Innlent

„Meiri líkur en minni“ á að Jón Gnarr fari fram

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Jón Gnarr segist enn vera að íhuga forsetaframboð. 
Jón Gnarr segist enn vera að íhuga forsetaframboð.  Vísir/Vilhelm

Jón Gnarr leikari og fyrrverandi borgarstjóri segir meiri líkur en minni á að hann gefi kost á sér í komandi forsetakosningum. 

Jón er einn gesta Gísla Marteins í Vikunni í kvöld. Hann sagði í þætti kvöldins að það væru meiri líkur en minni á að hann færi fram. Þó væri hann enn að hugsa málið.

Auk Jóns hefur Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri legið undir feld en hún er annar gestur Gísla Marteins í kvöld. Aðspurð sagðist hún enn vera að íhuga framboðið. Hún ætli að hugsa málið eftir að gangnamenn skoruðu á hana. 

Vísir heldur uppi forsetavakt þar sem hægt er að nálgast allar nýjustu vendingar um komandi forsetakosningar. Hana má nálgast hér að neðan. 

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir

Orku­mála­stjóri í­hugar for­seta­fram­boð

„Ég hef fengið fullt af hvatningu í þetta embætti og almennt í ólík störf í gegnum tíðina en þetta er kveðja sem hittir beint í hjartastað,“ segir Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri, sem íhugar forsetaframboð.

Spáir því að Katrín tilkynni um forsetaframboð á næstu dögum

Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, segir alla innan raða Vinstri grænna og ríkisstjórnarinnar nú velta fyrir sér hvort Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra muni gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Sjálfur er hann þeirrar skoðunar að hún muni gera það og verða kjörin næsti forseti lýðveldisins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×