„Þetta er ástæðan fyrir því af hverju maður er í körfu“ Andri Már Eggertsson skrifar 19. mars 2024 22:30 Halldór Garðar Hermannsson, leikmaður Keflavíkur, var afar ánægður með stuðninginn í Höllinni Vísir/Hulda Margrét Keflavik tryggði sér farseðilinn í úrslit VÍS-bikarsins eftir nítján stiga sigur gegn Stjörnunni 113-94. Halldór Garðar Hermannsson, fyrirliði Keflavíkur, var afar ánægður með sigurinn. Þetta var í þriðja skipti í röð sem Keflavík og Stjarnan áttust við í undanúrslitum bikarsins. Halldór Garðar hefur spilað alla þrjá leikina og loksins hafði Keflavík betur eftir að hafa tapað síðustu tveimur. „Segja þeir ekki allt er þegar þrennt er. Við vorum helvíti góðir í kvöld og við hittum skotunum okkar og þetta gekk vel.“ Halldór Garðar var mjög ánægður með sóknarleik Keflavíkur þar sem liðið gerði 113 stig. „Sóknarlega vorum við frábærir og varnarlega gerðum við vel á köflum. Hraðinn hentaði okkur betur en Stjörnunni enda gerðum við 113 stig.“ Keflavík var níu stigum yfir í hálfleik og Halldóri Garðari fannst byrjun Keflavíkur í síðari hálfleik afar öflug þar sem liðið gerði fyrstu átta stigin. „Mér fannst við enda annan leikhluta á afturfótunum. Það er oft talað um að fyrstu fimm mínúturnar í þriðja leikhluta séu mikilvægar og við mættum ekkert eðlilega vel gíraðir í seinni hálfleikinn. Remy Martin fór á kostum í kvöld og gerði 39 stig og það kom Halldóri Garðari ekkert á óvart. „Ég sé þetta á æfingu fimm sinnum í viku og þetta var gott en þetta venst.“ Halldór Garðar missti af síðasta leik vegna meiðsla en sagði að stuðningurinn hjá Keflavík hafi gert það að verkum að hann fann lítið fyrir meiðslunum. „Eins og stuðningurinn var í stúkunni var maður nánast tilbúinn án þess að hita upp. Þetta er ástæðan fyrir því af hverju maður er í körfu það er að spila þessa stórleiki.“ Keflavík mun spila í fyrsta sinn í bikarúrslitum í tólf ár. Keflavík mætir Tindastól en liðin mættust einnig í bikarúrslitum árið 2012 og þá hafði Keflavík betur. „Það verður æsispennandi. Það verður gaman að kljást við mína gömlu liðsfélaga Callum Lawson og Adomas Drungilas. Þeir voru eitthvað að tala við mig fyrir leik og vildu fá okkur. Það verður ógeðslega gaman,“ sagði Halldór Garðar léttur að lokum. Keflavík ÍF VÍS-bikarinn Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Almar kjörinn varaforseti „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Ólympíufari lést í eldsvoða Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Dagskráin í dag: Úrslitaleikir og hitað upp fyrir úrslitakeppnina „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ Sjá meira
Þetta var í þriðja skipti í röð sem Keflavík og Stjarnan áttust við í undanúrslitum bikarsins. Halldór Garðar hefur spilað alla þrjá leikina og loksins hafði Keflavík betur eftir að hafa tapað síðustu tveimur. „Segja þeir ekki allt er þegar þrennt er. Við vorum helvíti góðir í kvöld og við hittum skotunum okkar og þetta gekk vel.“ Halldór Garðar var mjög ánægður með sóknarleik Keflavíkur þar sem liðið gerði 113 stig. „Sóknarlega vorum við frábærir og varnarlega gerðum við vel á köflum. Hraðinn hentaði okkur betur en Stjörnunni enda gerðum við 113 stig.“ Keflavík var níu stigum yfir í hálfleik og Halldóri Garðari fannst byrjun Keflavíkur í síðari hálfleik afar öflug þar sem liðið gerði fyrstu átta stigin. „Mér fannst við enda annan leikhluta á afturfótunum. Það er oft talað um að fyrstu fimm mínúturnar í þriðja leikhluta séu mikilvægar og við mættum ekkert eðlilega vel gíraðir í seinni hálfleikinn. Remy Martin fór á kostum í kvöld og gerði 39 stig og það kom Halldóri Garðari ekkert á óvart. „Ég sé þetta á æfingu fimm sinnum í viku og þetta var gott en þetta venst.“ Halldór Garðar missti af síðasta leik vegna meiðsla en sagði að stuðningurinn hjá Keflavík hafi gert það að verkum að hann fann lítið fyrir meiðslunum. „Eins og stuðningurinn var í stúkunni var maður nánast tilbúinn án þess að hita upp. Þetta er ástæðan fyrir því af hverju maður er í körfu það er að spila þessa stórleiki.“ Keflavík mun spila í fyrsta sinn í bikarúrslitum í tólf ár. Keflavík mætir Tindastól en liðin mættust einnig í bikarúrslitum árið 2012 og þá hafði Keflavík betur. „Það verður æsispennandi. Það verður gaman að kljást við mína gömlu liðsfélaga Callum Lawson og Adomas Drungilas. Þeir voru eitthvað að tala við mig fyrir leik og vildu fá okkur. Það verður ógeðslega gaman,“ sagði Halldór Garðar léttur að lokum.
Keflavík ÍF VÍS-bikarinn Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Almar kjörinn varaforseti „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Ólympíufari lést í eldsvoða Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Dagskráin í dag: Úrslitaleikir og hitað upp fyrir úrslitakeppnina „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ Sjá meira