Karl og Harry tjá sig um veikindi Katrínar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. mars 2024 01:40 Katrín kom síðast opinberlega fram um jólin. Getty/Chris Jackson Karl III Bretakonungur og Harry prins eru meðal þeirra sem hafa tjáð sig í kjölfar þess að Katrín prinsessa af Wales greindi frá því að hún hefði greinst með krabbamein og hafið fyrirbyggjandi lyfjameðferð. Karl sagði í yfirlýsingu að hann væri afar stoltur af Katrínu fyrir að greina frá veikindum sínum og að hann hefði átt í stöðugum samskiptum við „ástkæra tengdadóttur sína“ frá því að þau lágu bæði inni á London Clinic einkasjúkrahúsinu í Lundúnum í janúar. Konungurinn gekkst undir aðgerð vegna stækkunar á blöðruhálskirtli á sama tíma og Katrín gekkst undir aðgerð á kviðarholi. Hvorugt var grunað um að vera með krabbamein en bæði greindust með mein í kjölfar aðgerðanna. Hvorki Buckingham-höll né Kensington-höll hefur viljað gefa út hvers konar krabbamein Karl og Katrín greindust með. #BREAKING King Charles III says 'so proud of Catherine for her courage' in revealing cancer diagnosis pic.twitter.com/ctBpPCbilM— AFP News Agency (@AFP) March 22, 2024 Harry prins og eiginkona hans Meghan Markle hafa einnig tjáð sig og óska Katrínu og fjölskyldu „heilsu og heilun“. Þá segjast þau vonast til að fjölskyldan fái að vinna úr veikindum Katrínar í friði. Prince Harry and Meghan Markle are showing support for Catherine, Princess of Wales, following news of her cancer diagnosis. We wish health and healing for Kate and the family, and hope they are able to do so privately and in peace," the Sussexes said in a statement to VF. : pic.twitter.com/3mczdZO3fv— VANITY FAIR (@VanityFair) March 22, 2024 Breskir miðlar hafa greint frá því að Katrín hafi hafið lyfjameðferð í lok febrúar. Þá hafi verið ákveðið að greina frá veikindum hennar á þessum tímapunkti, þegar börn hennar og Vilhjálms krónprins væru komin í páskafrí. Katrín sagði í ávarpi sínu að það hefði tekið tíma að útskýra veikindin fyrir börnunum; Georg, Karlottu og Lúðvík, á viðeigandi hátt aldurs þeirra vegna og að fullvissa þau um að það yrði í lagi með móður þeirra. Þegar Katrín lagðist fyrst inn á spítala var gefið út að hún myndi snúa aftur til skyldustarfa eftir páska. Óvíst er hvort sú yfirlýsing stendur en lyfjameðferð af því tagi sem hún gengst nú undir er sögð geta tekið allt að sex mánuði. Sérfræðingar segja „fyrirbyggjandi lyfjameðferð“ geta þýtt tvennt; annað hvort sé verið að freista þess að eyða krabbameinsfrumum sem hafa mögulega náð að dreifa sér, eða að reyna að tryggja að krabbameinið taki sig ekki upp á ný. Fjöldi leiðtoga út um allan heim hafa sent prinsessunni og fjölskyldu hennar góðar kveðjur og óskað henni bata. Jill and I join millions around the world in praying for your full recovery, Princess Kate. https://t.co/jtLp8Uo23d— President Biden (@POTUS) March 23, 2024 Kóngafólk Bretland Harry og Meghan Heilbrigðismál Tengdar fréttir Katrín prinsessa greindist með krabbamein Katrín prinsessa af Wales hefur greinst með krabbamein og er í viðeigandi meðferð. Í yfirlýsingu frá Windsor-kastala segir Katrín að krabbameinið hafi fundist þegar hún gekkst undir magaaðgerð síðastliðinn janúar. 22. mars 2024 18:07 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Karl sagði í yfirlýsingu að hann væri afar stoltur af Katrínu fyrir að greina frá veikindum sínum og að hann hefði átt í stöðugum samskiptum við „ástkæra tengdadóttur sína“ frá því að þau lágu bæði inni á London Clinic einkasjúkrahúsinu í Lundúnum í janúar. Konungurinn gekkst undir aðgerð vegna stækkunar á blöðruhálskirtli á sama tíma og Katrín gekkst undir aðgerð á kviðarholi. Hvorugt var grunað um að vera með krabbamein en bæði greindust með mein í kjölfar aðgerðanna. Hvorki Buckingham-höll né Kensington-höll hefur viljað gefa út hvers konar krabbamein Karl og Katrín greindust með. #BREAKING King Charles III says 'so proud of Catherine for her courage' in revealing cancer diagnosis pic.twitter.com/ctBpPCbilM— AFP News Agency (@AFP) March 22, 2024 Harry prins og eiginkona hans Meghan Markle hafa einnig tjáð sig og óska Katrínu og fjölskyldu „heilsu og heilun“. Þá segjast þau vonast til að fjölskyldan fái að vinna úr veikindum Katrínar í friði. Prince Harry and Meghan Markle are showing support for Catherine, Princess of Wales, following news of her cancer diagnosis. We wish health and healing for Kate and the family, and hope they are able to do so privately and in peace," the Sussexes said in a statement to VF. : pic.twitter.com/3mczdZO3fv— VANITY FAIR (@VanityFair) March 22, 2024 Breskir miðlar hafa greint frá því að Katrín hafi hafið lyfjameðferð í lok febrúar. Þá hafi verið ákveðið að greina frá veikindum hennar á þessum tímapunkti, þegar börn hennar og Vilhjálms krónprins væru komin í páskafrí. Katrín sagði í ávarpi sínu að það hefði tekið tíma að útskýra veikindin fyrir börnunum; Georg, Karlottu og Lúðvík, á viðeigandi hátt aldurs þeirra vegna og að fullvissa þau um að það yrði í lagi með móður þeirra. Þegar Katrín lagðist fyrst inn á spítala var gefið út að hún myndi snúa aftur til skyldustarfa eftir páska. Óvíst er hvort sú yfirlýsing stendur en lyfjameðferð af því tagi sem hún gengst nú undir er sögð geta tekið allt að sex mánuði. Sérfræðingar segja „fyrirbyggjandi lyfjameðferð“ geta þýtt tvennt; annað hvort sé verið að freista þess að eyða krabbameinsfrumum sem hafa mögulega náð að dreifa sér, eða að reyna að tryggja að krabbameinið taki sig ekki upp á ný. Fjöldi leiðtoga út um allan heim hafa sent prinsessunni og fjölskyldu hennar góðar kveðjur og óskað henni bata. Jill and I join millions around the world in praying for your full recovery, Princess Kate. https://t.co/jtLp8Uo23d— President Biden (@POTUS) March 23, 2024
Kóngafólk Bretland Harry og Meghan Heilbrigðismál Tengdar fréttir Katrín prinsessa greindist með krabbamein Katrín prinsessa af Wales hefur greinst með krabbamein og er í viðeigandi meðferð. Í yfirlýsingu frá Windsor-kastala segir Katrín að krabbameinið hafi fundist þegar hún gekkst undir magaaðgerð síðastliðinn janúar. 22. mars 2024 18:07 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Katrín prinsessa greindist með krabbamein Katrín prinsessa af Wales hefur greinst með krabbamein og er í viðeigandi meðferð. Í yfirlýsingu frá Windsor-kastala segir Katrín að krabbameinið hafi fundist þegar hún gekkst undir magaaðgerð síðastliðinn janúar. 22. mars 2024 18:07