðar í gær. Tillagan snerist um breytingar í skólamálum sveitarfélagsins en unnið er að því að sameina alla grunnskóla sveitarfélagsins í eina stofnun. Sama á við um leikskóla Fjarðabyggðar. 28. febrúar 2024 11:45 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira
„Fyrir mér er meirihlutinn óstarfhæfur“ Fulltrúi Fjarðarlistans greiddi atkvæði gegn tillögu síns meirihluta á fundi bæjarstjórnar Fjarðarbyggðar í gær. Tillagan snerist um breytingar í skólamálum sveitarfélagsins en unnið er að því að sameina alla grunnskóla sveitarfélagsins í eina stofnun. Sama á við um leikskóla Fjarðabyggðar. 28. febrúar 2024 11:45