Leiðinlegt með loðnuna en svona er þetta bara Kristján Már Unnarsson skrifar 21. mars 2024 22:22 Guðmundur Óskarsson fiskifræðingur er sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar. Einar Árnason Væntingar um tugmilljarða loðnuvertíð eru fyrir bí. Loðnubrestur virðist staðreynd. Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um loðnuna en í venjulegu árferði væri íslenski loðnuflotinn þessa dagana að ljúka loðnuvertíð. Loðna í nægilegu magni til að réttlæta veiðar hefur hins vegar ekki ennþá fundist. -Er hægt að segja núna að það sé loðnubrestur þennan veturinn? „Já, ég held við getum sagt það með mjög mikilli vissu að það verður ekki loðnuvertíð þennan veturinn,“ svarar fiskifræðingurinn Guðmundur Óskarsson, sviðstjóri uppsjávarsviðs á Hafrannsóknastofnun. Vopnafjörður er meðal þeirra samfélaga sem eiga mikið undir loðnuveiðum. Þar rekur Brim uppsjávarvinnslu.Stöð 2 Hann segir allmikla leit hafa verið gerða að loðnunni í vetur en telur að það sé í rauninni bara minna af henni en gert hafi verið ráð fyrir í haust. Síðasta loðnuleitarleiðangri, þeim þriðja frá áramótum, lauk án árangurs í febrúarlok. Ábendingar um loðnugöngur síðan hafa að mati fiskifræðinga ekki þótt nægilega afgerandi til að bregðast við. „Það er komin loðna fyrir utan Breiðafjörð að hrygna, bara í litlu magni. En það er allavega hrygning að eiga sér stað,“ segir Guðmundur. Loðnu landað um borð í Beiti NK, skip Síldarvinnslunnar. Myndin er tekin í norðanverðum Faxaflóa fyrir þremur árum.Sigurjón Ólason Loðnuvertíðin í fyrra var óvenju góð, gaf milli 50 og 60 milljarða króna útflutningsverðmæti. Fáir bjuggust við öðru eins ævintýri í ár. Engu að síður voru væntingar um kannski 20 milljarða króna vertíð. Þetta er því skellur. „Já, örugglega. Því að við gerðum ráð fyrir að það gæti orðið einhver vertíð, þó að hún yrði aldrei mikil. Kannski milli 100 og 200 þúsund tonna vertíð. En það gengur ekki eftir, það er alveg ljóst. Þetta er bara leiðinlegt. En svona er þetta. Við erum búin að fá núna þrjú ár með loðnu. Ágætisvertíðir tvær þarna. Þar á undan voru tvö loðnuleysisár.“ „Þetta er bara leiðinlegt. En svona er þetta,“ segir fiskifræðingurinn í viðtali við Stöð 2.Einar Árnason Þegar spurt er um skýringar segir Guðmundur vitað að loðnan hafi upp úr aldamótum tekið að færa sig nær Grænlandi, sennilega vegna umhverfisbreytinga í hafinu. „Síðan þá hafa vertíðirnar ekki verið eins stórar. Framleiðni stofnsins hefur ekki verið eins mikil. Af hverju vitum við ekki. En mögulega er það svæði bara ekki að gefa eins mikið,“ svarar fiskifræðingurinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Loðnuveiðar Sjávarútvegur Efnahagsmál Vopnafjörður Sveitarfélagið Hornafjörður Langanesbyggð Síldarvinnslan Brim Ísfélagið Tengdar fréttir Norskri loðnu landað á Eskifirði en íslenski flotinn enn kvótalaus Fyrstu loðnu ársins hefur verið landað á Eskifirði. Hún var þó ekki úr íslensku skipi heldur norsku sem veiddi hana í Barentshafi. 7. mars 2024 18:03 Byggðirnar bíða spenntar fregna um hvort loðnuganga sé fundin Vonir um loðnuvertíð þennan veturinn hafa glæðst eftir að fiskiskip urðu vör við flekki djúpt út af Suðausturlandi í gær, sem líklegt þykir að séu stórar loðnutorfur. Í loðnubyggðum landsins bíða menn spenntir fregna um hvort loðna sé fundin í nægilegu magni til að leyfa veiðar. 14. febrúar 2024 21:31 Tugmilljarða verðmæti í húfi og halda í vonina um loðnuvertíð Ráðamenn sjávarútvegsfyrirtækja halda enn í vonina um loðnuvertíð í vetur þrátt fyrir að Hafrannsóknastofnun hafi tilkynnt í dag að enginn loðnukvóti verði gefinn út eftir nýafstaðna loðnuleit. Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi fyrir þjóðarbúið. 24. janúar 2024 19:48 Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Engir rauðir límmiðar lengur á Iittala Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um loðnuna en í venjulegu árferði væri íslenski loðnuflotinn þessa dagana að ljúka loðnuvertíð. Loðna í nægilegu magni til að réttlæta veiðar hefur hins vegar ekki ennþá fundist. -Er hægt að segja núna að það sé loðnubrestur þennan veturinn? „Já, ég held við getum sagt það með mjög mikilli vissu að það verður ekki loðnuvertíð þennan veturinn,“ svarar fiskifræðingurinn Guðmundur Óskarsson, sviðstjóri uppsjávarsviðs á Hafrannsóknastofnun. Vopnafjörður er meðal þeirra samfélaga sem eiga mikið undir loðnuveiðum. Þar rekur Brim uppsjávarvinnslu.Stöð 2 Hann segir allmikla leit hafa verið gerða að loðnunni í vetur en telur að það sé í rauninni bara minna af henni en gert hafi verið ráð fyrir í haust. Síðasta loðnuleitarleiðangri, þeim þriðja frá áramótum, lauk án árangurs í febrúarlok. Ábendingar um loðnugöngur síðan hafa að mati fiskifræðinga ekki þótt nægilega afgerandi til að bregðast við. „Það er komin loðna fyrir utan Breiðafjörð að hrygna, bara í litlu magni. En það er allavega hrygning að eiga sér stað,“ segir Guðmundur. Loðnu landað um borð í Beiti NK, skip Síldarvinnslunnar. Myndin er tekin í norðanverðum Faxaflóa fyrir þremur árum.Sigurjón Ólason Loðnuvertíðin í fyrra var óvenju góð, gaf milli 50 og 60 milljarða króna útflutningsverðmæti. Fáir bjuggust við öðru eins ævintýri í ár. Engu að síður voru væntingar um kannski 20 milljarða króna vertíð. Þetta er því skellur. „Já, örugglega. Því að við gerðum ráð fyrir að það gæti orðið einhver vertíð, þó að hún yrði aldrei mikil. Kannski milli 100 og 200 þúsund tonna vertíð. En það gengur ekki eftir, það er alveg ljóst. Þetta er bara leiðinlegt. En svona er þetta. Við erum búin að fá núna þrjú ár með loðnu. Ágætisvertíðir tvær þarna. Þar á undan voru tvö loðnuleysisár.“ „Þetta er bara leiðinlegt. En svona er þetta,“ segir fiskifræðingurinn í viðtali við Stöð 2.Einar Árnason Þegar spurt er um skýringar segir Guðmundur vitað að loðnan hafi upp úr aldamótum tekið að færa sig nær Grænlandi, sennilega vegna umhverfisbreytinga í hafinu. „Síðan þá hafa vertíðirnar ekki verið eins stórar. Framleiðni stofnsins hefur ekki verið eins mikil. Af hverju vitum við ekki. En mögulega er það svæði bara ekki að gefa eins mikið,“ svarar fiskifræðingurinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Efnahagsmál Vopnafjörður Sveitarfélagið Hornafjörður Langanesbyggð Síldarvinnslan Brim Ísfélagið Tengdar fréttir Norskri loðnu landað á Eskifirði en íslenski flotinn enn kvótalaus Fyrstu loðnu ársins hefur verið landað á Eskifirði. Hún var þó ekki úr íslensku skipi heldur norsku sem veiddi hana í Barentshafi. 7. mars 2024 18:03 Byggðirnar bíða spenntar fregna um hvort loðnuganga sé fundin Vonir um loðnuvertíð þennan veturinn hafa glæðst eftir að fiskiskip urðu vör við flekki djúpt út af Suðausturlandi í gær, sem líklegt þykir að séu stórar loðnutorfur. Í loðnubyggðum landsins bíða menn spenntir fregna um hvort loðna sé fundin í nægilegu magni til að leyfa veiðar. 14. febrúar 2024 21:31 Tugmilljarða verðmæti í húfi og halda í vonina um loðnuvertíð Ráðamenn sjávarútvegsfyrirtækja halda enn í vonina um loðnuvertíð í vetur þrátt fyrir að Hafrannsóknastofnun hafi tilkynnt í dag að enginn loðnukvóti verði gefinn út eftir nýafstaðna loðnuleit. Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi fyrir þjóðarbúið. 24. janúar 2024 19:48 Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Engir rauðir límmiðar lengur á Iittala Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira
Norskri loðnu landað á Eskifirði en íslenski flotinn enn kvótalaus Fyrstu loðnu ársins hefur verið landað á Eskifirði. Hún var þó ekki úr íslensku skipi heldur norsku sem veiddi hana í Barentshafi. 7. mars 2024 18:03
Byggðirnar bíða spenntar fregna um hvort loðnuganga sé fundin Vonir um loðnuvertíð þennan veturinn hafa glæðst eftir að fiskiskip urðu vör við flekki djúpt út af Suðausturlandi í gær, sem líklegt þykir að séu stórar loðnutorfur. Í loðnubyggðum landsins bíða menn spenntir fregna um hvort loðna sé fundin í nægilegu magni til að leyfa veiðar. 14. febrúar 2024 21:31
Tugmilljarða verðmæti í húfi og halda í vonina um loðnuvertíð Ráðamenn sjávarútvegsfyrirtækja halda enn í vonina um loðnuvertíð í vetur þrátt fyrir að Hafrannsóknastofnun hafi tilkynnt í dag að enginn loðnukvóti verði gefinn út eftir nýafstaðna loðnuleit. Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi fyrir þjóðarbúið. 24. janúar 2024 19:48