Fjórða uppstokkunin á örfáum árum og yfir tuttugu nýir forstöðumenn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. mars 2024 20:01 Björn Zoëga stjórnarformaður Landspítalans segir nýjum stjórnendum á spítalanum líka ætlað að starfa á gólfinu. Vísir/Ívar Landspítalinn hefur ráðið um tuttugu nýja forstöðumenn. Langflestir voru starfandi á spítalanum og færast ofar í skipuriti. Þetta er fjórða breytingin á örfáum árum og áætlaður kostnaður er á þriðja hundrað milljónir króna. Stjórnendur Landspítalans hafa frá árinu 2019 fjórum sinnum gert viðamiklar breytingar á skipuriti spítalans. Árið 2022 var til dæmis ákveðið að fjölga framkvæmdastjórum og leggja niður störf forstöðumanna. Nú hefur enn á ný orðið algjör kúvending á skipuriti spítalans þar sem forstöðumenn koma aftur inn og að þessu sinni eru þeir tuttugu og þrír. Þannig eru nú bæði forstöðuhjúkrunarfræðingur og forstöðulæknir undir hverjum framkvæmdastjóra á klínískum sviðum spítalans. Undir forstöðumönnunum eru svo áfram deildarstjórar og yfirlæknar. Auk þess koma inn tvö ný störf á skrifstofu forstjóra. Hinir nýráðnu forstöðumenn störfuðu nánast allir áður á spítalanum og færast því ofar í skipuriti. Nýir stjórnendur eigi að starfa á gólfinu Björn Zoëga stjórnarformaður Landspítalans tekur fyrir það að verið sé að bæta við enn einu laginu af stjórnendum. „Það er bara verið að dreifa valdi með þessari breytingu. Það er megin hlutverk þessara stjórnenda að vinna með fólkinu, að vera nálægt gólfinu og fylla í eyður í mönnun og annað sem skortir á. Þetta er hugsað til að bæta mönnun því stjórnendur hafa betri yfirsýn og fleiri tækifæri til að lokka til sín starfsfólk,“ segir Björn. Hann segir að áætlaður kostnaður við breytingarnar sé um 240-250 milljónir króna á ári sem greiðist úr ríkissjóði. „Við erum komin á þjónustutengda fjármögnun sem þýðir að þegar við sjáum fleiri sjúklinga fáum við borgað fyrir það. Við sjáum nú þegar að þetta leiðir til aukinnar framleiðslu og framleiðni á spítalanum,“ segir hann. Mikilvægt að upplýsa starfsfólk Hann segist hafa heyrt af efasemdum frá starfsfólki spítalans um breytingarnar en telur þær framfaraskref. „Það er ekkert skrítið að það sé ákveðinn efi í kringum breytingar. Það er eðli spítala og menntastofnana að hafa ákveðna íhaldssemi og það er eðlilegt að það komi fram við svona breytingar. En ég segi alltaf að það þarf að vinna með slíkt og upplýsa starfsfólk,“ segir Björn. Björn sem var forstjóri Karólínska sjúkrahússins í Svíþjóð um árabil segir að svipað fyrirkomulag sé þar og hafi reynst vel. „Yfirstjórn á Landspítalanum í samráði við stjórnina vann að útfærslu á þessari breytingu eftir ráðleggingar og aðstoð frá Mckinsey ráðgjafafyrirtækinu. Þetta var líka eina fyrirkomulagið sem virkaði á mínu gamla sjúkrahúsi í Svíþjóð,“ segir Björn. Landspítalinn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Tíu nýir framkvæmdastjórar ráðnir á Landspítala Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala, hefur tekið ákvörðun um val á framkvæmdastjórum í nýja framkvæmdastjórn spítalans. Alls bárust 41 umsókn um tíu störf framkvæmdastjóra. Þrír umsækjendur drógu umsókn sína til baka. 22. desember 2022 13:53 Stjórnendum fækkað á Landspítalanum Tíu stöðugildi forstöðumanna falla niður samkvæmt nýju skipuriti á Landspítalanum. Markmið skipulagsbreytinganna er að styrkja klíníska starfsemi og að hagræða í rekstri. 31. október 2022 18:04 Breytingar í skugga en ekki vegna rekstrarvanda spítalans Nýtt skipurit Landspítala var kynnt í gær. Forstjórinn segir skipulagið þurfa að endurspegla þjónustuna. Áfram verði unnið að ýmsum hagræðingaraðgerðum. 28. september 2019 07:15 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Sjá meira
Stjórnendur Landspítalans hafa frá árinu 2019 fjórum sinnum gert viðamiklar breytingar á skipuriti spítalans. Árið 2022 var til dæmis ákveðið að fjölga framkvæmdastjórum og leggja niður störf forstöðumanna. Nú hefur enn á ný orðið algjör kúvending á skipuriti spítalans þar sem forstöðumenn koma aftur inn og að þessu sinni eru þeir tuttugu og þrír. Þannig eru nú bæði forstöðuhjúkrunarfræðingur og forstöðulæknir undir hverjum framkvæmdastjóra á klínískum sviðum spítalans. Undir forstöðumönnunum eru svo áfram deildarstjórar og yfirlæknar. Auk þess koma inn tvö ný störf á skrifstofu forstjóra. Hinir nýráðnu forstöðumenn störfuðu nánast allir áður á spítalanum og færast því ofar í skipuriti. Nýir stjórnendur eigi að starfa á gólfinu Björn Zoëga stjórnarformaður Landspítalans tekur fyrir það að verið sé að bæta við enn einu laginu af stjórnendum. „Það er bara verið að dreifa valdi með þessari breytingu. Það er megin hlutverk þessara stjórnenda að vinna með fólkinu, að vera nálægt gólfinu og fylla í eyður í mönnun og annað sem skortir á. Þetta er hugsað til að bæta mönnun því stjórnendur hafa betri yfirsýn og fleiri tækifæri til að lokka til sín starfsfólk,“ segir Björn. Hann segir að áætlaður kostnaður við breytingarnar sé um 240-250 milljónir króna á ári sem greiðist úr ríkissjóði. „Við erum komin á þjónustutengda fjármögnun sem þýðir að þegar við sjáum fleiri sjúklinga fáum við borgað fyrir það. Við sjáum nú þegar að þetta leiðir til aukinnar framleiðslu og framleiðni á spítalanum,“ segir hann. Mikilvægt að upplýsa starfsfólk Hann segist hafa heyrt af efasemdum frá starfsfólki spítalans um breytingarnar en telur þær framfaraskref. „Það er ekkert skrítið að það sé ákveðinn efi í kringum breytingar. Það er eðli spítala og menntastofnana að hafa ákveðna íhaldssemi og það er eðlilegt að það komi fram við svona breytingar. En ég segi alltaf að það þarf að vinna með slíkt og upplýsa starfsfólk,“ segir Björn. Björn sem var forstjóri Karólínska sjúkrahússins í Svíþjóð um árabil segir að svipað fyrirkomulag sé þar og hafi reynst vel. „Yfirstjórn á Landspítalanum í samráði við stjórnina vann að útfærslu á þessari breytingu eftir ráðleggingar og aðstoð frá Mckinsey ráðgjafafyrirtækinu. Þetta var líka eina fyrirkomulagið sem virkaði á mínu gamla sjúkrahúsi í Svíþjóð,“ segir Björn.
Landspítalinn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Tíu nýir framkvæmdastjórar ráðnir á Landspítala Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala, hefur tekið ákvörðun um val á framkvæmdastjórum í nýja framkvæmdastjórn spítalans. Alls bárust 41 umsókn um tíu störf framkvæmdastjóra. Þrír umsækjendur drógu umsókn sína til baka. 22. desember 2022 13:53 Stjórnendum fækkað á Landspítalanum Tíu stöðugildi forstöðumanna falla niður samkvæmt nýju skipuriti á Landspítalanum. Markmið skipulagsbreytinganna er að styrkja klíníska starfsemi og að hagræða í rekstri. 31. október 2022 18:04 Breytingar í skugga en ekki vegna rekstrarvanda spítalans Nýtt skipurit Landspítala var kynnt í gær. Forstjórinn segir skipulagið þurfa að endurspegla þjónustuna. Áfram verði unnið að ýmsum hagræðingaraðgerðum. 28. september 2019 07:15 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Sjá meira
Tíu nýir framkvæmdastjórar ráðnir á Landspítala Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala, hefur tekið ákvörðun um val á framkvæmdastjórum í nýja framkvæmdastjórn spítalans. Alls bárust 41 umsókn um tíu störf framkvæmdastjóra. Þrír umsækjendur drógu umsókn sína til baka. 22. desember 2022 13:53
Stjórnendum fækkað á Landspítalanum Tíu stöðugildi forstöðumanna falla niður samkvæmt nýju skipuriti á Landspítalanum. Markmið skipulagsbreytinganna er að styrkja klíníska starfsemi og að hagræða í rekstri. 31. október 2022 18:04
Breytingar í skugga en ekki vegna rekstrarvanda spítalans Nýtt skipurit Landspítala var kynnt í gær. Forstjórinn segir skipulagið þurfa að endurspegla þjónustuna. Áfram verði unnið að ýmsum hagræðingaraðgerðum. 28. september 2019 07:15
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent