Fyrirsætulífið úti mikið ævintýri en saknar íslenska vatnsins Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 23. mars 2024 07:02 Birta Abiba er búsett í Bandaríkjunum um þessar mundir og starfar sem fyrirsæta. Instagram @birta.abiba „Ég elska þennan bransa jafn mikið og ég gerði daginn sem ég byrjaði í honum. Því vinnan mín er svo óútreiknanleg,“ segir fyrirsætan Birta Abiba. Birta er búsett í Los Angeles um þessar mundir og sat nýverið fyrir í auglýsingaherferð fyrir hamborgararisann McDonald's. Blaðamaður ræddi við Birtu um lífið úti. Birta segir að flutningar hennar til Los Angeles hafi stafað af því að vera á réttum stað á réttum tíma. Hún hefur lengi verið á skrá hjá íslensku módelskrifstofunni EY Agency og út frá því komist að hjá umboðsskrifstofum úti í heimi. Sömuleiðis sigraði Birta Miss Universe Iceland keppnina árið 2019 og komst í topp tíu hópinn í stóru Miss Universe keppninni erlendis. Birta Abiba var nýverið í auglýsingu fyrir McDonald's.Aðsend Flaug heim með tan, samning og fullt af skjölum „Ég byrjaði að ferðast og taka að mér ýmis verkefni um alla Evrópu árið 2021 sem var einmitt þegar að Covid var enn í fullum gangi, þannig að það að flytja til Bandaríkjanna var ekkert efst á dagskrá.“ Þegar að hlutirnir fóru að róast var Birta bókuð í verkefni sem var tekið upp í Miami. „Ey Agency, móðurskrifstofan mín, sagði mér að það væru nokkrar skrifstofur sem vildu hitta mig svo ég greip tækifærið, fór á nokkra fundi og naut þess auðvitað að vera í sólinni aðeins lengur. Ég flaug heim með samning, tan, lögfræðinga og mikið af skjölum sem ég þurfti að skrifa undir fyrir vinnuleyfi. Þegar ég loksins fékk vinnuleyfið fór ég út til Miami til að vinna og á sama tíma hoppaði ég yfir til Los Angeles og New York til að fá samning við skrifstofur þar. Núna í dag er ég með þrjú vinnuleyfi í þremur fylkjum og þetta er svipað því hvernig ég vinn í Evrópu. Ég er alltaf að hoppa á milli fylkja og landa sem ég hef verið bókuð til að vinna í. Þannig að ég held að ég myndi segja að ég búi bara í flugvél.“ Birta Abiba ferðast mikið sökum starfa sinna sem fyrirsæta. Aðsend Gaman að prakkarast á frídögum Dagarnir eru því ansi fjölbreyttir hjá Birtu. „Það eru bara tveir hlutir sem allir dagarnir mínir eiga sameiginlegt. Ég fer í ræktina og á morgnana skríð ég úr rúminu buguð og sæki Red Bull úr ísskápnum. Annars er í alvöru enginn dagur eins. Suma daga er ég að vinna, aðra er ég að fara í eða taka upp áheyrnarprufur og þegar að ég á frídaga þá vil ég bara prakkarast. Þá daga dreg ég einhvern með mér að skoða og reyna að upplifa eitthvað nýtt. Ef það er ekki á dagskrá þá hef ég bara voða gaman af því að gera ekkert annað en að slaka á við sundlaugina eða á ströndinni, að lesa bók eða hringja heim.“ Birta tók sitt fyrsta verkefni hér á Íslandi þegar að hún var sex ára gömul. „Ég held samt að það teljist bara ekki með, því að þegar að þú er að vinna sem barn ertu í raun og veru að hlaupa um og hafa gaman með ljósmyndara eða upptökumann á eftir þér að reyna að ná einu góðu skoti til að nota. Ég persónulega tel að í raun og veru hafi ég byrjað minn fyrirsætuferil daginn sem ég skrifaði undir hjá EY Agency, áður þekkt sem Eskimo. Þremur vikum síðar hringdi Andrea Brabin eigandi EY í mig með þær fréttir að ég væri komin með umboðsskrifstofu í Mílanó.“ View this post on Instagram A post shared by Abiba (@birta.abiba) Hoppaði út í djúpu laugina Nokkrum dögum síðar skellti Birta sér út. „Ég hoppaði í flug og beint út í djúpu laugina í þessum bransa og hér er ég enn þá.“ Aðspurð hvernig henni finnist fyrirsætubransinn segir Birta: „Ég elska þennan bransa jafn mikið og ég gerði daginn sem ég byrjaði í honum. Því vinnan mín er svo óútreiknanleg. Ég er alltaf að kynnast nýju og áhugaverðu fólki, ferðast til landa sem mig hefur dreymt um að heimsækja og vinna með áhugaverðum og skemmtilegum vörumerkjum. Það er alltaf eitthvað nýtt að gerast og hvað er betra en það? Annar kostur við þetta er sömuleiðis að geta smakkað fullt af mismunandi mat og geta verið í sólinni, þegar að ég veit að það er snjór heima,“ segir Birta kímin. View this post on Instagram A post shared by Abiba (@birta.abiba) Hljóp um í alltof litlum skóm Hún segist eiga að baki sér mörg fyndin, áhugaverð og skemmtileg verkefni. „Það sem kemur upp í hausinn á mér er einmitt það sem ég og nýi herbergisfélaginn minn vorum að hlæja yfir um daginn. Ég var að skjóta fyrir íþróttarvörumerkið Champion og fyrir þær tökur var ég látin spretta um á hlaupavelli allan daginn í íþróttaskóm sem voru í stærð 38. Það hefði verið ekkert mál ef skóstærðin mín væri ekki stærð 40. Ég var voða sátt með myndirnar en ekki eins sátt með það að geta varla passað í mína eigin skó eftir daginn.“ Birta rakst hér á sjálfa sig á byggingu!Aðsend Hló mikið á setti hjá McDonald's Hún segir að verkefnið fyrir McDonald's hafi komið til eins og flest öll verkefni sem hún hefur tekið þátt í. „Ég var boðuð í casting þar sem ég talaði um sjálfa mig og svo var mér boðið í annað casting. Þar talaði ég hins vegar ekki um sjálfa mig. Í staðinn var ég látin vita mínútu áður en ég gekk inn í herbergið að ég væri að fara að dansa í að minnsta kosti þrjátíu sekúndur án tónlistar og svo borða þurran brauðhleif og þykjast vera að borða kjúklinganagga. Ég kafnaði næstum á brauðinu og það gaf mér ekki miklar vonir um að ég hefði bókað þetta verkefni en tveimur dögum seinna hringdi bókarinn í mig og sagði að ég væri að fara í mátun (e. fitting) næsta dag,“ segir Birta og hlær. Það var mikið fjör á setti hjá Birtu og meðleikurum hennar. Aðsend „Ég mátaði þar endalaust af fötum þangað til að ég fékk minn búning. Hann var skilinn eftir í búningsherberginu mínu og nokkrum dögum síðar skutum við auglýsinguna. Þetta var tekið upp á skjá sem heitir The Volume sem er sami skjár og er notaður til að skjóta nýju Star Wars þættina. Þegar að ég mætti inn á settið fór ég bara í smá sjokk að sjá svona stóran og bjartan skjá sem stakk aðeins í augun. Tökudagurinn sjálfur var bara voða venjulegur en ég var þakklát að hafa eitt honum með svona skemmtilegum krökkum. Sitjandi við borð í marga klukkutíma að borða kjúklinganagga, franskar og nýju sósuna sem var væntanleg hefði verið aðeins leiðinlegra ef við hefðum ekki geta haft svona mikið gaman saman. Við vorum búin að vera sitjandi þarna í svona þrjá tíma þegar ég og strákurinn á móti mér þurftum að hætta að horfa á hvort annað því við byrjuðum alltaf að hlæja of mikið. Hann kom meira að segja inn í búningsherbergið mitt þegar að það var hádegismatur bara til að segja mér að ef ég hætti ekki að flissa myndi hann henda frönskum í hárið á mér en hárið var alveg smá mikið áberandi í auglýsingunni.“ Birta skemmti sér vel í tökunum en gat varla horft á strákinn sem sat á móti henni án þess að fara að hlæja. Aðsend Fær margar steiktar spurningar um Ísland Hún segir ýmislegt áhugavert gerast í stórborgarlífinu og margt geti komið á óvart. Hún vandist öllum háhýsunum eftir að hafa verið búsett í stórborgum í Evrópu en hins vegar voru hraðbrautirnar í Bandaríkjunum eitthvað sem hún átti eftir að venjast. „Hraðbrautirnar taka svo mikið pláss að flestar stórborgirnar eru einfaldlega ekki hannaðar með það í huga að fólk geti labbað um. Þannig að það er bara ansi mikið vesen að komast um ef þú ert ekki á bíl. Það sem er kannski steiktast er að ég hef kynnst ansi mörgum sem vissu bara hreinlega ekki að Ísland væri til. Það verður þá alltaf voða fyndið, að mínu mati, að kenna þeim að við séum jú til og að fá svo að svara undarlegu spurningunum sem þau hafa um þetta land sem þau höfðu aldrei heyrt um. Nokkrar af mínum uppáhalds eru: Erum við Eskimóar? Eigum við ísbirni eða mörgæsir? Hvernig lifum við af ef við erum svona fá? (Svo er alltaf gaman að sjá hryllingssvipinn þeirra þegar ég útskýri að við séum öll tæknilega skyld). Hef ég einhvern tímann smakkað mjólk? Erum við kommúnistar? (Ég fékk þessa eftir að ég reyndi að útskýra hvernig ríkisstjórnin okkar virkar).“ View this post on Instagram A post shared by Abiba (@birta.abiba) Getur sagt „takk fyrir tökurnar“ á tíu ólíkum tungumálum Það sem Birtu finnst hvað skemmtilegast við lífið úti er hversu lærdómsríkt það er. „Ég veit að ef einhverjir fyrrverandi kennarar mínir lesa þetta munu þau fá í smá sjokk en ég elska að læra. Það er alltaf eitthvað nýtt til að komast að um heiminn, um aðra og sjálfa mig og þessi reynsla hefur kennt mér svo mikið. Ég held svo að það erfiðasta við að vinna erlendis sé að vera í svo mörgum löndum í svona stuttan tíma. Ég hef aldrei getað verið neins staðar svo lengi að ég geti almennilega lært eitthvað nýtt tungumál. Ég get hins vegar sagt já, nei, góðan daginn og takk fyrir tökurnar á svona tíu tungumálum sem er ágætlega skemmtilegt partý trikk.“ Birta hefur gaman að því að ferðast heimshorna á milli í verkefni. Hinsvegar getur það verið krefjandi og hefði hún gaman að því að ná að læra meira af tungumálum. Aðsend Saknar fjölskyldunnar og vatnsins á hverjum degi Það er ýmislegt sem Birta saknar frá Íslandi. „Til dæmis fæ ég heimþrá í hvert skipti sem ég þarf að eyða handlegg, fótlegg og nýra til að þess að kaupa flösku af vatni í Los Angeles þegar að ég veit að það er fullkomið vatn sem flæðir bara hreint, fínt og frítt úr krananum heima. Það lætur mig stundum bara vilja hoppa í flugvél og snáðast heim. Í fullri alvöru samt þá er fjölskyldan mín, fólkið mitt og heimilið mitt á Íslandi eitthvað sem ég sakna á hverjum degi.“ Það er ýmislegt spennandi á döfinni hjá Birtu sem reynir að fylgja flæðinu. „Það sem ég hef lært í gegnum ferilinn minn er það að um leið og ég held að ég geti skrifað eitthvað í stein þá finnur lífið alltaf leið til að þess að kollvarpa því. Ég er þess vegna hætt að reyna að berjast við lífið og tek þetta bara einn dag í einu.“ Íslendingar erlendis Tíska og hönnun Bandaríkin Tengdar fréttir Birta á meðal tíu efstu í Miss Universe Fegurðardrottningin frá Suður-Afríku hreppti að endingu titilinn Miss Universe, eða ungfrú alheimur. 9. desember 2019 07:38 Átti ekki hælaskó og farðaði sig þrisvar á ári Fegurðardrottningin Birta Abiba Þórhallsdóttir er lögð af stað til Atlanta þar sem hún keppir þann 8. desember í Miss Universe fyrir Íslands hönd. 28. nóvember 2019 10:45 Birta Abiba er Miss Universe Iceland 2019 Verður fulltrúi Íslands í Miss Universe. 31. ágúst 2019 23:53 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Áslaug Arna og KFC á þorrablóti Aftureldingar Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Sjá meira
Birta segir að flutningar hennar til Los Angeles hafi stafað af því að vera á réttum stað á réttum tíma. Hún hefur lengi verið á skrá hjá íslensku módelskrifstofunni EY Agency og út frá því komist að hjá umboðsskrifstofum úti í heimi. Sömuleiðis sigraði Birta Miss Universe Iceland keppnina árið 2019 og komst í topp tíu hópinn í stóru Miss Universe keppninni erlendis. Birta Abiba var nýverið í auglýsingu fyrir McDonald's.Aðsend Flaug heim með tan, samning og fullt af skjölum „Ég byrjaði að ferðast og taka að mér ýmis verkefni um alla Evrópu árið 2021 sem var einmitt þegar að Covid var enn í fullum gangi, þannig að það að flytja til Bandaríkjanna var ekkert efst á dagskrá.“ Þegar að hlutirnir fóru að róast var Birta bókuð í verkefni sem var tekið upp í Miami. „Ey Agency, móðurskrifstofan mín, sagði mér að það væru nokkrar skrifstofur sem vildu hitta mig svo ég greip tækifærið, fór á nokkra fundi og naut þess auðvitað að vera í sólinni aðeins lengur. Ég flaug heim með samning, tan, lögfræðinga og mikið af skjölum sem ég þurfti að skrifa undir fyrir vinnuleyfi. Þegar ég loksins fékk vinnuleyfið fór ég út til Miami til að vinna og á sama tíma hoppaði ég yfir til Los Angeles og New York til að fá samning við skrifstofur þar. Núna í dag er ég með þrjú vinnuleyfi í þremur fylkjum og þetta er svipað því hvernig ég vinn í Evrópu. Ég er alltaf að hoppa á milli fylkja og landa sem ég hef verið bókuð til að vinna í. Þannig að ég held að ég myndi segja að ég búi bara í flugvél.“ Birta Abiba ferðast mikið sökum starfa sinna sem fyrirsæta. Aðsend Gaman að prakkarast á frídögum Dagarnir eru því ansi fjölbreyttir hjá Birtu. „Það eru bara tveir hlutir sem allir dagarnir mínir eiga sameiginlegt. Ég fer í ræktina og á morgnana skríð ég úr rúminu buguð og sæki Red Bull úr ísskápnum. Annars er í alvöru enginn dagur eins. Suma daga er ég að vinna, aðra er ég að fara í eða taka upp áheyrnarprufur og þegar að ég á frídaga þá vil ég bara prakkarast. Þá daga dreg ég einhvern með mér að skoða og reyna að upplifa eitthvað nýtt. Ef það er ekki á dagskrá þá hef ég bara voða gaman af því að gera ekkert annað en að slaka á við sundlaugina eða á ströndinni, að lesa bók eða hringja heim.“ Birta tók sitt fyrsta verkefni hér á Íslandi þegar að hún var sex ára gömul. „Ég held samt að það teljist bara ekki með, því að þegar að þú er að vinna sem barn ertu í raun og veru að hlaupa um og hafa gaman með ljósmyndara eða upptökumann á eftir þér að reyna að ná einu góðu skoti til að nota. Ég persónulega tel að í raun og veru hafi ég byrjað minn fyrirsætuferil daginn sem ég skrifaði undir hjá EY Agency, áður þekkt sem Eskimo. Þremur vikum síðar hringdi Andrea Brabin eigandi EY í mig með þær fréttir að ég væri komin með umboðsskrifstofu í Mílanó.“ View this post on Instagram A post shared by Abiba (@birta.abiba) Hoppaði út í djúpu laugina Nokkrum dögum síðar skellti Birta sér út. „Ég hoppaði í flug og beint út í djúpu laugina í þessum bransa og hér er ég enn þá.“ Aðspurð hvernig henni finnist fyrirsætubransinn segir Birta: „Ég elska þennan bransa jafn mikið og ég gerði daginn sem ég byrjaði í honum. Því vinnan mín er svo óútreiknanleg. Ég er alltaf að kynnast nýju og áhugaverðu fólki, ferðast til landa sem mig hefur dreymt um að heimsækja og vinna með áhugaverðum og skemmtilegum vörumerkjum. Það er alltaf eitthvað nýtt að gerast og hvað er betra en það? Annar kostur við þetta er sömuleiðis að geta smakkað fullt af mismunandi mat og geta verið í sólinni, þegar að ég veit að það er snjór heima,“ segir Birta kímin. View this post on Instagram A post shared by Abiba (@birta.abiba) Hljóp um í alltof litlum skóm Hún segist eiga að baki sér mörg fyndin, áhugaverð og skemmtileg verkefni. „Það sem kemur upp í hausinn á mér er einmitt það sem ég og nýi herbergisfélaginn minn vorum að hlæja yfir um daginn. Ég var að skjóta fyrir íþróttarvörumerkið Champion og fyrir þær tökur var ég látin spretta um á hlaupavelli allan daginn í íþróttaskóm sem voru í stærð 38. Það hefði verið ekkert mál ef skóstærðin mín væri ekki stærð 40. Ég var voða sátt með myndirnar en ekki eins sátt með það að geta varla passað í mína eigin skó eftir daginn.“ Birta rakst hér á sjálfa sig á byggingu!Aðsend Hló mikið á setti hjá McDonald's Hún segir að verkefnið fyrir McDonald's hafi komið til eins og flest öll verkefni sem hún hefur tekið þátt í. „Ég var boðuð í casting þar sem ég talaði um sjálfa mig og svo var mér boðið í annað casting. Þar talaði ég hins vegar ekki um sjálfa mig. Í staðinn var ég látin vita mínútu áður en ég gekk inn í herbergið að ég væri að fara að dansa í að minnsta kosti þrjátíu sekúndur án tónlistar og svo borða þurran brauðhleif og þykjast vera að borða kjúklinganagga. Ég kafnaði næstum á brauðinu og það gaf mér ekki miklar vonir um að ég hefði bókað þetta verkefni en tveimur dögum seinna hringdi bókarinn í mig og sagði að ég væri að fara í mátun (e. fitting) næsta dag,“ segir Birta og hlær. Það var mikið fjör á setti hjá Birtu og meðleikurum hennar. Aðsend „Ég mátaði þar endalaust af fötum þangað til að ég fékk minn búning. Hann var skilinn eftir í búningsherberginu mínu og nokkrum dögum síðar skutum við auglýsinguna. Þetta var tekið upp á skjá sem heitir The Volume sem er sami skjár og er notaður til að skjóta nýju Star Wars þættina. Þegar að ég mætti inn á settið fór ég bara í smá sjokk að sjá svona stóran og bjartan skjá sem stakk aðeins í augun. Tökudagurinn sjálfur var bara voða venjulegur en ég var þakklát að hafa eitt honum með svona skemmtilegum krökkum. Sitjandi við borð í marga klukkutíma að borða kjúklinganagga, franskar og nýju sósuna sem var væntanleg hefði verið aðeins leiðinlegra ef við hefðum ekki geta haft svona mikið gaman saman. Við vorum búin að vera sitjandi þarna í svona þrjá tíma þegar ég og strákurinn á móti mér þurftum að hætta að horfa á hvort annað því við byrjuðum alltaf að hlæja of mikið. Hann kom meira að segja inn í búningsherbergið mitt þegar að það var hádegismatur bara til að segja mér að ef ég hætti ekki að flissa myndi hann henda frönskum í hárið á mér en hárið var alveg smá mikið áberandi í auglýsingunni.“ Birta skemmti sér vel í tökunum en gat varla horft á strákinn sem sat á móti henni án þess að fara að hlæja. Aðsend Fær margar steiktar spurningar um Ísland Hún segir ýmislegt áhugavert gerast í stórborgarlífinu og margt geti komið á óvart. Hún vandist öllum háhýsunum eftir að hafa verið búsett í stórborgum í Evrópu en hins vegar voru hraðbrautirnar í Bandaríkjunum eitthvað sem hún átti eftir að venjast. „Hraðbrautirnar taka svo mikið pláss að flestar stórborgirnar eru einfaldlega ekki hannaðar með það í huga að fólk geti labbað um. Þannig að það er bara ansi mikið vesen að komast um ef þú ert ekki á bíl. Það sem er kannski steiktast er að ég hef kynnst ansi mörgum sem vissu bara hreinlega ekki að Ísland væri til. Það verður þá alltaf voða fyndið, að mínu mati, að kenna þeim að við séum jú til og að fá svo að svara undarlegu spurningunum sem þau hafa um þetta land sem þau höfðu aldrei heyrt um. Nokkrar af mínum uppáhalds eru: Erum við Eskimóar? Eigum við ísbirni eða mörgæsir? Hvernig lifum við af ef við erum svona fá? (Svo er alltaf gaman að sjá hryllingssvipinn þeirra þegar ég útskýri að við séum öll tæknilega skyld). Hef ég einhvern tímann smakkað mjólk? Erum við kommúnistar? (Ég fékk þessa eftir að ég reyndi að útskýra hvernig ríkisstjórnin okkar virkar).