Heimir andartaki og ótrúlegu sjálfsmarki frá því að slá út Bandaríkin Sindri Sverrisson skrifar 22. mars 2024 08:00 Heimir Hallgrímsson hefði gjarnan viljað heyra lokaflautið örlítið fyrr í gær, og lét dómarana vita af því. Getty/Omar Vega Afar slysalegt sjálfsmark á allra síðustu stundu kom í veg fyrir að Heimir Hallgrímsson og hans menn í Jamaíka næðu að slá út Bandaríkin, á útivelli, í undanúrslitum Þjóðadeildar CONCACAF, eða Mið- og Norður-Ameríku. Jamaíska liðið var af ýmsum sökum án stóru stjarnanna sinna í leiknum en var samt hársbreidd frá því að vinna 1-0 sigur. Michail Antonio, framherji West Ham, dró sig úr hópnum vegna meiðsla, Demarai Gray og Shamar Nicholson voru í leikbanni vegna gulra spjalda, og þeir Leon Bailey hjá Aston Villa og framherjinn Trivante Stewart í agabanni hjá Heimi. Engu að síður var Jamaíka yfir í leiknum í gær í tæpar 90 mínútur, eftir mark frá Gregory Leigh í upphafi leiks, en Bandaríkin náðu að jafna á síðustu stundu þegar Cory Burke skoraði sjálfsmarkið slysalega sem sjá má hér að neðan. USMNT EQUALIZER WITH THE FINAL ACTION OF REGULATION!! pic.twitter.com/eri674gqfv— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) March 22, 2024 Bandaríkjamenn höfðu svo yfirhöndina í framlengingunni og tryggðu sér 3-1 sigur með tveimur mörkum frá Haji Wright. „Mjög, mjög sárt fyrir strákana“ Bandaríkin mæta því Mexíkó í úrslitaleik keppninnar en Heimir og hans menn eiga fyrir höndum leik um bronsverðlaunin, við Panama á sunnudagskvöld. „Mér fannst framkvæmdin hjá strákunum, í ljósi forfallanna, vera stórkostleg. Taktíst voru þeir góðir og varnarlega voru þeir með allt á tandurhreinu,“ sagði Heimir eftir leik, samkvæmt Jamaica Gleaner. LET'S GIVE THE REGGAE BOYZ SOME LOVE. Missing multiple starters, the next men up stood up. A disciplined performance carrying out Heimir Hallgrimsson's tactical plan to a tee.Jamaica's collective steel almost delivered a famous win, certainly delivered a sobering fright. pic.twitter.com/cS4xDCwfZ3— Men in Blazers (@MenInBlazers) March 22, 2024 „Mér fannst þeir [Bandaríkjamenn] vera að gefast upp í lokin. Við tókum allan kraft úr þeim. Og fengum færi og hefðum átt að gera út um leikinn. Þetta er mjög, mjög sárt fyrir strákana. Að standa sig svona vel í níutíu mínútur en fá á sig mark með síðustu snertingu leiksins. Ég vorkenni þeim svakalega en ég vil hrósa þeim fyrir þennan leik, gegn Bandaríkjunum á þeirra heimavelli og án svo margra leikmanna,“ sagði Heimir. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Jamaíska liðið var af ýmsum sökum án stóru stjarnanna sinna í leiknum en var samt hársbreidd frá því að vinna 1-0 sigur. Michail Antonio, framherji West Ham, dró sig úr hópnum vegna meiðsla, Demarai Gray og Shamar Nicholson voru í leikbanni vegna gulra spjalda, og þeir Leon Bailey hjá Aston Villa og framherjinn Trivante Stewart í agabanni hjá Heimi. Engu að síður var Jamaíka yfir í leiknum í gær í tæpar 90 mínútur, eftir mark frá Gregory Leigh í upphafi leiks, en Bandaríkin náðu að jafna á síðustu stundu þegar Cory Burke skoraði sjálfsmarkið slysalega sem sjá má hér að neðan. USMNT EQUALIZER WITH THE FINAL ACTION OF REGULATION!! pic.twitter.com/eri674gqfv— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) March 22, 2024 Bandaríkjamenn höfðu svo yfirhöndina í framlengingunni og tryggðu sér 3-1 sigur með tveimur mörkum frá Haji Wright. „Mjög, mjög sárt fyrir strákana“ Bandaríkin mæta því Mexíkó í úrslitaleik keppninnar en Heimir og hans menn eiga fyrir höndum leik um bronsverðlaunin, við Panama á sunnudagskvöld. „Mér fannst framkvæmdin hjá strákunum, í ljósi forfallanna, vera stórkostleg. Taktíst voru þeir góðir og varnarlega voru þeir með allt á tandurhreinu,“ sagði Heimir eftir leik, samkvæmt Jamaica Gleaner. LET'S GIVE THE REGGAE BOYZ SOME LOVE. Missing multiple starters, the next men up stood up. A disciplined performance carrying out Heimir Hallgrimsson's tactical plan to a tee.Jamaica's collective steel almost delivered a famous win, certainly delivered a sobering fright. pic.twitter.com/cS4xDCwfZ3— Men in Blazers (@MenInBlazers) March 22, 2024 „Mér fannst þeir [Bandaríkjamenn] vera að gefast upp í lokin. Við tókum allan kraft úr þeim. Og fengum færi og hefðum átt að gera út um leikinn. Þetta er mjög, mjög sárt fyrir strákana. Að standa sig svona vel í níutíu mínútur en fá á sig mark með síðustu snertingu leiksins. Ég vorkenni þeim svakalega en ég vil hrósa þeim fyrir þennan leik, gegn Bandaríkjunum á þeirra heimavelli og án svo margra leikmanna,“ sagði Heimir.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira