Umfjöllun,viðtöl og myndir: Tindastóll - Keflavík 79 - 92 | Keflvíkingar bikarmeistarar í baráttuleik Andri Már Eggertsson skrifar 23. mars 2024 17:39 Halldór Garðar Hermannsson, fyrirliði Keflavíkur, lyfti bikarnum Vísir/Hulda Margrét Tindastóll og Keflavík mættust í Laugardalshöllinni í bikarúrslitaleik karla í körfubolta. Stólarnir gátu bætt bikarnum við Íslandsmeistaratitilinn síðan í vor en Keflvíkingar sóttu að lokum sinn fyrsta stóra titil í tólf ár. Leikurinn var nokkuð jafn í fyrri hálfleik en sveiflukenndur í þeim seinni. Tindastóll náði upp 14 stiga forskoti sem fuðraði svo upp og Keflvíkingar lönduðu að lokum nokkuð öruggum sigri 79-92. Danero Thomas gerði 8 stig í dagVísir/Hulda Margrét Það var uppselt í Laugardalshöll þegar Tindastóll og Keflavík mættust í úrslitum VÍS-bikarsins. Lætin í Höllinni voru svakaleg og stuðningsmenn beggja liða létu vel í sér heyra og rúmlega það. Stuðningsmenn Tindastóls létu venju samkvæmt vel í sér heyraVísir/Hulda Margrét Leikurinn fór vel af stað. Leikmenn Tindastóls voru fastir fyrir og spiluðu eins fast og þeir komust upp með. Adomas Drungilas lenti þó í vandræðum snemma þegar hann var kominn með tvær villur. Keflvíkingar náðu að finna sinn takt og voru að setja þriggja stiga skotin ofan í. Á meðan var Tindastóll að misnota skotin fyrir utan þriggja stiga línuna en voru sterkari inn í teig. Tindastóll var einu stigi yfir eftir fyrsta leikhluta 22-21. Sigurður Pétursson gerði 9 stig í dagVísir/Hulda Margrét Jaka Brodnik gerði tíu stig í fyrsta leikhluta og hélt uppteknum hætti í öðrum leikhluta. Jaka gerði fyrstu fjögur stig Keflavíkur og hélt liðinu gangandi. Ragnar Ágústsson kom með óvænta innkomu í öðrum leikhluta. Eftir að hafa ekki gert stig á fjórum mínútum í fyrsta leikhluta fór Ragnar að skjóta þar sem Keflavík skildi hann eftir opinn og manaði hann í að taka skot. Ragnar svaraði kallinu og gerði tíu stig úr hundrað prósent nýtingu. Tindastóll komst mest 14 stigum yfirVísir/Hulda Margrét Fyrri hálfleikur var ótrúlega jafn og spennandi. Liðin skiptust fimmtán sinnum á forystu og leikurinn var tíu sinnum jafn. Tindastóll var þó leiðandi og var verðskuldað tveimur stigum yfir í hálfleik 44-42. Ríkjandi Íslandsmeistarar sýndu klærnar í upphafi síðari hálfleiks. Adomas Drungilas byrjaði með látum og gerði fyrstu sex stig síðari hálfleiks. Leikmenn Tindastóls héldu áfram að hamra járnið á meðan það var heitt og enduðu á að gera fyrstu tólf stig síðari hálfleiks og munurinn fjórtán stig 56-42. Tindastóll-KeflavíkVísir/Hulda Margrét Keflvíkingar voru langt frá því að leggja árar í bát. Síðustu fimm mínúturnar voru ótrúlegar það fór allt ofan í hjá Keflavík og Stólarnir áttu engin svör við þessum viðsnúningi. Keflavík vann síðustu fimm mínúturnar í þriðja leikhluta 26-6. Remy Martin gerði síðustu fimm stigin og Keflvíkingar voru sex stigum yfir þegar haldið var í fjórða leikhluta 67-73. Með Halldór Garðar Hermannsson inn á vellinum vann Keflavík með 17 stigumVísir/Hulda Margrét Tindastóll náði að minnka forskot Keflavíkur minnst niður í átta stig 78-86 þegar tæplega þrjár og hálf mínúta var eftir. Eftir það gerði Tindastóll aðeins eitt stig og Keflavík fagnaði þrettán stiga sigri 79-92. Keflvíkingar voru ánægðir í HöllinniVísir/Hulda Margrét Af hverju vann Keflavík? Keflavík lét áhlaup Tindastóls í þriðja leikhluta slá sig út af laginu. Tindastóll gerði fyrstu tólf stigin í síðari hálfleik en eftir það var allur vindur úr þeim. Það gekk allt upp hjá Keflavík síðustu fimmtán mínúturnar á meðan leikmenn Tindastóls voru búnir á því. Keflavík vann þann kafla með 27 stigum 45-18. Sigurður Pétursson var ánægður eftir leikVísir/Hulda Margrét Hverjir stóðu upp úr? Jaka Brodnik var valinn maður leiksins. Jaka var frábær í dag og gerði 22 stig og tók 9 fráköst. Remy Martin hefur oft átt betri leiki heillt yfir en hann steig upp þegar á reyndi. Remy Martin gerði síðustu fimm stigin í þriðja leikhluta og einnig gerði hann mikilvæg stig í fjórða leikhluta. Hann endaði með 23 stig og gaf 4 stoðsendingar. Pétur Ingvarsson og Remy Martin fagnaVísir/Hulda Margrét Hvað gekk illa? Sóknarleikur Tindastóls var við frostmark síðustu fimmtán mínúturnar í seinni hálfleik þar sem Tindastóll gerði aðeins 18 stig. Þórir Guðmundur Þorbjarnarson náði sér aldrei á strik í dag. Þórir byrjaði á bekknum en kom inn á og endaði með 12 prósent skotnýtingu. Með Þóri inn á vellinum tapaði Tindastóll með 27 stigum. Það voru mikil fagnaðarlæti eftir leikVísir/Hulda Margrét Hvað gerist næst? Keflavík er bikarmeistari 2024. Næst síðasta umferð Subway deildarinnar fer fram á skírdag. Tindastóll fer á Egilsstaði og mætir Hetti klukkan 17:00. Keflavík fær Njarðvík í heimsókn klukkan 20:00. „Ætla ekki að setja þetta tap á þreytu“ Pétur Rúnar Birgisson í leik dagsins Vísir/Hulda Margrét Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls, var afar svekktur eftir tap í úrslitum VÍS-bikarsins 79-92. „Munurinn á liðunum var sá að þeir náðu að halda í sínar rætur allan leikinn. Á sama tíma þegar við vorum ekki að hitta þá fórum við úr því sem við vildum gera. Við hleyptum þeim allt of auðveldlega inn í þetta og þeir tóku fram úr okkur,“ sagði Pétur Rúnar og hélt áfram. „Við vorum fjórtán stigum yfir síðan upp úr engu tókst þeim að minnka muninn niður í fimm stig. Ég get ekki sagt nákvæmlega hvað gerðist en þeir héldu áfram að gera sitt og settu sín skot ofan í þegar þeir komu til baka.“ Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, sagði að leikmenn Tindastóls hafa verið orðnir þreyttir en Pétur vildi ekki taka undir það. „Þetta var meira andlegt. Við vorum að brjóta og þeir voru að komast á vítalínuna á meðan við fengum ekkert hinum megin. Við vorum of mikið í handboltanum og setja þá á vítalínuna. Ég ætla ekki að setja þetta á einhverja þreytu,“ sagði Pétur Rúnar Birgisson að lokum. VÍS-bikarinn Keflavík ÍF Tindastóll
Tindastóll og Keflavík mættust í Laugardalshöllinni í bikarúrslitaleik karla í körfubolta. Stólarnir gátu bætt bikarnum við Íslandsmeistaratitilinn síðan í vor en Keflvíkingar sóttu að lokum sinn fyrsta stóra titil í tólf ár. Leikurinn var nokkuð jafn í fyrri hálfleik en sveiflukenndur í þeim seinni. Tindastóll náði upp 14 stiga forskoti sem fuðraði svo upp og Keflvíkingar lönduðu að lokum nokkuð öruggum sigri 79-92. Danero Thomas gerði 8 stig í dagVísir/Hulda Margrét Það var uppselt í Laugardalshöll þegar Tindastóll og Keflavík mættust í úrslitum VÍS-bikarsins. Lætin í Höllinni voru svakaleg og stuðningsmenn beggja liða létu vel í sér heyra og rúmlega það. Stuðningsmenn Tindastóls létu venju samkvæmt vel í sér heyraVísir/Hulda Margrét Leikurinn fór vel af stað. Leikmenn Tindastóls voru fastir fyrir og spiluðu eins fast og þeir komust upp með. Adomas Drungilas lenti þó í vandræðum snemma þegar hann var kominn með tvær villur. Keflvíkingar náðu að finna sinn takt og voru að setja þriggja stiga skotin ofan í. Á meðan var Tindastóll að misnota skotin fyrir utan þriggja stiga línuna en voru sterkari inn í teig. Tindastóll var einu stigi yfir eftir fyrsta leikhluta 22-21. Sigurður Pétursson gerði 9 stig í dagVísir/Hulda Margrét Jaka Brodnik gerði tíu stig í fyrsta leikhluta og hélt uppteknum hætti í öðrum leikhluta. Jaka gerði fyrstu fjögur stig Keflavíkur og hélt liðinu gangandi. Ragnar Ágústsson kom með óvænta innkomu í öðrum leikhluta. Eftir að hafa ekki gert stig á fjórum mínútum í fyrsta leikhluta fór Ragnar að skjóta þar sem Keflavík skildi hann eftir opinn og manaði hann í að taka skot. Ragnar svaraði kallinu og gerði tíu stig úr hundrað prósent nýtingu. Tindastóll komst mest 14 stigum yfirVísir/Hulda Margrét Fyrri hálfleikur var ótrúlega jafn og spennandi. Liðin skiptust fimmtán sinnum á forystu og leikurinn var tíu sinnum jafn. Tindastóll var þó leiðandi og var verðskuldað tveimur stigum yfir í hálfleik 44-42. Ríkjandi Íslandsmeistarar sýndu klærnar í upphafi síðari hálfleiks. Adomas Drungilas byrjaði með látum og gerði fyrstu sex stig síðari hálfleiks. Leikmenn Tindastóls héldu áfram að hamra járnið á meðan það var heitt og enduðu á að gera fyrstu tólf stig síðari hálfleiks og munurinn fjórtán stig 56-42. Tindastóll-KeflavíkVísir/Hulda Margrét Keflvíkingar voru langt frá því að leggja árar í bát. Síðustu fimm mínúturnar voru ótrúlegar það fór allt ofan í hjá Keflavík og Stólarnir áttu engin svör við þessum viðsnúningi. Keflavík vann síðustu fimm mínúturnar í þriðja leikhluta 26-6. Remy Martin gerði síðustu fimm stigin og Keflvíkingar voru sex stigum yfir þegar haldið var í fjórða leikhluta 67-73. Með Halldór Garðar Hermannsson inn á vellinum vann Keflavík með 17 stigumVísir/Hulda Margrét Tindastóll náði að minnka forskot Keflavíkur minnst niður í átta stig 78-86 þegar tæplega þrjár og hálf mínúta var eftir. Eftir það gerði Tindastóll aðeins eitt stig og Keflavík fagnaði þrettán stiga sigri 79-92. Keflvíkingar voru ánægðir í HöllinniVísir/Hulda Margrét Af hverju vann Keflavík? Keflavík lét áhlaup Tindastóls í þriðja leikhluta slá sig út af laginu. Tindastóll gerði fyrstu tólf stigin í síðari hálfleik en eftir það var allur vindur úr þeim. Það gekk allt upp hjá Keflavík síðustu fimmtán mínúturnar á meðan leikmenn Tindastóls voru búnir á því. Keflavík vann þann kafla með 27 stigum 45-18. Sigurður Pétursson var ánægður eftir leikVísir/Hulda Margrét Hverjir stóðu upp úr? Jaka Brodnik var valinn maður leiksins. Jaka var frábær í dag og gerði 22 stig og tók 9 fráköst. Remy Martin hefur oft átt betri leiki heillt yfir en hann steig upp þegar á reyndi. Remy Martin gerði síðustu fimm stigin í þriðja leikhluta og einnig gerði hann mikilvæg stig í fjórða leikhluta. Hann endaði með 23 stig og gaf 4 stoðsendingar. Pétur Ingvarsson og Remy Martin fagnaVísir/Hulda Margrét Hvað gekk illa? Sóknarleikur Tindastóls var við frostmark síðustu fimmtán mínúturnar í seinni hálfleik þar sem Tindastóll gerði aðeins 18 stig. Þórir Guðmundur Þorbjarnarson náði sér aldrei á strik í dag. Þórir byrjaði á bekknum en kom inn á og endaði með 12 prósent skotnýtingu. Með Þóri inn á vellinum tapaði Tindastóll með 27 stigum. Það voru mikil fagnaðarlæti eftir leikVísir/Hulda Margrét Hvað gerist næst? Keflavík er bikarmeistari 2024. Næst síðasta umferð Subway deildarinnar fer fram á skírdag. Tindastóll fer á Egilsstaði og mætir Hetti klukkan 17:00. Keflavík fær Njarðvík í heimsókn klukkan 20:00. „Ætla ekki að setja þetta tap á þreytu“ Pétur Rúnar Birgisson í leik dagsins Vísir/Hulda Margrét Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls, var afar svekktur eftir tap í úrslitum VÍS-bikarsins 79-92. „Munurinn á liðunum var sá að þeir náðu að halda í sínar rætur allan leikinn. Á sama tíma þegar við vorum ekki að hitta þá fórum við úr því sem við vildum gera. Við hleyptum þeim allt of auðveldlega inn í þetta og þeir tóku fram úr okkur,“ sagði Pétur Rúnar og hélt áfram. „Við vorum fjórtán stigum yfir síðan upp úr engu tókst þeim að minnka muninn niður í fimm stig. Ég get ekki sagt nákvæmlega hvað gerðist en þeir héldu áfram að gera sitt og settu sín skot ofan í þegar þeir komu til baka.“ Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, sagði að leikmenn Tindastóls hafa verið orðnir þreyttir en Pétur vildi ekki taka undir það. „Þetta var meira andlegt. Við vorum að brjóta og þeir voru að komast á vítalínuna á meðan við fengum ekkert hinum megin. Við vorum of mikið í handboltanum og setja þá á vítalínuna. Ég ætla ekki að setja þetta á einhverja þreytu,“ sagði Pétur Rúnar Birgisson að lokum.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum