Sjúklingar í lífshættu, fórnarlömb eigin þjáninga á biðstofu bráðamóttöku LSH G.Birgir Gunnlaugsson skrifar 20. mars 2024 12:31 Það eru 90 sjúklingar í 32 legurýmum og það bíða 23 á biðstofunni sagði örmagna hjúkrunarfræðingur innt nýverið eftir löngum biðtíma í agút tilfellum (2-3 klt). Þetta er ekki ástandið á bráðamótttöku spítala á stríðssvæði, heldur lýsing á ástandinu á einu bráðamótttöku íslendinga það er bráðamótttöku LSH í Fossvogi. Einu sinni var heilbrigðiskerfið okkar með þeim fremstu í heimi en rís varla undir nafni lengur sem slíkt. 4-6 vikna biðtími eftir tíma á heilsugæslu, 4-6 mánaða bið eftir tíma hjá sérfræðingi svo er það bráðamótttakan, þar bíður fólk 5-6 klt eftir læknisskoðun oftar en ekki sárþjáð og í lífshættu. Ástandið er verra ef þú ert eldri borgari, þá má viðkomandi bara bíða, það gerist ekkert og reiði aðstandenda magnast með hverjum klukkutímanum sem líður. Höfundur hefur verið því miður stórnotandi þessarrar þjónustu síðustu 5 árin og séð og upplifað bæði gott en líka það hræðilega og sorglega þegar ástandið fer úr böndunum. Ástandið hefur versnað ár frá ári og versnar enn. Á bráðamóttöku LSH var tekið við greindu agút hjartatilfelli frá sjúkrabíl (læknavakt) nýlega, og viðkomandi settur á ganginn fyrir framan agút stofurnar. Ekki settur í mónitor, ekki mæld lífsmörk við komu en hjartalínurit og blóðprufa tekið 50 minútum síðar. Hinum megin á ganginum var tóm agút stofa með öllum nauðsynlegum tækjum. Eftir 2klt gekk sjúklingurinn út með þeim orðum að hann gæti allt eins drepist hjálparlaust heima hjá sér eins og gera það sama á bráðamóttökunni. Sama bráðamóttaka sendi annan bráðveikan sjúkling heim nýlega bara til að fá hann aftur í sjúkrabíl 2 dögum seinna enn veikari og að sögn lækna mátti ekki tæpara standa að viðkomandi missti líf sitt. Starfsfólk er upp til hópa ekkert nema yndisheitin og viljinn til betri verka er afar ríkur en þvi miður ekki getan, annaðhvort vegna „kerfisins“ eða slæmrar stjórnunnar. Svona sögur gerast oft á dag og fórnarlömbin eru orðin allt of mörg og á eftir að fjölga. Sjúklingur sem leitar á bráðamóttöku LSH er að leita eftir læknisþjónustu, greiningu og skýringu á vanlíðan eða hjálp við afleiðingar af slysi. Hann er ekki að leita að plássi, sérstöku legurými eða þægilegu rúmi. Á LSH þarf viðkomandi að komast í gegnum hurðina alræmdu á bráðamóttökunni til að fá viðtal við lækni, þangað til er hann fórnarlamb eigin þjáninga á biðstofunni. Læknar á bráðamóttöku LSH virðast bara geta skoðað sjúklinga á göngunum fyrir innan þessa hurð, hæfni þeirra og kunnátta nær ekki fram fyrir hurðina það er á biðstofuna þar sem nota bene nóg pláss. Einhver myndi halda að það mætti spara heilmikið stúss ef greining á alvarleika tilfellis færi fram við komu sjúklings og honum beint strax í réttan farveg. Þannig mætti ætla að u.þ.b 30% tilfella fengi strax tilvísun á Læknavaktina eða næstu heilsugæslustöð. Það sama gerist nefnilega á Læknavaktinni og heilsugæslustöðinni, agút tilfellum er vísað strax á bráðamóttökuna. Forstjóri LSH hefur nýverið hampað sjálfum sér fyrir rekstur LSH, hann sé réttum megin við núllið. Ef ofangreind lýsing á ástandi móttöku sjúklinga á LSH er tekin með í reikninginn ætti að vera ljóst að LSH ræður ekki lengur við þetta verkefni og hefur ekki í nokkurn tíma. Ríkið hefur margsannað að það er ekki hæft til að reka spítalaþjónustu á Íslandi og færi betur að bjóða þennan rekstur út til einkaaðila, þar sem einhver ber ábyrgð og metnaður er lagður í að veita sjúklingum sem besta þjónustu. Bráðadeildir mættu vera mun fleiri á landinu, t.d. mættu ábyggilega vera 3-5 á höfuðborgarsvæðinu. Ríkið verður að leigja/byggja húsnæði undir fráflæði spítalaþjónustunnar þannig að helmingur sjúkrarýma séu ekki upptekin við eftirmeðferð sem mætti fara fram við aðrar aðstæður. Einhverstaðar hljóta að vera til lausnir, einhverstaðar hlýtur að vera fólk með tilfinningar og ábyrgðakennd til að taka á þessum vanda strax. Við verðum að leita lausna á þessu ófremdarástandi, það sem hefur ekki virkað síðustu 30 árin mun heldur ekki virka næstu 30 ár. Í Englandi er greint á milli slysa og annarra tilfella og eru fórnarlömb slysa meðhöndluð á sérdeildum enda oftast um opin sár að ræða eða beinbrot þar sem um auðgreindari vandamál er að ræða og þurfa öll einhverskonar meðhöndlun þar sem sjúklingur getur i mörgum tilfellum farið heim í kjölfarið. Sérstakar Plástradeildir eru til staðar og líka Brotadeildir en eins og áður segir eru þetta yfirleitt afar auðgreinanleg tilfelli sem sjaldnast þurfa langa aðkomu læknis. Halló... er einhver einversstaðar með viti þarna uppi? Höfundur er hugbúnaðarsérfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landspítalinn Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun 11.11. - Aldrei aftur stríð Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Sjá meira
Það eru 90 sjúklingar í 32 legurýmum og það bíða 23 á biðstofunni sagði örmagna hjúkrunarfræðingur innt nýverið eftir löngum biðtíma í agút tilfellum (2-3 klt). Þetta er ekki ástandið á bráðamótttöku spítala á stríðssvæði, heldur lýsing á ástandinu á einu bráðamótttöku íslendinga það er bráðamótttöku LSH í Fossvogi. Einu sinni var heilbrigðiskerfið okkar með þeim fremstu í heimi en rís varla undir nafni lengur sem slíkt. 4-6 vikna biðtími eftir tíma á heilsugæslu, 4-6 mánaða bið eftir tíma hjá sérfræðingi svo er það bráðamótttakan, þar bíður fólk 5-6 klt eftir læknisskoðun oftar en ekki sárþjáð og í lífshættu. Ástandið er verra ef þú ert eldri borgari, þá má viðkomandi bara bíða, það gerist ekkert og reiði aðstandenda magnast með hverjum klukkutímanum sem líður. Höfundur hefur verið því miður stórnotandi þessarrar þjónustu síðustu 5 árin og séð og upplifað bæði gott en líka það hræðilega og sorglega þegar ástandið fer úr böndunum. Ástandið hefur versnað ár frá ári og versnar enn. Á bráðamóttöku LSH var tekið við greindu agút hjartatilfelli frá sjúkrabíl (læknavakt) nýlega, og viðkomandi settur á ganginn fyrir framan agút stofurnar. Ekki settur í mónitor, ekki mæld lífsmörk við komu en hjartalínurit og blóðprufa tekið 50 minútum síðar. Hinum megin á ganginum var tóm agút stofa með öllum nauðsynlegum tækjum. Eftir 2klt gekk sjúklingurinn út með þeim orðum að hann gæti allt eins drepist hjálparlaust heima hjá sér eins og gera það sama á bráðamóttökunni. Sama bráðamóttaka sendi annan bráðveikan sjúkling heim nýlega bara til að fá hann aftur í sjúkrabíl 2 dögum seinna enn veikari og að sögn lækna mátti ekki tæpara standa að viðkomandi missti líf sitt. Starfsfólk er upp til hópa ekkert nema yndisheitin og viljinn til betri verka er afar ríkur en þvi miður ekki getan, annaðhvort vegna „kerfisins“ eða slæmrar stjórnunnar. Svona sögur gerast oft á dag og fórnarlömbin eru orðin allt of mörg og á eftir að fjölga. Sjúklingur sem leitar á bráðamóttöku LSH er að leita eftir læknisþjónustu, greiningu og skýringu á vanlíðan eða hjálp við afleiðingar af slysi. Hann er ekki að leita að plássi, sérstöku legurými eða þægilegu rúmi. Á LSH þarf viðkomandi að komast í gegnum hurðina alræmdu á bráðamóttökunni til að fá viðtal við lækni, þangað til er hann fórnarlamb eigin þjáninga á biðstofunni. Læknar á bráðamóttöku LSH virðast bara geta skoðað sjúklinga á göngunum fyrir innan þessa hurð, hæfni þeirra og kunnátta nær ekki fram fyrir hurðina það er á biðstofuna þar sem nota bene nóg pláss. Einhver myndi halda að það mætti spara heilmikið stúss ef greining á alvarleika tilfellis færi fram við komu sjúklings og honum beint strax í réttan farveg. Þannig mætti ætla að u.þ.b 30% tilfella fengi strax tilvísun á Læknavaktina eða næstu heilsugæslustöð. Það sama gerist nefnilega á Læknavaktinni og heilsugæslustöðinni, agút tilfellum er vísað strax á bráðamóttökuna. Forstjóri LSH hefur nýverið hampað sjálfum sér fyrir rekstur LSH, hann sé réttum megin við núllið. Ef ofangreind lýsing á ástandi móttöku sjúklinga á LSH er tekin með í reikninginn ætti að vera ljóst að LSH ræður ekki lengur við þetta verkefni og hefur ekki í nokkurn tíma. Ríkið hefur margsannað að það er ekki hæft til að reka spítalaþjónustu á Íslandi og færi betur að bjóða þennan rekstur út til einkaaðila, þar sem einhver ber ábyrgð og metnaður er lagður í að veita sjúklingum sem besta þjónustu. Bráðadeildir mættu vera mun fleiri á landinu, t.d. mættu ábyggilega vera 3-5 á höfuðborgarsvæðinu. Ríkið verður að leigja/byggja húsnæði undir fráflæði spítalaþjónustunnar þannig að helmingur sjúkrarýma séu ekki upptekin við eftirmeðferð sem mætti fara fram við aðrar aðstæður. Einhverstaðar hljóta að vera til lausnir, einhverstaðar hlýtur að vera fólk með tilfinningar og ábyrgðakennd til að taka á þessum vanda strax. Við verðum að leita lausna á þessu ófremdarástandi, það sem hefur ekki virkað síðustu 30 árin mun heldur ekki virka næstu 30 ár. Í Englandi er greint á milli slysa og annarra tilfella og eru fórnarlömb slysa meðhöndluð á sérdeildum enda oftast um opin sár að ræða eða beinbrot þar sem um auðgreindari vandamál er að ræða og þurfa öll einhverskonar meðhöndlun þar sem sjúklingur getur i mörgum tilfellum farið heim í kjölfarið. Sérstakar Plástradeildir eru til staðar og líka Brotadeildir en eins og áður segir eru þetta yfirleitt afar auðgreinanleg tilfelli sem sjaldnast þurfa langa aðkomu læknis. Halló... er einhver einversstaðar með viti þarna uppi? Höfundur er hugbúnaðarsérfræðingur.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun