Næstbestur í heimi í CrossFit Open en ætlar að fella risann af stallinum í haust Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2024 10:30 Breki Þórðarson hefur sett stefnuna á heimsmeistaratitil í haust. @brekibjola Íslenski CrossFit kappinn Breki Þórðarson fagnar góðum árangri sínum í opna hluta undankeppni heimsleikanna í CrossFit. Þriðju og síðustu vikunni af CrossFit Open er lokið og allir þátttakendur hafa skilað inn sínum æfingum. Breki var með á síðustu heimsleikum en hann keppir í flokki fatlaðra. Hann endaði í fimmta sæti í sínum flokki á heimsleikunum en byrjað nýtt tímabil af krafti. Breki náð næstbestum árangri í heimi í sínum fötlunarflokki og heldur því áfram að hækka sig. Hann varð fjórði besti á CrossFit Open í fyrra og í ellefta sætinu á sínu fyrsta CrossFit Open árið 2022. Breki fæddist með sjaldgæfan fæðingargalla og er einhentur en lætur það ekki stoppa sig að ná markmiðum sínum. „The Open er nú að baki og ég náði mínum besta árangri frá upphafi með því að taka annað sætið. Mjög ánægður með það,“ skrifaði Breki Þórðarson á samfélagsmiðla sína. „Ég hef verið frekar stefnulaus í æfingum mínum síðustu mánuði. Eftir að ég náði markmiðum mínum að komast inn á heimsleikana þá var ég ekki viss um hvert næstu skref yrðu hjá mér,“ skrifaði Breki. „Ég hef aftur á móti ákveðið það núna að setja það sem mitt markmið að fella risann Casey Acree af stalli. Hann hefur kennt mér svo mikið um þessa íþrótt en ég ætla að vinna hann og verða sá hraustasti í heimi í september,“ skrifaði Breki. „Ég þarf auðvitað að byrja á því að komast á heimsleikana. Ég ætla því að byrja á því að einbeita mér að því,“ skrifaði Breki. Það má sjá færslu hans hér fyrir neðan. Ef hún birtist ekki er gott ráð að endurhlaða fréttinni. View this post on Instagram A post shared by Breki Þo rðarson (@brekibjola) CrossFit Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Dagskráin: Masters, hitað upp fyrir Bestu kvenna og úrslitakeppnin í Bónus Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Sjá meira
Þriðju og síðustu vikunni af CrossFit Open er lokið og allir þátttakendur hafa skilað inn sínum æfingum. Breki var með á síðustu heimsleikum en hann keppir í flokki fatlaðra. Hann endaði í fimmta sæti í sínum flokki á heimsleikunum en byrjað nýtt tímabil af krafti. Breki náð næstbestum árangri í heimi í sínum fötlunarflokki og heldur því áfram að hækka sig. Hann varð fjórði besti á CrossFit Open í fyrra og í ellefta sætinu á sínu fyrsta CrossFit Open árið 2022. Breki fæddist með sjaldgæfan fæðingargalla og er einhentur en lætur það ekki stoppa sig að ná markmiðum sínum. „The Open er nú að baki og ég náði mínum besta árangri frá upphafi með því að taka annað sætið. Mjög ánægður með það,“ skrifaði Breki Þórðarson á samfélagsmiðla sína. „Ég hef verið frekar stefnulaus í æfingum mínum síðustu mánuði. Eftir að ég náði markmiðum mínum að komast inn á heimsleikana þá var ég ekki viss um hvert næstu skref yrðu hjá mér,“ skrifaði Breki. „Ég hef aftur á móti ákveðið það núna að setja það sem mitt markmið að fella risann Casey Acree af stalli. Hann hefur kennt mér svo mikið um þessa íþrótt en ég ætla að vinna hann og verða sá hraustasti í heimi í september,“ skrifaði Breki. „Ég þarf auðvitað að byrja á því að komast á heimsleikana. Ég ætla því að byrja á því að einbeita mér að því,“ skrifaði Breki. Það má sjá færslu hans hér fyrir neðan. Ef hún birtist ekki er gott ráð að endurhlaða fréttinni. View this post on Instagram A post shared by Breki Þo rðarson (@brekibjola)
CrossFit Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Dagskráin: Masters, hitað upp fyrir Bestu kvenna og úrslitakeppnin í Bónus Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Sjá meira