“ View this post on Instagram A post shared by Abiba (@birta.abiba) Getur sagt „takk fyrir tökurnar“ á tíu ólíkum tungumálum Það sem Birtu finnst hvað skemmtilegast við lífið úti er hversu lærdómsríkt það er. „Ég veit að ef einhverjir fyrrverandi kennarar mínir lesa þetta munu þau fá í smá sjokk en ég elska að læra. Það er alltaf eitthvað nýtt til að komast að um heiminn, um aðra og sjálfa mig og þessi reynsla hefur kennt mér svo mikið. Ég held svo að það erfiðasta við að vinna erlendis sé að vera í svo mörgum löndum í svona stuttan tíma. Ég hef aldrei getað verið neins staðar svo lengi að ég geti almennilega lært eitthvað nýtt tungumál. Ég get hins vegar sagt já, nei, góðan daginn og takk fyrir tökurnar á svona tíu tungumálum sem er ágætlega skemmtilegt partý trikk.“ Birta hefur gaman að því að ferðast heimshorna á milli í verkefni. Hinsvegar getur það verið krefjandi og hefði hún gaman að því að ná að læra meira af tungumálum. Aðsend Saknar fjölskyldunnar og vatnsins á hverjum degi Það er ýmislegt sem Birta saknar frá Íslandi. „Til dæmis fæ ég heimþrá í hvert skipti sem ég þarf að eyða handlegg, fótlegg og nýra til að þess að kaupa flösku af vatni í Los Angeles þegar að ég veit að það er fullkomið vatn sem flæðir bara hreint, fínt og frítt úr krananum heima. Það lætur mig stundum bara vilja hoppa í flugvél og snáðast heim. Í fullri alvöru samt þá er fjölskyldan mín, fólkið mitt og heimilið mitt á Íslandi eitthvað sem ég sakna á hverjum degi.“ Það er ýmislegt spennandi á döfinni hjá Birtu sem reynir að fylgja flæðinu. „Það sem ég hef lært í gegnum ferilinn minn er það að um leið og ég held að ég geti skrifað eitthvað í stein þá finnur lífið alltaf leið til að þess að kollvarpa því. Ég er þess vegna hætt að reyna að berjast við lífið og tek þetta bara einn dag í einu.“
Íslendingar erlendis Tíska og hönnun Bandaríkin Tengdar fréttir Birta á meðal tíu efstu í Miss Universe Fegurðardrottningin frá Suður-Afríku hreppti að endingu titilinn Miss Universe, eða ungfrú alheimur. 9. desember 2019 07:38 Átti ekki hælaskó og farðaði sig þrisvar á ári Fegurðardrottningin Birta Abiba Þórhallsdóttir er lögð af stað til Atlanta þar sem hún keppir þann 8. desember í Miss Universe fyrir Íslands hönd. 28. nóvember 2019 10:45 Birta Abiba er Miss Universe Iceland 2019 Verður fulltrúi Íslands í Miss Universe. 31. ágúst 2019 23:53 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Áslaug Arna og KFC á þorrablóti Aftureldingar Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Sjá meira
Birta á meðal tíu efstu í Miss Universe Fegurðardrottningin frá Suður-Afríku hreppti að endingu titilinn Miss Universe, eða ungfrú alheimur. 9. desember 2019 07:38
Átti ekki hælaskó og farðaði sig þrisvar á ári Fegurðardrottningin Birta Abiba Þórhallsdóttir er lögð af stað til Atlanta þar sem hún keppir þann 8. desember í Miss Universe fyrir Íslands hönd. 28. nóvember 2019 10:45
Birta Abiba er Miss Universe Iceland 2019 Verður fulltrúi Íslands í Miss Universe. 31. ágúst 2019 23:53