Fær um tólf milljónir í biðlaun sem skerðast ekki fái hann annað starf Lovísa Arnardóttir skrifar 22. mars 2024 14:45 Njörður Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar, segir það samkomulagsatriði hvernig greiðslum til Geirs verður háttað. Samsett Geir Sveinsson fær greiddar um þrettán milljónir í nokkrum greiðslum sem hluta af starfslokasamningi. Greiðslur til Geirs skerðast ekki fái hann aðra vinnu þrátt fyrir bókun sem samþykkt var í bæjarráði um það. Bæjarstjórn Hveragerðis samþykkti starfslokasamning hans í dag. Í ráðningarsamningi Geirs, sem samþykktur var árið 2022 þegar hann var ráðinn, kemur fram að hann sé með 1.750.000 í mánaðarlaun og fái greidda um þúsund kílómetra í aksturspeninga á mánuði. Þar er einnig kveðið á um að biðlaun hans eigi að vera sex mánuðir og að þau eigi að skerðast fái hann aðra vinnu þar sem launin eru lægri. Ef launin eru hærri eigi greiðslurnar að falla niður. Það er í samræmi við bókun sem lögð var fram í bæjarráði af meirihlutanum eftir að hann var ráðinn. „Í ráðningarsamningi við fyrrum bæjarstjóra voru akstursgreiðslur hluti af biðlaunum. Ekki var í ráðningarsamningi ákvæði um að biðlaun myndu falla niður ef viðkomandi fengi annað starf og var því fyrrum bæjarstjóra greidd sex mánaða biðlaun með launatengdum gjöldum að upphæð 20.058.749 sem við teljum óeðlilegt og er því þessu ákvæði breytt við gerð þessara samnings,“ segir í bókuninni en forveri Geirs er Aldís Hafsteinsdóttir. Njörður Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar, segir að samkvæmt samkomulagi við Geir verði greiðslurnar greiddar út í samráði við hann. „Það var ákveðið á fundinum í morgun að greiðslan yrði í samráði við hann og greitt út eins og það hentar,“ segir Njörður En hvað gerist ef hann fær aðra vinnu? „Í raun og veru erum við að greiða honum eins og hann fái ekki aðra vinnu,“ segir Njörður. Ef miðað er við þá upphæð sem nefnd er í ráðningarsamningi þá á Geir að fá um 10,5 milljónir í greiðslu. Upphæðin er líklega aðeins hærri vegna kjarasamningsbundinna hækkana. Ofan á það eru orlofsgreiðslur og staðfestir Njörður að greiðslan sé í kringum 12 milljónir í heildina. „Munurinn á honum og fyrrum bæjarstjóra er að fyrrum bæjarstjóri fékk líka um 1.500 kílómetra á mánuði greidda í sex mánuði eftir að hann hætti,“ segir Njörður. Aldís fékk alls greiddar um 17 milljónir samkvæmt starfslokasamningi þegar hún hætti en auk þess fékk hún greidda aksturspeninga, um 1.500 kílómetra, í sex mánuði eftir að hún lét af störfum. Samanlagt voru það um 20 milljónir. Dýrt fyrir sveitarfélagið Eyþór H. Ólafsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði fyrr í vikunni að hann hefði áhyggjur af því að starfslok Geirs yrðu bænum dýr. Í yfirlýsingu sem Geir sendi frá sér í gær vegna málsins sagði hann um það að starfslok forvera hans hefðu kostað „margfalt meira“ en starfslok hans kosti bæinn. Spurður af hverju var ákveðið að fara þessa leið, þrátt fyrir bókunina frá bæjarráði og þá gagnrýni sem kom fram þegar Aldís hætti, segir Njörður að það hafi verið samkomulagsatriði við Geir. „Þetta er starfslokasamningur.“ En kom ekki til greina að greiða honum bara laun í sex mánuði og skerða þau ef hann fengi aðra vinnu? „Jú, auðvitað kom það til greina en svo er þetta bara samkomulagsatriði á milli aðila.“ Uppfært: Eftirfarandi útreikningar bárust til fréttastofu frá Hveragerðisbæ. Biðlaun Geirs í sex mánuði eru samtals kr. 11.208.750. Mánaðarlaunin hans í dag eru kr. 1.868.125 en þau hafa hækkað í samræmi við kjarasamning sem launin voru tengd við í ráðningarsamningi. Geir átti áfallið orlof frá síðustu 11 mánuðum eða 27,5 daga sem gera kr. 2.071.211. Samtals mun Geir því fá greitt kr. 13.279.961. Til samanburðar með biðlaun Aldísar Hafsteinsdóttur í maí 2022: Aldís átti 6 mánuði í biðlaun sem gerðu kr. 11.070.798 á verðlagi maí 2022. Hún átti áfallið orlof 54 daga eða 4.598.809 á verðlagi maí 2022. Hún fékk greiddan 1300 km á mánuði 6 mánuði eða kr. 889.200 á verðlagi maí 2022. Alls fékk hún því greitt kr. 16.558.807 án launatengdra gjalda en með þeim kr. 20.058.749 á verðlagi maí 2022. Ef við núvirðum þessar tölur frá maí 2022 til dagsins í dag til samanburðar að þá væru biðlaun hennar ef þau væru greidd út í dag án launatengdra gjalda kr. 18.888.202. Hveragerði Sveitarstjórnarmál Vistaskipti Tengdar fréttir Léttir að komast úr eitruðu umhverfi minnihlutans Geir Sveinsson, fráfarandi bæjarstjóri Hveragerðis, segir ummæli bæjarfulltrúa minnihlutans, Eyþórs H. Ólafssonar, um að hann hafi ekki ráðið við verkefnið „algjörlega í takt við þá kjallarapólitík sem minnihluti D lista hefur stundað á þessu kjörtímabili.“ Geir segir það létti að komast úr því „eitraða umhverfi“ sem minnihluti bæjarstjórnar hefur skapað. 21. mars 2024 10:59 Að gefnu tilefni vegna ummæla bæjarfulltrúa D-listans í Hveragerði Ummæli bæjarfulltrúa minnihlutans í Hveragerði í fjölmiðlum í gær koma lítið á óvart enda algjörlega í takt við þá kjallarapólitík sem minnihluti D lista hefur stundað á þessu kjörtímabili; að sparka í starfsfólk bæjarins, afvegaleiða alla umræðu, halda ósannindum fram gagnvart bæjarbúum, brjóta trúnað, axla ekki ábyrgð á sínum fyrri kostnaðarsömu mistökum, vinna gegn hagsmunum bæjarbúa og hafa málefnalega nákvæmlega ekkert fram að færa annað en leiðindi. 21. mars 2024 10:54 Segir fulltrúa minnihlutans vega illa að Geir Njörður Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar Hveragerðis, er ekki par sáttur við orð bæjarfulltrúa minnihlutans í bæjarstjórn um að ljóst væri að Geir Sveinsson hafi ekki ráðið við embætti bæjarstjóra. 20. mars 2024 12:55 „Ljóst að hann réð ekki við verkefnið“ Eyþór H. Ólafsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hveragerði, segir að ákvörðun meirihluta bæjarstjórar að semja við Geir Sveinsson bæjarstjóra um starfslok hafa komið sér nokkuð á óvart. Þó hafi verið ljóst um nokkurt skeið hvert stefndi. Fulltrúar meirihlutans munu ekki tjá sig um málið fyrr en að loknum bæjarstjórnarfundi á föstudag. 20. mars 2024 10:37 Geir hættir sem bæjarstjóri Hveragerðis Meirihluti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar og Geir Sveinsson bæjarstjóri hafa náð samkomulagi um starfslok Geirs. 20. mars 2024 09:53 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Í ráðningarsamningi Geirs, sem samþykktur var árið 2022 þegar hann var ráðinn, kemur fram að hann sé með 1.750.000 í mánaðarlaun og fái greidda um þúsund kílómetra í aksturspeninga á mánuði. Þar er einnig kveðið á um að biðlaun hans eigi að vera sex mánuðir og að þau eigi að skerðast fái hann aðra vinnu þar sem launin eru lægri. Ef launin eru hærri eigi greiðslurnar að falla niður. Það er í samræmi við bókun sem lögð var fram í bæjarráði af meirihlutanum eftir að hann var ráðinn. „Í ráðningarsamningi við fyrrum bæjarstjóra voru akstursgreiðslur hluti af biðlaunum. Ekki var í ráðningarsamningi ákvæði um að biðlaun myndu falla niður ef viðkomandi fengi annað starf og var því fyrrum bæjarstjóra greidd sex mánaða biðlaun með launatengdum gjöldum að upphæð 20.058.749 sem við teljum óeðlilegt og er því þessu ákvæði breytt við gerð þessara samnings,“ segir í bókuninni en forveri Geirs er Aldís Hafsteinsdóttir. Njörður Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar, segir að samkvæmt samkomulagi við Geir verði greiðslurnar greiddar út í samráði við hann. „Það var ákveðið á fundinum í morgun að greiðslan yrði í samráði við hann og greitt út eins og það hentar,“ segir Njörður En hvað gerist ef hann fær aðra vinnu? „Í raun og veru erum við að greiða honum eins og hann fái ekki aðra vinnu,“ segir Njörður. Ef miðað er við þá upphæð sem nefnd er í ráðningarsamningi þá á Geir að fá um 10,5 milljónir í greiðslu. Upphæðin er líklega aðeins hærri vegna kjarasamningsbundinna hækkana. Ofan á það eru orlofsgreiðslur og staðfestir Njörður að greiðslan sé í kringum 12 milljónir í heildina. „Munurinn á honum og fyrrum bæjarstjóra er að fyrrum bæjarstjóri fékk líka um 1.500 kílómetra á mánuði greidda í sex mánuði eftir að hann hætti,“ segir Njörður. Aldís fékk alls greiddar um 17 milljónir samkvæmt starfslokasamningi þegar hún hætti en auk þess fékk hún greidda aksturspeninga, um 1.500 kílómetra, í sex mánuði eftir að hún lét af störfum. Samanlagt voru það um 20 milljónir. Dýrt fyrir sveitarfélagið Eyþór H. Ólafsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði fyrr í vikunni að hann hefði áhyggjur af því að starfslok Geirs yrðu bænum dýr. Í yfirlýsingu sem Geir sendi frá sér í gær vegna málsins sagði hann um það að starfslok forvera hans hefðu kostað „margfalt meira“ en starfslok hans kosti bæinn. Spurður af hverju var ákveðið að fara þessa leið, þrátt fyrir bókunina frá bæjarráði og þá gagnrýni sem kom fram þegar Aldís hætti, segir Njörður að það hafi verið samkomulagsatriði við Geir. „Þetta er starfslokasamningur.“ En kom ekki til greina að greiða honum bara laun í sex mánuði og skerða þau ef hann fengi aðra vinnu? „Jú, auðvitað kom það til greina en svo er þetta bara samkomulagsatriði á milli aðila.“ Uppfært: Eftirfarandi útreikningar bárust til fréttastofu frá Hveragerðisbæ. Biðlaun Geirs í sex mánuði eru samtals kr. 11.208.750. Mánaðarlaunin hans í dag eru kr. 1.868.125 en þau hafa hækkað í samræmi við kjarasamning sem launin voru tengd við í ráðningarsamningi. Geir átti áfallið orlof frá síðustu 11 mánuðum eða 27,5 daga sem gera kr. 2.071.211. Samtals mun Geir því fá greitt kr. 13.279.961. Til samanburðar með biðlaun Aldísar Hafsteinsdóttur í maí 2022: Aldís átti 6 mánuði í biðlaun sem gerðu kr. 11.070.798 á verðlagi maí 2022. Hún átti áfallið orlof 54 daga eða 4.598.809 á verðlagi maí 2022. Hún fékk greiddan 1300 km á mánuði 6 mánuði eða kr. 889.200 á verðlagi maí 2022. Alls fékk hún því greitt kr. 16.558.807 án launatengdra gjalda en með þeim kr. 20.058.749 á verðlagi maí 2022. Ef við núvirðum þessar tölur frá maí 2022 til dagsins í dag til samanburðar að þá væru biðlaun hennar ef þau væru greidd út í dag án launatengdra gjalda kr. 18.888.202.
Hveragerði Sveitarstjórnarmál Vistaskipti Tengdar fréttir Léttir að komast úr eitruðu umhverfi minnihlutans Geir Sveinsson, fráfarandi bæjarstjóri Hveragerðis, segir ummæli bæjarfulltrúa minnihlutans, Eyþórs H. Ólafssonar, um að hann hafi ekki ráðið við verkefnið „algjörlega í takt við þá kjallarapólitík sem minnihluti D lista hefur stundað á þessu kjörtímabili.“ Geir segir það létti að komast úr því „eitraða umhverfi“ sem minnihluti bæjarstjórnar hefur skapað. 21. mars 2024 10:59 Að gefnu tilefni vegna ummæla bæjarfulltrúa D-listans í Hveragerði Ummæli bæjarfulltrúa minnihlutans í Hveragerði í fjölmiðlum í gær koma lítið á óvart enda algjörlega í takt við þá kjallarapólitík sem minnihluti D lista hefur stundað á þessu kjörtímabili; að sparka í starfsfólk bæjarins, afvegaleiða alla umræðu, halda ósannindum fram gagnvart bæjarbúum, brjóta trúnað, axla ekki ábyrgð á sínum fyrri kostnaðarsömu mistökum, vinna gegn hagsmunum bæjarbúa og hafa málefnalega nákvæmlega ekkert fram að færa annað en leiðindi. 21. mars 2024 10:54 Segir fulltrúa minnihlutans vega illa að Geir Njörður Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar Hveragerðis, er ekki par sáttur við orð bæjarfulltrúa minnihlutans í bæjarstjórn um að ljóst væri að Geir Sveinsson hafi ekki ráðið við embætti bæjarstjóra. 20. mars 2024 12:55 „Ljóst að hann réð ekki við verkefnið“ Eyþór H. Ólafsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hveragerði, segir að ákvörðun meirihluta bæjarstjórar að semja við Geir Sveinsson bæjarstjóra um starfslok hafa komið sér nokkuð á óvart. Þó hafi verið ljóst um nokkurt skeið hvert stefndi. Fulltrúar meirihlutans munu ekki tjá sig um málið fyrr en að loknum bæjarstjórnarfundi á föstudag. 20. mars 2024 10:37 Geir hættir sem bæjarstjóri Hveragerðis Meirihluti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar og Geir Sveinsson bæjarstjóri hafa náð samkomulagi um starfslok Geirs. 20. mars 2024 09:53 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Léttir að komast úr eitruðu umhverfi minnihlutans Geir Sveinsson, fráfarandi bæjarstjóri Hveragerðis, segir ummæli bæjarfulltrúa minnihlutans, Eyþórs H. Ólafssonar, um að hann hafi ekki ráðið við verkefnið „algjörlega í takt við þá kjallarapólitík sem minnihluti D lista hefur stundað á þessu kjörtímabili.“ Geir segir það létti að komast úr því „eitraða umhverfi“ sem minnihluti bæjarstjórnar hefur skapað. 21. mars 2024 10:59
Að gefnu tilefni vegna ummæla bæjarfulltrúa D-listans í Hveragerði Ummæli bæjarfulltrúa minnihlutans í Hveragerði í fjölmiðlum í gær koma lítið á óvart enda algjörlega í takt við þá kjallarapólitík sem minnihluti D lista hefur stundað á þessu kjörtímabili; að sparka í starfsfólk bæjarins, afvegaleiða alla umræðu, halda ósannindum fram gagnvart bæjarbúum, brjóta trúnað, axla ekki ábyrgð á sínum fyrri kostnaðarsömu mistökum, vinna gegn hagsmunum bæjarbúa og hafa málefnalega nákvæmlega ekkert fram að færa annað en leiðindi. 21. mars 2024 10:54
Segir fulltrúa minnihlutans vega illa að Geir Njörður Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar Hveragerðis, er ekki par sáttur við orð bæjarfulltrúa minnihlutans í bæjarstjórn um að ljóst væri að Geir Sveinsson hafi ekki ráðið við embætti bæjarstjóra. 20. mars 2024 12:55
„Ljóst að hann réð ekki við verkefnið“ Eyþór H. Ólafsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hveragerði, segir að ákvörðun meirihluta bæjarstjórar að semja við Geir Sveinsson bæjarstjóra um starfslok hafa komið sér nokkuð á óvart. Þó hafi verið ljóst um nokkurt skeið hvert stefndi. Fulltrúar meirihlutans munu ekki tjá sig um málið fyrr en að loknum bæjarstjórnarfundi á föstudag. 20. mars 2024 10:37
Geir hættir sem bæjarstjóri Hveragerðis Meirihluti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar og Geir Sveinsson bæjarstjóri hafa náð samkomulagi um starfslok Geirs. 20. mars 2024 09:53