„Þetta er ástæðan fyrir því af hverju maður er í körfu“ Andri Már Eggertsson skrifar 19. mars 2024 22:30 Halldór Garðar Hermannsson, leikmaður Keflavíkur, var afar ánægður með stuðninginn í Höllinni Vísir/Hulda Margrét Keflavik tryggði sér farseðilinn í úrslit VÍS-bikarsins eftir nítján stiga sigur gegn Stjörnunni 113-94. Halldór Garðar Hermannsson, fyrirliði Keflavíkur, var afar ánægður með sigurinn. Þetta var í þriðja skipti í röð sem Keflavík og Stjarnan áttust við í undanúrslitum bikarsins. Halldór Garðar hefur spilað alla þrjá leikina og loksins hafði Keflavík betur eftir að hafa tapað síðustu tveimur. „Segja þeir ekki allt er þegar þrennt er. Við vorum helvíti góðir í kvöld og við hittum skotunum okkar og þetta gekk vel.“ Halldór Garðar var mjög ánægður með sóknarleik Keflavíkur þar sem liðið gerði 113 stig. „Sóknarlega vorum við frábærir og varnarlega gerðum við vel á köflum. Hraðinn hentaði okkur betur en Stjörnunni enda gerðum við 113 stig.“ Keflavík var níu stigum yfir í hálfleik og Halldóri Garðari fannst byrjun Keflavíkur í síðari hálfleik afar öflug þar sem liðið gerði fyrstu átta stigin. „Mér fannst við enda annan leikhluta á afturfótunum. Það er oft talað um að fyrstu fimm mínúturnar í þriðja leikhluta séu mikilvægar og við mættum ekkert eðlilega vel gíraðir í seinni hálfleikinn. Remy Martin fór á kostum í kvöld og gerði 39 stig og það kom Halldóri Garðari ekkert á óvart. „Ég sé þetta á æfingu fimm sinnum í viku og þetta var gott en þetta venst.“ Halldór Garðar missti af síðasta leik vegna meiðsla en sagði að stuðningurinn hjá Keflavík hafi gert það að verkum að hann fann lítið fyrir meiðslunum. „Eins og stuðningurinn var í stúkunni var maður nánast tilbúinn án þess að hita upp. Þetta er ástæðan fyrir því af hverju maður er í körfu það er að spila þessa stórleiki.“ Keflavík mun spila í fyrsta sinn í bikarúrslitum í tólf ár. Keflavík mætir Tindastól en liðin mættust einnig í bikarúrslitum árið 2012 og þá hafði Keflavík betur. „Það verður æsispennandi. Það verður gaman að kljást við mína gömlu liðsfélaga Callum Lawson og Adomas Drungilas. Þeir voru eitthvað að tala við mig fyrir leik og vildu fá okkur. Það verður ógeðslega gaman,“ sagði Halldór Garðar léttur að lokum. Keflavík ÍF VÍS-bikarinn Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Þetta var í þriðja skipti í röð sem Keflavík og Stjarnan áttust við í undanúrslitum bikarsins. Halldór Garðar hefur spilað alla þrjá leikina og loksins hafði Keflavík betur eftir að hafa tapað síðustu tveimur. „Segja þeir ekki allt er þegar þrennt er. Við vorum helvíti góðir í kvöld og við hittum skotunum okkar og þetta gekk vel.“ Halldór Garðar var mjög ánægður með sóknarleik Keflavíkur þar sem liðið gerði 113 stig. „Sóknarlega vorum við frábærir og varnarlega gerðum við vel á köflum. Hraðinn hentaði okkur betur en Stjörnunni enda gerðum við 113 stig.“ Keflavík var níu stigum yfir í hálfleik og Halldóri Garðari fannst byrjun Keflavíkur í síðari hálfleik afar öflug þar sem liðið gerði fyrstu átta stigin. „Mér fannst við enda annan leikhluta á afturfótunum. Það er oft talað um að fyrstu fimm mínúturnar í þriðja leikhluta séu mikilvægar og við mættum ekkert eðlilega vel gíraðir í seinni hálfleikinn. Remy Martin fór á kostum í kvöld og gerði 39 stig og það kom Halldóri Garðari ekkert á óvart. „Ég sé þetta á æfingu fimm sinnum í viku og þetta var gott en þetta venst.“ Halldór Garðar missti af síðasta leik vegna meiðsla en sagði að stuðningurinn hjá Keflavík hafi gert það að verkum að hann fann lítið fyrir meiðslunum. „Eins og stuðningurinn var í stúkunni var maður nánast tilbúinn án þess að hita upp. Þetta er ástæðan fyrir því af hverju maður er í körfu það er að spila þessa stórleiki.“ Keflavík mun spila í fyrsta sinn í bikarúrslitum í tólf ár. Keflavík mætir Tindastól en liðin mættust einnig í bikarúrslitum árið 2012 og þá hafði Keflavík betur. „Það verður æsispennandi. Það verður gaman að kljást við mína gömlu liðsfélaga Callum Lawson og Adomas Drungilas. Þeir voru eitthvað að tala við mig fyrir leik og vildu fá okkur. Það verður ógeðslega gaman,“ sagði Halldór Garðar léttur að lokum.
Keflavík ÍF VÍS-bikarinn Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira