Umfjöllun um eldsumbrot fælir ferðamenn frá Jón Ísak Ragnarsson skrifar 19. mars 2024 22:17 Eldsumbrotin á Reykjanesskaga virðast draga úr komu ferðamanna til landsins. Vísir/Vilhelm Miklar umræður hafa skapast á Facebook-síðunni Bakland ferðaþjónustunnar um áhrif villandi fréttaflutnings erlendra miðla um eldsumbrotin á Reykjanesskaga á ferðaþjónustu í landinu. Borið hefur á afbókunum ferðamanna og hægst hefur á nýbókunum eftir hörmungarnar í Grindavík. Lína Petra Þórarinsdóttir fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu var til viðtals um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Neyðarstig almannavarna - State of Emergency Umræðurnar á Facebook-síðunni snerust að miklu leyti um umfjöllun fréttamiðla um neyðarstig almannavarna, en svo virðist sem erlendir fréttamiðlar geri mikinn mat úr því. Fréttir lýsi því þá gjarnan yfir að Ísland lýsi yfir neyðarástandi og slái því upp í fyrirsagnir. Fréttaflutningurinn sé villandi og gefi í skyn að landið sé óöruggt þegar hættan er aðeins staðbundin í Grindavík. Slíkt sé ekki vænlegt til að lokka ferðamenn að landinu. Spurt var hvort ekki sé hægt að tóna „neyðarþetta og neyðarhitt“ niður. Nýleg frétt BBC um eldsumbrotin. Erlendum miðlum er tíðrætt um „State of emergency“Skjáskot Lína Petra Þórarinsdóttir fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu skilur vel áhyggjur aðila í ferðaþjónustu. Hún segir umfjöllun erlendra fréttamiðla um neyðarstigið hafa verið mjög áberandi og einnig hafi samfélagsmiðlaumfjöllun verið mikil. Þetta hafi sérstaklega verið áberandi í aðdraganda fyrsta gossins í Grindavík og í framhaldinu af því í nóvember og desember. Íslandsstofa réðst í markaðsherferð Meðal verkefna Íslandsstofu er að vakta og greina umfjallanir um landið á erlendum miðlum. „Það er áhersla hjá okkur að koma út réttum skilaboðum inn á þessa miðla og við höfum náð góðum árangri í því,“ segir Lína. Hún segir að umfjöllun hafi batnað mikið frá því í nóvember og desember. Íslandsstofa hefur staðið í ströngu við að leiðrétta misskilning um jarðhræringarnar og hættuna sem steðjar af þeim. „Nú nýlega þá unnum við myndband fyrir samfélagsmiðla í samstarfi við veðurstofuna sem er svona Q&A (spurt og svarað) myndband sem við erum að birta á okkar miðlum,“ segir Lína. Neyðarástand á Íslandi. Frétt á New York post.Skjáskot Lína segir að talsvert hafi borið hafi á afbókunum ferðamanna í nóvember og desember og hægst hafi á nýbókunum líka. Lilja Alfreðsdóttir ferðamálaráðherra hafi þá gripið inn í og sett hundrað milljónir króna í sérstakt markaðsátak. Þá hafi verið ráðist í markaðsherferð sem stóð yfir frá desemberlokum og út fyrstu tólf vikur ársins, sem er stærsti bókunargluggi sumarsins. Lína segir að vel hafi tekist til í þessari markaðsherferð. Það sjáist í mælikvörðum og gögnum um það hverjir horfi á efnið og bóki ferðir til landsins. Engin ferðatrygging á Íslandi? Þá segir einn meðlimur Baklands ferðaþjónustunnar að hann hafi verið með ferðamann hjá sér sem sagði að Ísland væri komið á lista tryggingarfélags yfir lönd sem ekki væri hægt að fá ferðatryggingu til. Þetta sé vegna neyðarstigsins. Ekki fylgir sögunni hvers lenskur ferðamaðurinn er. Lína segist ekki hafa heyrt af þessu. Vilja nýta athyglina Lína vill að lokum líta á jákvæðu hliðarnar og segir að hægt sé að nýta athyglina til góðs þegar upp er staðið. „Þetta styður til langs tíma ímynd áfangastaðarins sem staður sem býður upp á einstaka náttúru, og það sé ákveðin ævintýraupplifun að koma hingað. En við þurfum alltaf að standa vaktina þegar kemur að ímyndarsköpun Íslands,“ segir Lína. Eldgos á Reykjanesskaga Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Eldgosið toppar þrjú síðustu Eldgosið sem hófst á níunda tímanum á laugardagskvöld hefur nú staðið lengur en síðustu þrjúgos síðan í desember síðastliðnum. Það hefur nú staðið í tvo og hálfan sólarhring. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. 19. mars 2024 12:06 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Sjá meira
Lína Petra Þórarinsdóttir fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu var til viðtals um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Neyðarstig almannavarna - State of Emergency Umræðurnar á Facebook-síðunni snerust að miklu leyti um umfjöllun fréttamiðla um neyðarstig almannavarna, en svo virðist sem erlendir fréttamiðlar geri mikinn mat úr því. Fréttir lýsi því þá gjarnan yfir að Ísland lýsi yfir neyðarástandi og slái því upp í fyrirsagnir. Fréttaflutningurinn sé villandi og gefi í skyn að landið sé óöruggt þegar hættan er aðeins staðbundin í Grindavík. Slíkt sé ekki vænlegt til að lokka ferðamenn að landinu. Spurt var hvort ekki sé hægt að tóna „neyðarþetta og neyðarhitt“ niður. Nýleg frétt BBC um eldsumbrotin. Erlendum miðlum er tíðrætt um „State of emergency“Skjáskot Lína Petra Þórarinsdóttir fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu skilur vel áhyggjur aðila í ferðaþjónustu. Hún segir umfjöllun erlendra fréttamiðla um neyðarstigið hafa verið mjög áberandi og einnig hafi samfélagsmiðlaumfjöllun verið mikil. Þetta hafi sérstaklega verið áberandi í aðdraganda fyrsta gossins í Grindavík og í framhaldinu af því í nóvember og desember. Íslandsstofa réðst í markaðsherferð Meðal verkefna Íslandsstofu er að vakta og greina umfjallanir um landið á erlendum miðlum. „Það er áhersla hjá okkur að koma út réttum skilaboðum inn á þessa miðla og við höfum náð góðum árangri í því,“ segir Lína. Hún segir að umfjöllun hafi batnað mikið frá því í nóvember og desember. Íslandsstofa hefur staðið í ströngu við að leiðrétta misskilning um jarðhræringarnar og hættuna sem steðjar af þeim. „Nú nýlega þá unnum við myndband fyrir samfélagsmiðla í samstarfi við veðurstofuna sem er svona Q&A (spurt og svarað) myndband sem við erum að birta á okkar miðlum,“ segir Lína. Neyðarástand á Íslandi. Frétt á New York post.Skjáskot Lína segir að talsvert hafi borið hafi á afbókunum ferðamanna í nóvember og desember og hægst hafi á nýbókunum líka. Lilja Alfreðsdóttir ferðamálaráðherra hafi þá gripið inn í og sett hundrað milljónir króna í sérstakt markaðsátak. Þá hafi verið ráðist í markaðsherferð sem stóð yfir frá desemberlokum og út fyrstu tólf vikur ársins, sem er stærsti bókunargluggi sumarsins. Lína segir að vel hafi tekist til í þessari markaðsherferð. Það sjáist í mælikvörðum og gögnum um það hverjir horfi á efnið og bóki ferðir til landsins. Engin ferðatrygging á Íslandi? Þá segir einn meðlimur Baklands ferðaþjónustunnar að hann hafi verið með ferðamann hjá sér sem sagði að Ísland væri komið á lista tryggingarfélags yfir lönd sem ekki væri hægt að fá ferðatryggingu til. Þetta sé vegna neyðarstigsins. Ekki fylgir sögunni hvers lenskur ferðamaðurinn er. Lína segist ekki hafa heyrt af þessu. Vilja nýta athyglina Lína vill að lokum líta á jákvæðu hliðarnar og segir að hægt sé að nýta athyglina til góðs þegar upp er staðið. „Þetta styður til langs tíma ímynd áfangastaðarins sem staður sem býður upp á einstaka náttúru, og það sé ákveðin ævintýraupplifun að koma hingað. En við þurfum alltaf að standa vaktina þegar kemur að ímyndarsköpun Íslands,“ segir Lína.
Eldgos á Reykjanesskaga Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Eldgosið toppar þrjú síðustu Eldgosið sem hófst á níunda tímanum á laugardagskvöld hefur nú staðið lengur en síðustu þrjúgos síðan í desember síðastliðnum. Það hefur nú staðið í tvo og hálfan sólarhring. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. 19. mars 2024 12:06 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Sjá meira
Eldgosið toppar þrjú síðustu Eldgosið sem hófst á níunda tímanum á laugardagskvöld hefur nú staðið lengur en síðustu þrjúgos síðan í desember síðastliðnum. Það hefur nú staðið í tvo og hálfan sólarhring. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. 19. mars 2024 12:06